Frá Hetti í ensku úrvalsdeildina: „Verð Egilsstaðarbúum alltaf þakklátur“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. nóvember 2015 06:00 Ryan Allsop ver frá Romelu Lukaku af stuttu færi í leiknum á laugardaginn. vísir/getty Saga enska úrvalsdeildarliðsins Bournemouth er stútfull af rómantík. Fyrir fimm árum var liðið á botni D-deildarinnar en Eddie Howe, einn yngsti stjórinn í úrvalsdeildinni, er búinn að koma liðinu upp í efstu deild. Í stóru sögunni eru svo margar smásögur og ein tengist Íslandi. Þegar Adam Federici, markvörður Bournemouth, þurfti að fara af velli í mögnuðu 3-3 jafntefli gegn Everton á heimavelli á laugardaginn kom inn á 23 ára gamall strákur að nafni Ryan Allsop. Allsop hefur líkt og Bournemouth náð langt á skömmum tíma, en fyrir aðeins þremur árum var hann að spila með Hetti í 1. deildinni á Íslandi.Sjá einnig:Sjáðu lygilega lokakaflann í leik Bournemouth og Everton „Ég kom til Íslands til að halda mér í leikformi 2012 og spila alvöru fótbolta í meistaraflokki. Mig skorti reynslu og ég taldi að það að koma til Íslands myndi koma ferlinum af stað á Englandi,“ segir Ryan Allsop í viðtali við Fréttablaðið. Hann hafði svo sannarlega rétt fyrir sér þar. Allsop hefur verið hjá Bournemouth síðan 2013.vísir/getty Eins og hver annar leikur Allsop var hinn kátasti þegar blaðamaður spjallaði við hann í gær enda nýbúinn að ná einu helsta markmiði enskra fótboltamanna: Að spila í ensku úrvalsdeildinni. Hann kom inn á í hálfleik í stöðunni 2-0 fyrir Everton en eftir svakalega rússíbanareið endaði leikurinn 3-3. Everton skoraði, 3-2, á fimmtu mínútu í uppbótartíma en nýliðarnir jöfnuðu metin með síðustu spyrnu leiksins. „Ég reyndi bara að líta á þetta sem hvern annan leik,“ segir Allsop, aðspurður hvernig tilfinningin var þegar þjálfarinn sagði honum að hann þyrfti að spila seinni hálfleikinn vegna meiðsla aðalmarkvarðarins. „Þetta var ótrúlegur leikur og svona er fótboltinn. Það eru hæðir og lægðir í þessu. Það var svo auðvitað ótrúleg tilfinning að ná jöfnunarmarki svona seint,“ segir hann. Ryan Allsop horfir á eftir boltanum í netið á fimmtu mínútu í uppbótartíma.vísir/afp Fullorðnaðist á Íslandi En aftur að Íslandi. Allsop kom upp í gegnum unglingastarf West Bromwich Albion en var á mála hjá Millwall þar sem hann fékk ekkert að spila. Honum bauðst þá að fara til Hattar á Egilsstöðum og spila með nýliðunum í 1. deild karla sumarið 2012. „Þetta kom upp á rosalega mikilvægum tímapunkti á mínum ferli,“ segir Allsop. „ Ef ég á að vera heiðarlegur vissi ég ekki mikið um hvert ég væri að fara þegar ég lagði af stað til Íslands. Ég vildi bara prófa eitthvað öðruvísi og spila fótbolta. Þegar upp var staðið get ég ekki ímyndað mér að þetta gæti heppnast betur.“ Allsop var alveg magnaður í marki Hattarmanna og tóku margir fótboltaáhugamenn hér heima eftir frammistöðu hans þrátt fyrir að Allsop spilaði aðeins átta leiki. Hann var langbesti markvörður 1. deildarinnar þann tíma sem hann spilaði hér heima. Með Englendinginn í markinu safnaði Höttur 10 af 21 stigi sínu og fékk aðeins á sig að meðaltali 0,75 mörk í leik (6 í 8 leikjum). Eftir að Allsop fór spiluðu þrír aðrir í marki Hattar í leikjunum fjórtán sem eftir voru og fékk liðið þá 2,35 mörk á sig að meðaltali í leik. Höttur féll á endanum úr deildinni. „Ég fullorðnaðist á Íslandi mjög fljótt. Ég var líka svo langt að heiman að það var eitthvað sem ég þurfti að gera,“ segir Allsop sem heldur enn sambandi við fólk sem hann kynntist fyrir austan. Þjálfari hans á þeim tíma, Eysteinn Húni Hauksson Kjerúlf, fær sérstakar þakkir frá nýjasta úrvalsdeildarleikmanninum. „Það skemmtilega við samfélagsmiðla er að ég get fylgst með vinum mínum á Íslandi. Ég verð ævinlega þakklátur öllum á Egilsstöðum fyrir gestrisnina. Ég get ekki talað nógu vel um fólkið þarna. Eysteinn Hauksson, þjálfarinn minn, var maður sem hjálpaði mér mikið. Ég á honum mikið að þakka fyrir að treysta mér og gefa mér þetta tækifæri,“ segir Allsop. Allsop í leik með Leyton Orient 2012.vísir/getty Gafst ekki upp Leyton Orient, sem spilaði í C-deildinni á Englandi tímabilið 2012/2013, fékk veður af hinum þá tvítuga Allsop og hvernig hann var að standa sig á Íslandi. Allsop hvarf af landi brott eftir stutta dvöl og spilaði 20 leiki með Leyton fyrir jól áður en Bournemouth fékk hann á frjálsri sölu í janúar 2013. Þar hélt hann áfram að spila og kláraði tímabilið með liðinu sem hann er samningsbundinn nú. Allsop hjálpaði Bournemouth að komast úr C-deildinni og upp í B-deildina en eftir að spila 12 af fyrstu 13 leikjum liðsins tímabilið 2013/2014 missti hann sæti sitt og var lánaður til Coventry. „Við byrjuðum illa sem lið það tímabilið. Það var stórt skref fyrir liðið að fara upp um deild og það tók okkur tíma að aðlagast. Það voru tvær ástæður fyrir að ég missti sætið mitt; ég var ekki að spila nógu vel og svo fékk ég virkilega háan hita sem hélt mér frá æfingum og leikjum í átta vikur. Bournemouth fékk annan markvörð inn þannig að ég gat ekki fengið sætið mitt aftur,“ segir Allsop sem gafst ekki upp og stóð sig vel með Coventry. „Ég var bara ánægður með fara á láni. Ég var ekki að spila hjá Bournemouth þannig ég þurfti að komast eitthvað annað. Það besta fyrir minn feril á þessum tíma var að spila reglulega,“ segir Allsop. Allsop leyfir sér að dreyma um landsliðssæti í framtíðinni.vísir/getty Landsliðið draumurinnAllsop var ekki sendur á láni þetta tímabilið þrátt fyrir að hefja leiktíðina sem þriðji markvörður. „Ég skrifaði undir nýjan samning við Bournemouth og vildi berjast um að koma mér ofar í goggunarröðunina. Í fótbolta getur allt gerst þannig að maður getur alltaf fengið tækifæri,“ segir Allsop en það sannaðist á laugardaginn. En hver er framtíðin, býst hann við að standa á milli stanga Bournemouth um næstu helgi og og jafnvel lengur? „Hver veit? Hlutirnir breytast svo fljótt í fótboltanum þannig að maður verður bara að takast á við það sem kemur upp. Auðvitað vil ég spila í úrvalsdeildinni eins lengi og ég get. Við sjáum til hvað gerist í þessari viku,“ segir Allsop. Markvörðurinn ungi á mikið eftir á sínum ferli. Hann er fullur sjálfstrausts og segir stóra drauminn vera að spila fyrir enska landsliðið. „Ég hef alltaf haft mikla trú á mínum hæfileikum. Þetta snýst um að nýta tækifærið. Það væri draumur að fá að spila fyrir sína þjóð. Það er eitthvað sem alla dreymir um að gera,“ segir Ryan Allsop. Enski boltinn Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann Sjá meira
Saga enska úrvalsdeildarliðsins Bournemouth er stútfull af rómantík. Fyrir fimm árum var liðið á botni D-deildarinnar en Eddie Howe, einn yngsti stjórinn í úrvalsdeildinni, er búinn að koma liðinu upp í efstu deild. Í stóru sögunni eru svo margar smásögur og ein tengist Íslandi. Þegar Adam Federici, markvörður Bournemouth, þurfti að fara af velli í mögnuðu 3-3 jafntefli gegn Everton á heimavelli á laugardaginn kom inn á 23 ára gamall strákur að nafni Ryan Allsop. Allsop hefur líkt og Bournemouth náð langt á skömmum tíma, en fyrir aðeins þremur árum var hann að spila með Hetti í 1. deildinni á Íslandi.Sjá einnig:Sjáðu lygilega lokakaflann í leik Bournemouth og Everton „Ég kom til Íslands til að halda mér í leikformi 2012 og spila alvöru fótbolta í meistaraflokki. Mig skorti reynslu og ég taldi að það að koma til Íslands myndi koma ferlinum af stað á Englandi,“ segir Ryan Allsop í viðtali við Fréttablaðið. Hann hafði svo sannarlega rétt fyrir sér þar. Allsop hefur verið hjá Bournemouth síðan 2013.vísir/getty Eins og hver annar leikur Allsop var hinn kátasti þegar blaðamaður spjallaði við hann í gær enda nýbúinn að ná einu helsta markmiði enskra fótboltamanna: Að spila í ensku úrvalsdeildinni. Hann kom inn á í hálfleik í stöðunni 2-0 fyrir Everton en eftir svakalega rússíbanareið endaði leikurinn 3-3. Everton skoraði, 3-2, á fimmtu mínútu í uppbótartíma en nýliðarnir jöfnuðu metin með síðustu spyrnu leiksins. „Ég reyndi bara að líta á þetta sem hvern annan leik,“ segir Allsop, aðspurður hvernig tilfinningin var þegar þjálfarinn sagði honum að hann þyrfti að spila seinni hálfleikinn vegna meiðsla aðalmarkvarðarins. „Þetta var ótrúlegur leikur og svona er fótboltinn. Það eru hæðir og lægðir í þessu. Það var svo auðvitað ótrúleg tilfinning að ná jöfnunarmarki svona seint,“ segir hann. Ryan Allsop horfir á eftir boltanum í netið á fimmtu mínútu í uppbótartíma.vísir/afp Fullorðnaðist á Íslandi En aftur að Íslandi. Allsop kom upp í gegnum unglingastarf West Bromwich Albion en var á mála hjá Millwall þar sem hann fékk ekkert að spila. Honum bauðst þá að fara til Hattar á Egilsstöðum og spila með nýliðunum í 1. deild karla sumarið 2012. „Þetta kom upp á rosalega mikilvægum tímapunkti á mínum ferli,“ segir Allsop. „ Ef ég á að vera heiðarlegur vissi ég ekki mikið um hvert ég væri að fara þegar ég lagði af stað til Íslands. Ég vildi bara prófa eitthvað öðruvísi og spila fótbolta. Þegar upp var staðið get ég ekki ímyndað mér að þetta gæti heppnast betur.“ Allsop var alveg magnaður í marki Hattarmanna og tóku margir fótboltaáhugamenn hér heima eftir frammistöðu hans þrátt fyrir að Allsop spilaði aðeins átta leiki. Hann var langbesti markvörður 1. deildarinnar þann tíma sem hann spilaði hér heima. Með Englendinginn í markinu safnaði Höttur 10 af 21 stigi sínu og fékk aðeins á sig að meðaltali 0,75 mörk í leik (6 í 8 leikjum). Eftir að Allsop fór spiluðu þrír aðrir í marki Hattar í leikjunum fjórtán sem eftir voru og fékk liðið þá 2,35 mörk á sig að meðaltali í leik. Höttur féll á endanum úr deildinni. „Ég fullorðnaðist á Íslandi mjög fljótt. Ég var líka svo langt að heiman að það var eitthvað sem ég þurfti að gera,“ segir Allsop sem heldur enn sambandi við fólk sem hann kynntist fyrir austan. Þjálfari hans á þeim tíma, Eysteinn Húni Hauksson Kjerúlf, fær sérstakar þakkir frá nýjasta úrvalsdeildarleikmanninum. „Það skemmtilega við samfélagsmiðla er að ég get fylgst með vinum mínum á Íslandi. Ég verð ævinlega þakklátur öllum á Egilsstöðum fyrir gestrisnina. Ég get ekki talað nógu vel um fólkið þarna. Eysteinn Hauksson, þjálfarinn minn, var maður sem hjálpaði mér mikið. Ég á honum mikið að þakka fyrir að treysta mér og gefa mér þetta tækifæri,“ segir Allsop. Allsop í leik með Leyton Orient 2012.vísir/getty Gafst ekki upp Leyton Orient, sem spilaði í C-deildinni á Englandi tímabilið 2012/2013, fékk veður af hinum þá tvítuga Allsop og hvernig hann var að standa sig á Íslandi. Allsop hvarf af landi brott eftir stutta dvöl og spilaði 20 leiki með Leyton fyrir jól áður en Bournemouth fékk hann á frjálsri sölu í janúar 2013. Þar hélt hann áfram að spila og kláraði tímabilið með liðinu sem hann er samningsbundinn nú. Allsop hjálpaði Bournemouth að komast úr C-deildinni og upp í B-deildina en eftir að spila 12 af fyrstu 13 leikjum liðsins tímabilið 2013/2014 missti hann sæti sitt og var lánaður til Coventry. „Við byrjuðum illa sem lið það tímabilið. Það var stórt skref fyrir liðið að fara upp um deild og það tók okkur tíma að aðlagast. Það voru tvær ástæður fyrir að ég missti sætið mitt; ég var ekki að spila nógu vel og svo fékk ég virkilega háan hita sem hélt mér frá æfingum og leikjum í átta vikur. Bournemouth fékk annan markvörð inn þannig að ég gat ekki fengið sætið mitt aftur,“ segir Allsop sem gafst ekki upp og stóð sig vel með Coventry. „Ég var bara ánægður með fara á láni. Ég var ekki að spila hjá Bournemouth þannig ég þurfti að komast eitthvað annað. Það besta fyrir minn feril á þessum tíma var að spila reglulega,“ segir Allsop. Allsop leyfir sér að dreyma um landsliðssæti í framtíðinni.vísir/getty Landsliðið draumurinnAllsop var ekki sendur á láni þetta tímabilið þrátt fyrir að hefja leiktíðina sem þriðji markvörður. „Ég skrifaði undir nýjan samning við Bournemouth og vildi berjast um að koma mér ofar í goggunarröðunina. Í fótbolta getur allt gerst þannig að maður getur alltaf fengið tækifæri,“ segir Allsop en það sannaðist á laugardaginn. En hver er framtíðin, býst hann við að standa á milli stanga Bournemouth um næstu helgi og og jafnvel lengur? „Hver veit? Hlutirnir breytast svo fljótt í fótboltanum þannig að maður verður bara að takast á við það sem kemur upp. Auðvitað vil ég spila í úrvalsdeildinni eins lengi og ég get. Við sjáum til hvað gerist í þessari viku,“ segir Allsop. Markvörðurinn ungi á mikið eftir á sínum ferli. Hann er fullur sjálfstrausts og segir stóra drauminn vera að spila fyrir enska landsliðið. „Ég hef alltaf haft mikla trú á mínum hæfileikum. Þetta snýst um að nýta tækifærið. Það væri draumur að fá að spila fyrir sína þjóð. Það er eitthvað sem alla dreymir um að gera,“ segir Ryan Allsop.
Enski boltinn Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann Sjá meira