48 klukkustundum frá stríði í Sýrlandi? Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. nóvember 2015 22:38 Munu Bretar bætast í hóp þjóða sem varpa sprengjum á Sýrlendinga? Vísir/EPA David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í dag að neðri deild þingsins muni kjósa á miðvikudag um hvort Bretar taki þátt í loftárásum gegn meðlimum Íslamska ríkisins í Sýrlandi. Bretar hafa til þessa varpað sprengjum í Írak og óskar Cameron eftir því að umboðið verði aukið – „til að svara kalli vinaþjóða okkar og vinnum með þeim því Íslamska ríkið er ógn við land okkar og það er það rétta í stöðunni,“ lét hann hafa eftir sér. Forsætisráðherrann ákvað að ganga til kosninga í kjölfar ákvörðunar Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins, um að leyfa þingmönnum sínum að kjósa eftir eigin sannfæringu í málinu. Cameron segir að hann finni fyrir auknum stuðningi við loftárásir í þingsalnum og að þær séu það rétta í stöðunni – þegar hagsmunir bresku þjóðarinnar eru hafðir að leiðarljósi. Corbyn mótmælti ákvörðun Camerons í dag á þeim forsendum að kosningar færu fram eftir einungis eins dags umræður í þinginu. Hann hefði heldur viljað að þær stæðu yfir í tvo daga í ljósi þess að það væri farið „að kvarnast úr“ málflutningi forsætisráðherrans sem ætti að „hætta að ana út í stríð.“ Cameron vísaði þessari gangrýni á bug og sagði að umræðurnar yrðu yfirgripsmiklar. „Við munum sjá til þess að jafn margar spurningar um málið og hefðu verið bornar upp á tveimur dögum rati í eins dags umræður,“ sagði forsætisráðherrann. „Ég vil að þingmenn einbeiti sér að fullu, flytji ræður, komi með athugasemdir, spyrji spurninga og grandskoði málflutning ríkisstjórnarinnar,“ bætti Cameron við. Hann hefur áður sagt að hann myndi ekki fara fram á slíka atkvæðagreiðslu í þinginu ef það væri ekki fyrir þá staðföstu trú hans að hann myndi sigra kosninguna. Þó er nokkur andstaða við aukinn stríðsrekstur í röðum hans eigin röðum, það er meðal þingmanna Íhaldsflokksins, og þvi er ljóst að hann þarf að reiða sig á stuðning annarra flokka svo sigurinn hafist. Þann stuðning ætlar Cameron sér að sækja til Verkamannaflokksins eftir að forystusveit flokksins ákvað að leyfa þingmönnum hans að kjósa eftir eigin sannfæringu – þrátt fyrir að leiðtogi Verkamannaflokksins, fyrrnefndur Corbyn, sé mikill andstæðingur hvers kyns hernarðarbrölts. Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í dag að neðri deild þingsins muni kjósa á miðvikudag um hvort Bretar taki þátt í loftárásum gegn meðlimum Íslamska ríkisins í Sýrlandi. Bretar hafa til þessa varpað sprengjum í Írak og óskar Cameron eftir því að umboðið verði aukið – „til að svara kalli vinaþjóða okkar og vinnum með þeim því Íslamska ríkið er ógn við land okkar og það er það rétta í stöðunni,“ lét hann hafa eftir sér. Forsætisráðherrann ákvað að ganga til kosninga í kjölfar ákvörðunar Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins, um að leyfa þingmönnum sínum að kjósa eftir eigin sannfæringu í málinu. Cameron segir að hann finni fyrir auknum stuðningi við loftárásir í þingsalnum og að þær séu það rétta í stöðunni – þegar hagsmunir bresku þjóðarinnar eru hafðir að leiðarljósi. Corbyn mótmælti ákvörðun Camerons í dag á þeim forsendum að kosningar færu fram eftir einungis eins dags umræður í þinginu. Hann hefði heldur viljað að þær stæðu yfir í tvo daga í ljósi þess að það væri farið „að kvarnast úr“ málflutningi forsætisráðherrans sem ætti að „hætta að ana út í stríð.“ Cameron vísaði þessari gangrýni á bug og sagði að umræðurnar yrðu yfirgripsmiklar. „Við munum sjá til þess að jafn margar spurningar um málið og hefðu verið bornar upp á tveimur dögum rati í eins dags umræður,“ sagði forsætisráðherrann. „Ég vil að þingmenn einbeiti sér að fullu, flytji ræður, komi með athugasemdir, spyrji spurninga og grandskoði málflutning ríkisstjórnarinnar,“ bætti Cameron við. Hann hefur áður sagt að hann myndi ekki fara fram á slíka atkvæðagreiðslu í þinginu ef það væri ekki fyrir þá staðföstu trú hans að hann myndi sigra kosninguna. Þó er nokkur andstaða við aukinn stríðsrekstur í röðum hans eigin röðum, það er meðal þingmanna Íhaldsflokksins, og þvi er ljóst að hann þarf að reiða sig á stuðning annarra flokka svo sigurinn hafist. Þann stuðning ætlar Cameron sér að sækja til Verkamannaflokksins eftir að forystusveit flokksins ákvað að leyfa þingmönnum hans að kjósa eftir eigin sannfæringu – þrátt fyrir að leiðtogi Verkamannaflokksins, fyrrnefndur Corbyn, sé mikill andstæðingur hvers kyns hernarðarbrölts.
Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira