Ofsaveður og vegalokanir á Suðurlandi í dag Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. febrúar 2019 08:47 Búist er við því að veðrið nái hámarki um klukkan 19. Hér má sjá vindaspá Veðurstofunnar fyrir þann tíma. Skjáskot/veðurstofan Gert er ráð fyrir vonskuveðri á sunnanverðu landinu í dag en appelsínugul viðvörun Veðurstofu er í gildi fyrir Suðurland frá því klukkan 15. Þá má búast við því að einhverjum vegum verði lokað upp úr hádegi. Hlánað hefur það sem af er morgni og eru því minni líkur á skafrenningi sunnantil. Í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands kemur fram að í dag hvessi jafnt og þétt á landinu þar til seinnipartinn. Almennt verður vindur um 15-23 m/s en staðbundinn 20-28 m/s og hviður við fjöll yfir 40 m/s um landið sunnanvert. Þá er appelsínugul viðvörun Veðurstofu í gildi á Suðurlandi og gul viðvörun á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Suðausturlandi og Miðhálendi.Bleytan berst við vindinn Snjór þekur meira og minna allt landið og er hann frekar léttur svo ekki þarf mikið til þess að mynda skafrenning. Þó er farið að blotna í efsta laginu á láglendi sunnantil. „[…] og því er ekki útséð hvort blotinn nær að binda snjóinn nægilega til að draga úr eða hindra skafrenning eða hvort vindurinn hafi vinninginn. Oft er þetta bara örfárra sentimetra blotalag efst og undir lúrir frosinn og léttur snjórinn og ef vindurinn nær í hann getur orðið verulega blint. Á heiðum hins vegar verður hlýnunin það lítil að þar mun skafa hressilega,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Þá getur orðið verulega hált þar sem yfirborð vega og stíga hlánar og því er vert að gæta fóta sinna. Vegalokanir í kortunum Á vef Vegagerðarinnar segir að veðrið nái hámarki um klukkan 19 en lægi um miðnætti. Þá má búast við því að einhverjum vegum verði lokað eða þeir ófærir í dag og jafnvel fram á morgundaginn. Gert er ráð fyrir því að veginum á milli Hvolsvallar og Víkur verði lokað frá klukkan 12 á hádegi og fram á morgundaginn. Þá má einnig gera ráð fyrir því að veginum um Skeiðarársand og Öræfi verði lokað frá klukkan 16 og einnig lokað þangað til á morgun. Þó ber að athuga að ofantaldar lokanir eru aðeins áætlun og mun allt ráðast af því hvernig veðrið þróast, að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Veður Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Gert er ráð fyrir vonskuveðri á sunnanverðu landinu í dag en appelsínugul viðvörun Veðurstofu er í gildi fyrir Suðurland frá því klukkan 15. Þá má búast við því að einhverjum vegum verði lokað upp úr hádegi. Hlánað hefur það sem af er morgni og eru því minni líkur á skafrenningi sunnantil. Í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands kemur fram að í dag hvessi jafnt og þétt á landinu þar til seinnipartinn. Almennt verður vindur um 15-23 m/s en staðbundinn 20-28 m/s og hviður við fjöll yfir 40 m/s um landið sunnanvert. Þá er appelsínugul viðvörun Veðurstofu í gildi á Suðurlandi og gul viðvörun á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Suðausturlandi og Miðhálendi.Bleytan berst við vindinn Snjór þekur meira og minna allt landið og er hann frekar léttur svo ekki þarf mikið til þess að mynda skafrenning. Þó er farið að blotna í efsta laginu á láglendi sunnantil. „[…] og því er ekki útséð hvort blotinn nær að binda snjóinn nægilega til að draga úr eða hindra skafrenning eða hvort vindurinn hafi vinninginn. Oft er þetta bara örfárra sentimetra blotalag efst og undir lúrir frosinn og léttur snjórinn og ef vindurinn nær í hann getur orðið verulega blint. Á heiðum hins vegar verður hlýnunin það lítil að þar mun skafa hressilega,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Þá getur orðið verulega hált þar sem yfirborð vega og stíga hlánar og því er vert að gæta fóta sinna. Vegalokanir í kortunum Á vef Vegagerðarinnar segir að veðrið nái hámarki um klukkan 19 en lægi um miðnætti. Þá má búast við því að einhverjum vegum verði lokað eða þeir ófærir í dag og jafnvel fram á morgundaginn. Gert er ráð fyrir því að veginum á milli Hvolsvallar og Víkur verði lokað frá klukkan 12 á hádegi og fram á morgundaginn. Þá má einnig gera ráð fyrir því að veginum um Skeiðarársand og Öræfi verði lokað frá klukkan 16 og einnig lokað þangað til á morgun. Þó ber að athuga að ofantaldar lokanir eru aðeins áætlun og mun allt ráðast af því hvernig veðrið þróast, að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar.
Veður Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira