Hvað eru tafa- og mengunargjöld? Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. maí 2019 20:00 Reykjavíkurborg íhugar nú að feta í græn fótspor annarra stórborga sem hafa tekið upp margvíslega gjaldheimtu til að stýra og takmarka bílaumferð. Önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafa kallað eftir slíkum gjöldum sem formaður skipulagsráðs borgarinnar segir hafa gefið góða raun erlendis. Þau dragi ekki aðeins úr mengun heldur séu jafnframt öflugur tekjustofn fyrir sveitarfélög. Talið er að loftmengun beri ábyrgð á 80 ótímabærum dauðsföllum á Íslandi á ári hverju. Stjórnvöld leita því allra leiða til að draga úr mengun og hafa þau meðal annars horft til erlendra stórborga i þeim efnum, sem margar hverjar eru farnar að innheimta svoköllu tafa- og mengunargjöld til að draga úr bílaumferð. Reykjavíkurborg, sem og önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, skoðar nú að hefja slíka gjaldtöku - en hvernig virka tafa- og mengunargjöld og hvernig eru þau innheimt? „Tafagjöld eru hugsuð á þeim stöðum þar sem verða miklar umferðarteppur, sem við þekkjum alveg ágætlega á höfuðborgarsvæðinu á álagstímum,“ segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur.Sigurborg Ósk Haraldsdóttir er borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar.FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓRTafagjöldin eru innheimt með rafrænum hætti og er hægt að stýra þeim eftir umferðarþunga og tíma dags. Þannig væri hægt að innheimta tafagjald á umferðarþungum stofnbrautum á morgnanna og síðdegis, en sleppa þeim alfarið þegar umferð er alla jafa minni. „Það hefur sýnt sig að þetta hefur bein áhrif á hegðun ökumanna, þ.e. að þeir eru mun líklegri til að breyta um fararmáta. Það er það sem við viljum,“ segir Sigurborg. „Við þurfum að fá breyttar ferðavenjur og breyta fararmátum, ekki bara út af áhrifum mengunar á loftgæðin heldur líka einfaldlega vegna loftslagsbreytinga. Við vitum að við verðum að minnka bílaumferð.“ Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa lýst yfir áhuga á að innheimta tafagjöld, ekki aðeins til þess að stýra umferð heldur sjá þau gjöldin fyrir sér sem öflugan tekjustofn sem nota megi til að liðka fyrir samgöngubótum. Mengunargjöld geti jafnframt gegnt sama hlutverki. „Menungargjöld hafa bein áhrif á það hvaða orkugjafa ökumaðurinn notar. Þeir sem aka ökutækjum sem menga meira yrðu þannig rukkaðir meira,“ segir Sigurborg og bætir við að þau ökutæki sem menga minna, eins og rafmagnsbílar, myndu að sama skapi bera lítil sem engin mengunargjöld. Reykjavík Samgöngur Umhverfismál Tengdar fréttir Lagt til að takmarka eða banna umferð á „gráum dögum“ Sveitarfélögum og Vegagerðinni verður heimilt að takmarka eða banna umferð um stundarsakir á tilteknum vegi eða svæði þegar mengun fer yfir heilsuverndarmörk eða þegar hætta er talin á að slíkt geti gerst ef frumvarp að umferðarlögum sem nú liggur fyrir Alþingi verður samþykkt. 5. mars 2019 13:45 Borgarstjóri innblásinn eftir heimsókn til bíllausrar miðborgar Oslóar Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, virðist afar ánægður með heimsókn borgarfulltrúa í Reykjavík til Osló, höfuðborgar Noregs. Þar voru þeir viðstaddir ráðstefnu um borgarskipulag. 22. maí 2019 15:31 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður Sjá meira
Reykjavíkurborg íhugar nú að feta í græn fótspor annarra stórborga sem hafa tekið upp margvíslega gjaldheimtu til að stýra og takmarka bílaumferð. Önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafa kallað eftir slíkum gjöldum sem formaður skipulagsráðs borgarinnar segir hafa gefið góða raun erlendis. Þau dragi ekki aðeins úr mengun heldur séu jafnframt öflugur tekjustofn fyrir sveitarfélög. Talið er að loftmengun beri ábyrgð á 80 ótímabærum dauðsföllum á Íslandi á ári hverju. Stjórnvöld leita því allra leiða til að draga úr mengun og hafa þau meðal annars horft til erlendra stórborga i þeim efnum, sem margar hverjar eru farnar að innheimta svoköllu tafa- og mengunargjöld til að draga úr bílaumferð. Reykjavíkurborg, sem og önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, skoðar nú að hefja slíka gjaldtöku - en hvernig virka tafa- og mengunargjöld og hvernig eru þau innheimt? „Tafagjöld eru hugsuð á þeim stöðum þar sem verða miklar umferðarteppur, sem við þekkjum alveg ágætlega á höfuðborgarsvæðinu á álagstímum,“ segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur.Sigurborg Ósk Haraldsdóttir er borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar.FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓRTafagjöldin eru innheimt með rafrænum hætti og er hægt að stýra þeim eftir umferðarþunga og tíma dags. Þannig væri hægt að innheimta tafagjald á umferðarþungum stofnbrautum á morgnanna og síðdegis, en sleppa þeim alfarið þegar umferð er alla jafa minni. „Það hefur sýnt sig að þetta hefur bein áhrif á hegðun ökumanna, þ.e. að þeir eru mun líklegri til að breyta um fararmáta. Það er það sem við viljum,“ segir Sigurborg. „Við þurfum að fá breyttar ferðavenjur og breyta fararmátum, ekki bara út af áhrifum mengunar á loftgæðin heldur líka einfaldlega vegna loftslagsbreytinga. Við vitum að við verðum að minnka bílaumferð.“ Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa lýst yfir áhuga á að innheimta tafagjöld, ekki aðeins til þess að stýra umferð heldur sjá þau gjöldin fyrir sér sem öflugan tekjustofn sem nota megi til að liðka fyrir samgöngubótum. Mengunargjöld geti jafnframt gegnt sama hlutverki. „Menungargjöld hafa bein áhrif á það hvaða orkugjafa ökumaðurinn notar. Þeir sem aka ökutækjum sem menga meira yrðu þannig rukkaðir meira,“ segir Sigurborg og bætir við að þau ökutæki sem menga minna, eins og rafmagnsbílar, myndu að sama skapi bera lítil sem engin mengunargjöld.
Reykjavík Samgöngur Umhverfismál Tengdar fréttir Lagt til að takmarka eða banna umferð á „gráum dögum“ Sveitarfélögum og Vegagerðinni verður heimilt að takmarka eða banna umferð um stundarsakir á tilteknum vegi eða svæði þegar mengun fer yfir heilsuverndarmörk eða þegar hætta er talin á að slíkt geti gerst ef frumvarp að umferðarlögum sem nú liggur fyrir Alþingi verður samþykkt. 5. mars 2019 13:45 Borgarstjóri innblásinn eftir heimsókn til bíllausrar miðborgar Oslóar Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, virðist afar ánægður með heimsókn borgarfulltrúa í Reykjavík til Osló, höfuðborgar Noregs. Þar voru þeir viðstaddir ráðstefnu um borgarskipulag. 22. maí 2019 15:31 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður Sjá meira
Lagt til að takmarka eða banna umferð á „gráum dögum“ Sveitarfélögum og Vegagerðinni verður heimilt að takmarka eða banna umferð um stundarsakir á tilteknum vegi eða svæði þegar mengun fer yfir heilsuverndarmörk eða þegar hætta er talin á að slíkt geti gerst ef frumvarp að umferðarlögum sem nú liggur fyrir Alþingi verður samþykkt. 5. mars 2019 13:45
Borgarstjóri innblásinn eftir heimsókn til bíllausrar miðborgar Oslóar Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, virðist afar ánægður með heimsókn borgarfulltrúa í Reykjavík til Osló, höfuðborgar Noregs. Þar voru þeir viðstaddir ráðstefnu um borgarskipulag. 22. maí 2019 15:31