Fótbolti

Franska tímabilið er dautt en ekki Meistaradeildardraumur PSG

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kylian Mbappe og Thiago Silva fagna marki Paris Saint-Germain. Félagið hefur eytt stjarnfræðilegum peningi í það að búa til lið sem getur náð langt í Meistaradeildinni.
Kylian Mbappe og Thiago Silva fagna marki Paris Saint-Germain. Félagið hefur eytt stjarnfræðilegum peningi í það að búa til lið sem getur náð langt í Meistaradeildinni. Getty/Xavier Laine

Paris Saint Germain ætlar sér að klára tímabilið í Meistaradeildinni þótt að tímabilið í frönsku deildinni hafi verið flautað af í gær.

Franska deildin 2019-20 verður aldrei kláruð en næstu leikir í henni fara fram í ágúst og verða þá hluti af 2020-21 tímabilinu.

Franska knattspyrnusambandið varð að taka þessa ákvörðun eftir að frönsk stjórnvöld bönnuðu í gær alla íþróttaviðburði fram í ágúst.

Paris Saint-Germain er eitt af fjórum liðum sem voru búin að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar en PSG sló Borussia Dortmund út úr sextán liða úrslitunum.

Paris Saint Germain hefur beðið lengi eftir árangri í Meistaradeildinni en komst loksins í gegnum sextán liða úrslitin í ár.

Nasser Al-Khelaifi, forseti Paris Saint Germain, er ekki tilbúinn að gefa frá sér sætið þrátt fyrir ástandsins heima í Frakklandi og liðið mun leita allra leið til að leikir liðsins í Meistaradeildinni fari fram í sumar.

„Ef það er ekki möguleiki fyrir okkur að spila heimaleiki okkar í Frakklandi þá munu við spila leikina utan Frakklands,“ sagði Nasser Al-Khelaifi, forseti PSG, eftir að hafa fengið fréttirnar um frönsku deildina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×