Misánægð með nýja sendiherrann Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 22. ágúst 2018 06:00 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/AP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilnefndi í gær Jeffrey Ross Gunter í embætti sendiherra á Íslandi. Gunter er einn leiðtoga samtaka gyðinga í Repúblikanaflokknum og húðsjúkdómalæknir frá Kaliforníu. Hann var jafnframt örlátur í garð framboðs Trumps árið 2016 og sat að auki í fjármálanefnd undirbúningsteymis hans eftir kosningarnar áður en Trump var settur í embætti. Gunter á eftir að mæta fyrir nefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings þar sem hann verður væntanlega spurður spjörunum úr. Þekking hans á Íslandi og skoðanir á sambandi Íslands og Bandaríkjanna verða þar í forgrunni.Gunter starfar sem húðlæknir.Mynd/TwitterSem læknir er Gunter misvinsæll, ef marka má umsagnavefinn Yelp og heilbrigðismálaþjónustu U.S. News. Meðaleinkunn Gunters á Yelp er 1,5 stjarna af fimm og hefur 21 sagt skoðun sína á honum. Ron M. sagði til að mynda að Gunter væri alveg sama um sjúklinga sína, af heimsókn sinni að dæma. Starfsfólk hans hafi hagað sér ófagmannlega og gaf Gunter eina stjörnu. Samantha C. var ekki sammála. Sagði reynslu sína frábæra og Gunter afar fróðan, gaf honum fimm stjörnur. U.S. News birtir samantektir um lækna og í umfjöllun um Gunter fær hann tvö stig af fimm. Byggist sú einkunnargjöf á reynslu 55 sjúklinga. Þessa einkunn fékk hann í öllum flokkum. Þeir eru hversu ítarlegar læknisskoðanir hans eru, hversu miklum tíma hann ver með sjúklingum, ánægja sjúklinga með árangur hans og almennt orðspor. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Tengdar fréttir Trump búinn að útnefna nýjan sendiherra á Íslandi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, útnefnt Dr. Jeffrey Ross Gunter sem nýjan sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Sendiráð Bandaríkjanna hér á landi hefur verið sendiherralaust í um eitt og hálft ár. 21. ágúst 2018 16:01 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilnefndi í gær Jeffrey Ross Gunter í embætti sendiherra á Íslandi. Gunter er einn leiðtoga samtaka gyðinga í Repúblikanaflokknum og húðsjúkdómalæknir frá Kaliforníu. Hann var jafnframt örlátur í garð framboðs Trumps árið 2016 og sat að auki í fjármálanefnd undirbúningsteymis hans eftir kosningarnar áður en Trump var settur í embætti. Gunter á eftir að mæta fyrir nefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings þar sem hann verður væntanlega spurður spjörunum úr. Þekking hans á Íslandi og skoðanir á sambandi Íslands og Bandaríkjanna verða þar í forgrunni.Gunter starfar sem húðlæknir.Mynd/TwitterSem læknir er Gunter misvinsæll, ef marka má umsagnavefinn Yelp og heilbrigðismálaþjónustu U.S. News. Meðaleinkunn Gunters á Yelp er 1,5 stjarna af fimm og hefur 21 sagt skoðun sína á honum. Ron M. sagði til að mynda að Gunter væri alveg sama um sjúklinga sína, af heimsókn sinni að dæma. Starfsfólk hans hafi hagað sér ófagmannlega og gaf Gunter eina stjörnu. Samantha C. var ekki sammála. Sagði reynslu sína frábæra og Gunter afar fróðan, gaf honum fimm stjörnur. U.S. News birtir samantektir um lækna og í umfjöllun um Gunter fær hann tvö stig af fimm. Byggist sú einkunnargjöf á reynslu 55 sjúklinga. Þessa einkunn fékk hann í öllum flokkum. Þeir eru hversu ítarlegar læknisskoðanir hans eru, hversu miklum tíma hann ver með sjúklingum, ánægja sjúklinga með árangur hans og almennt orðspor.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Tengdar fréttir Trump búinn að útnefna nýjan sendiherra á Íslandi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, útnefnt Dr. Jeffrey Ross Gunter sem nýjan sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Sendiráð Bandaríkjanna hér á landi hefur verið sendiherralaust í um eitt og hálft ár. 21. ágúst 2018 16:01 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Trump búinn að útnefna nýjan sendiherra á Íslandi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, útnefnt Dr. Jeffrey Ross Gunter sem nýjan sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Sendiráð Bandaríkjanna hér á landi hefur verið sendiherralaust í um eitt og hálft ár. 21. ágúst 2018 16:01