Viðurkennir að hafa vitað af greiðslunum til kvennanna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. ágúst 2018 20:52 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist ekki hafa vitað af greiðslunum fyrr en seinna. Vísir/AP Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sagði í einkaviðtali hjá Fox News að hann hafi vitað að Michael Cohen, fyrrverandi lögfræðingur sinn, hefði greitt tveimur konum fyrir að þegja um samband sitt en tekur fram að hann hafi komist að því eftir að búið var að ganga frá samkomulaginu. „Ég komst að þessu síðar meir,“ segir Trump. Hann segir að það sé algjört lykilatriði að peningurinn hafi ekki komið úr kosningasjóði hans og því hafi ekki verið um að ræða brot á kosningalögum af hans hálfu. Í gær játaði Michael Cohen að vera sekur um umfangsmikil skatt-og fjársvik og brot á kosningalögum. Hann hafi greitt Stormy Daniels og Karen McDougal samtals 280 þúsund bandaríkjadali til að þagga niður í þeim því hann hefði talið að frásagnir þeirra myndu hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016.Watch the latest video at foxnews.comVitnisburður Cohens frá því í gær stangast á við þau orð sem Trump lét falla í viðtali hjá Fox News því Cohen var ómyrkur í máli þegar hann sagði Trump hafa fyrirskipað þagnargreiðslurnar. Trump segir að sín fyrstu viðbrögð, þegar Cohen á að hafa sagt honum frá greiðslunum, hafi verið að spyrja hvort greiðslurnar hafi komið úr kosningasjóði. Það hafi verið léttir þegar hann hafi komist að því að svo hefði ekki verið. „Þetta er ekki einu sinni brot á kosningalögum,“ segir Trump. Hann segist ekki hafa neitt að fela því hann hefði „tístað“ um fyrirkomulagið í byrjun maí. Í stöðuuppfærslum á Twitter skrifaði hann að slíkt fyrirkomulag væri algengt á meðal þeirra sem frægir væru og ríkir. „Samkomulagið var gert til þess að koma í veg fyrir rangar ásakanir hennar [Stormy Daniels] um ástarsamband“.Mr. Cohen, an attorney, received a monthly retainer, not from the campaign and having nothing to do with the campaign, from which he entered into, through reimbursement, a private contract between two parties, known as a non-disclosure agreement, or NDA. These agreements are.....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 3, 2018 ...very common among celebrities and people of wealth. In this case it is in full force and effect and will be used in Arbitration for damages against Ms. Clifford (Daniels). The agreement was used to stop the false and extortionist accusations made by her about an affair,......— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 3, 2018 ...despite already having signed a detailed letter admitting that there was no affair. Prior to its violation by Ms. Clifford and her attorney, this was a private agreement. Money from the campaign, or campaign contributions, played no roll in this transaction.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 3, 2018 Tengdar fréttir Michael Cohen bendlar Trump við fjármálamisferli Í dómsal svaraði hann fyrir ákæruatriðin og samdi um lyktir málsins en Cohen segist hafa farið að fyrirskipunum umbjóðanda síns sem þá hafi verið frambjóðandi til forseta Bandaríkjanna. 21. ágúst 2018 21:30 Ólíklegt að eldfimur vitnisburður Cohen breytti miklu Þrátt fyrir að vitnisburður fyrrverandi lögfræðings Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, muni koma forsetanum illa er ólíklegt að mikið breytist í bandarískum stjórnvöldum á meðan Trump nýtur stuðnings þingmanna Repúblikanaflokksins að mati lektors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. 22. ágúst 2018 19:30 Stutt þungra högga á milli Gærdagurinn var vægast sagt ekki góður fyrir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 22. ágúst 2018 12:30 Cohen játar sök Michael Cohen, sem um langt skeið var lögfræðingur Donalds Trumps, Bandaríkjaforseta, hefur játað að vera sekur um umfangsmikil fjár-og skattsvik. 21. ágúst 2018 20:01 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Fleiri fréttir Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sagði í einkaviðtali hjá Fox News að hann hafi vitað að Michael Cohen, fyrrverandi lögfræðingur sinn, hefði greitt tveimur konum fyrir að þegja um samband sitt en tekur fram að hann hafi komist að því eftir að búið var að ganga frá samkomulaginu. „Ég komst að þessu síðar meir,“ segir Trump. Hann segir að það sé algjört lykilatriði að peningurinn hafi ekki komið úr kosningasjóði hans og því hafi ekki verið um að ræða brot á kosningalögum af hans hálfu. Í gær játaði Michael Cohen að vera sekur um umfangsmikil skatt-og fjársvik og brot á kosningalögum. Hann hafi greitt Stormy Daniels og Karen McDougal samtals 280 þúsund bandaríkjadali til að þagga niður í þeim því hann hefði talið að frásagnir þeirra myndu hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016.Watch the latest video at foxnews.comVitnisburður Cohens frá því í gær stangast á við þau orð sem Trump lét falla í viðtali hjá Fox News því Cohen var ómyrkur í máli þegar hann sagði Trump hafa fyrirskipað þagnargreiðslurnar. Trump segir að sín fyrstu viðbrögð, þegar Cohen á að hafa sagt honum frá greiðslunum, hafi verið að spyrja hvort greiðslurnar hafi komið úr kosningasjóði. Það hafi verið léttir þegar hann hafi komist að því að svo hefði ekki verið. „Þetta er ekki einu sinni brot á kosningalögum,“ segir Trump. Hann segist ekki hafa neitt að fela því hann hefði „tístað“ um fyrirkomulagið í byrjun maí. Í stöðuuppfærslum á Twitter skrifaði hann að slíkt fyrirkomulag væri algengt á meðal þeirra sem frægir væru og ríkir. „Samkomulagið var gert til þess að koma í veg fyrir rangar ásakanir hennar [Stormy Daniels] um ástarsamband“.Mr. Cohen, an attorney, received a monthly retainer, not from the campaign and having nothing to do with the campaign, from which he entered into, through reimbursement, a private contract between two parties, known as a non-disclosure agreement, or NDA. These agreements are.....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 3, 2018 ...very common among celebrities and people of wealth. In this case it is in full force and effect and will be used in Arbitration for damages against Ms. Clifford (Daniels). The agreement was used to stop the false and extortionist accusations made by her about an affair,......— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 3, 2018 ...despite already having signed a detailed letter admitting that there was no affair. Prior to its violation by Ms. Clifford and her attorney, this was a private agreement. Money from the campaign, or campaign contributions, played no roll in this transaction.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 3, 2018
Tengdar fréttir Michael Cohen bendlar Trump við fjármálamisferli Í dómsal svaraði hann fyrir ákæruatriðin og samdi um lyktir málsins en Cohen segist hafa farið að fyrirskipunum umbjóðanda síns sem þá hafi verið frambjóðandi til forseta Bandaríkjanna. 21. ágúst 2018 21:30 Ólíklegt að eldfimur vitnisburður Cohen breytti miklu Þrátt fyrir að vitnisburður fyrrverandi lögfræðings Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, muni koma forsetanum illa er ólíklegt að mikið breytist í bandarískum stjórnvöldum á meðan Trump nýtur stuðnings þingmanna Repúblikanaflokksins að mati lektors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. 22. ágúst 2018 19:30 Stutt þungra högga á milli Gærdagurinn var vægast sagt ekki góður fyrir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 22. ágúst 2018 12:30 Cohen játar sök Michael Cohen, sem um langt skeið var lögfræðingur Donalds Trumps, Bandaríkjaforseta, hefur játað að vera sekur um umfangsmikil fjár-og skattsvik. 21. ágúst 2018 20:01 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Fleiri fréttir Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Sjá meira
Michael Cohen bendlar Trump við fjármálamisferli Í dómsal svaraði hann fyrir ákæruatriðin og samdi um lyktir málsins en Cohen segist hafa farið að fyrirskipunum umbjóðanda síns sem þá hafi verið frambjóðandi til forseta Bandaríkjanna. 21. ágúst 2018 21:30
Ólíklegt að eldfimur vitnisburður Cohen breytti miklu Þrátt fyrir að vitnisburður fyrrverandi lögfræðings Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, muni koma forsetanum illa er ólíklegt að mikið breytist í bandarískum stjórnvöldum á meðan Trump nýtur stuðnings þingmanna Repúblikanaflokksins að mati lektors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. 22. ágúst 2018 19:30
Stutt þungra högga á milli Gærdagurinn var vægast sagt ekki góður fyrir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 22. ágúst 2018 12:30
Cohen játar sök Michael Cohen, sem um langt skeið var lögfræðingur Donalds Trumps, Bandaríkjaforseta, hefur játað að vera sekur um umfangsmikil fjár-og skattsvik. 21. ágúst 2018 20:01