Misstu aleiguna og hundinn í bruna út frá spjaldtölvu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 22. ágúst 2018 20:00 Fjölskylda á Akranesi missti aleiguna og hundinn sinn þegar eldur kviknaði út frá spjaldtölvu sem ofhitnaði í sófa á heimilinu. Slökkviliðsmaður segir mikilvægt að geyma tækin á hörðu yfirborði. Húsið var mannlaust þegar eldurinn kom upp hinn 29. júní síðastliðinn en íbúar voru á heimleið úr afmælisveislu í Reykjavík þegar símtalið barst. „Okkur var sagt að það væri kviknað í húsinu okkar og að slökkviliðið væri að reyna að komast inn. Eða nágranni var reyndar að reyna að komast inn en var ekki með lykil," segir Jóhanna Kristín Þorsteinsdóttir. Fjölskyldan missti aleiguna í brunanum og að sögn slökkviliðs mátti litlu muna að húsið brynni til grunna. Þá voru gæludýr fjölskyldunnar læst inni þegar eldurinn kom upp. „Þarna var hundurinn okkar og kanínan sem við vorum að passa og gullfiskarnir. Það var gert allt til að reyna bjarga hundinum en það gekk ekki," segir Jóhanna.Spjaldtölvan ofhitnaði í sófanum.Rannsókn leiddi í ljós að eldsupptökin voru í spjaldtölvu sem hafði fallið á milli sessa í stofusófanum. Tölvan var ekki í hleðslu en talið er líklegt að hún hafi ofhitnað vegna opinna forrita. „Þegar ekkert loft kemst að tækinu, sem gerist þegar því er stungið undir kodda eða á milli í sófa, þá myndast það mikill hiti að sjálfíkveikja í tækinu verður," segir Snorri Guðmundsson, slökkviliðsmaður og matsmaður eignatjóna hjá VÍS. Samkvæmt upplýsingum frá VÍS er nokkrum sinnum á ári tilkynnt um bruna af völdum snjalltækja og hjá TM er skráð eitt tjón þar sem eldur kviknaði út frá snjallsíma sem ofhitnaði undir sæng. „Þetta er inni á hverju einasta heimili. Jafnvel mörg svona tæki og það er unga fólkið sem er aðallega með þetta, krakkar og unglingar. Maður getur hreinlega aldrei farið of varlega með þessi tæki. Það þarf að hafa þau á stað þar sem loftar um þau að minnsta kosti og hafa hugann við þau á meðan þau eru í hleðslu af því þetta getur hitnað," segir Snorri Tryggingar Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Fleiri fréttir Sendu inn tilnefningu til manns ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Sjá meira
Fjölskylda á Akranesi missti aleiguna og hundinn sinn þegar eldur kviknaði út frá spjaldtölvu sem ofhitnaði í sófa á heimilinu. Slökkviliðsmaður segir mikilvægt að geyma tækin á hörðu yfirborði. Húsið var mannlaust þegar eldurinn kom upp hinn 29. júní síðastliðinn en íbúar voru á heimleið úr afmælisveislu í Reykjavík þegar símtalið barst. „Okkur var sagt að það væri kviknað í húsinu okkar og að slökkviliðið væri að reyna að komast inn. Eða nágranni var reyndar að reyna að komast inn en var ekki með lykil," segir Jóhanna Kristín Þorsteinsdóttir. Fjölskyldan missti aleiguna í brunanum og að sögn slökkviliðs mátti litlu muna að húsið brynni til grunna. Þá voru gæludýr fjölskyldunnar læst inni þegar eldurinn kom upp. „Þarna var hundurinn okkar og kanínan sem við vorum að passa og gullfiskarnir. Það var gert allt til að reyna bjarga hundinum en það gekk ekki," segir Jóhanna.Spjaldtölvan ofhitnaði í sófanum.Rannsókn leiddi í ljós að eldsupptökin voru í spjaldtölvu sem hafði fallið á milli sessa í stofusófanum. Tölvan var ekki í hleðslu en talið er líklegt að hún hafi ofhitnað vegna opinna forrita. „Þegar ekkert loft kemst að tækinu, sem gerist þegar því er stungið undir kodda eða á milli í sófa, þá myndast það mikill hiti að sjálfíkveikja í tækinu verður," segir Snorri Guðmundsson, slökkviliðsmaður og matsmaður eignatjóna hjá VÍS. Samkvæmt upplýsingum frá VÍS er nokkrum sinnum á ári tilkynnt um bruna af völdum snjalltækja og hjá TM er skráð eitt tjón þar sem eldur kviknaði út frá snjallsíma sem ofhitnaði undir sæng. „Þetta er inni á hverju einasta heimili. Jafnvel mörg svona tæki og það er unga fólkið sem er aðallega með þetta, krakkar og unglingar. Maður getur hreinlega aldrei farið of varlega með þessi tæki. Það þarf að hafa þau á stað þar sem loftar um þau að minnsta kosti og hafa hugann við þau á meðan þau eru í hleðslu af því þetta getur hitnað," segir Snorri
Tryggingar Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Fleiri fréttir Sendu inn tilnefningu til manns ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Sjá meira