Ráða sig í vinnu en mæta ekki til starfa Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 22. ágúst 2018 19:30 Þótt betur hafi gengið að manna lausar stöður á leikskólum á höfuðborgarsvæðinu í ár en í fyrra er staðan þó ekki eins og best verður á kosið að sögn formanns Félags stjórnenda leikskóla. Þá hefur nokkuð borið á því að sögn leikskólastjóra að fólk sem hafi verið ráðið til vinnu mæti svo ekki til starfa þegar á reynir. Leikskólar eru flestir hafnir aftur að loknu sumarfríi en líkt og greint var frá í fréttum í gær vantar ennþá fólk til starfa í leikskólum borgarinnar. Í Reykjavík á eftir að ráða fólk í tæp 62 stöðugildi og 128 börn sem hafa fengið vilyrði fyrir leikskólaplássi bíða eftir að komast að. Staðan er nokkuð betri en á sama tíma í fyrra þegar átti eftir að ráða í 120 stöðugildi á leikskólum borgarinnar. Í Kópavogi vantar 27 manns til starfa og 25 börn bíða eftir að hefja leikskólagöngu. Á Seltjarnarnesi vantar sjö starfsmenn og 27 börn sem hafa fengið pláss bíða eftir að geta byrjað, en á Seltjarnarnesi kemur skorturinn meðal annars til vegna stækkunar leikskólans. Í Hafnarfirði hefur tekist að manna allar stöður og í Garðabæ hefur vel gengið að manna og komast öll börn að sem höfðu fengið vilyrði fyrir plássi. Í Mosfellsbæ er útlit fyrir að leikskólar verði fullmannaðir á næstu dögum. Ráða sig á leikskóla en hverfa til annarra starfa Í flestum tilfellum hefur gengið betur að manna lausar stöður en í fyrra en leikskólinn Steinahlíð í Reykjavík er einn þeirra þar sem enn vantar fólk. „Ég var reyndar búinn að manna en svo kannski þegar á reyndi þá bara kom fólk ekki til vinnu. Var komið til annarra starfa eða eitthvað slíkt,“ segir Bergsteinn Þór Sigurðsson, leikskólastjóri á leikskólanum Steinaborg. Þetta hefur komið afar illa við rekstur leikskólans. „Við erum náttúrlega kannski búin að vera að auglýsa eftir fólki og og svo hætti ég að auglýsa eftir fólki því ég tel mig vera búinn að ráða í stöðurnar, en svo bara þegar á reynir stendur maður upp slippur og snauður,“ segir Bergsteinn. Bergsteinn Þór Sigurðsson, leikskólastjóri á leikskólanum Steinahlíð.Vísir/BaldurÁ leikskólanum er hægt að bjóða 53 börnum upp á leikskólapláss en nú eru aðeins 43 börn á leikskólanum en að minnsta kosti einn starfsmann vantar á leikskólann til að hægt sé að fullnýta plássin.Vandinn ekki úr sögunni Þótt betur hafi gengið að manna lausar stöður í leikskólum á höfuðborgarsvæðinu í ár en í fyrra er ástandið þó ekki gott að sögn Sigurðar Sigurjónssonar, formanns stjórnenda leikskóla. Hann segir ástandið í fyrra hafa verið óásættanlegt en horfurnar séu betri nú. Sigurður kveðst bjartsýnni í ár en í fyrra. „Staðan núna er mun betri heldur en á sama tíma í fyrra. Stærstu sveitarfélögin, það hefur gengið vel hjá þeim að manna leikskólana,“ segir Sigurður. Hann segir ýmsa þætti geta skýrt þessa þróun, meðal annars einstaka aðgerðir sveitarfélaganna. „Það er hugsað um skólana og við finnum það alveg, bæði í umræðu hjá fjölmiðlum og umræðu hjá stjórnmálamönnum, að þeim er umhugað að gera betur,“ segir Sigurður. Þótt horfurnar séu betri í ár sé vandinn þó ekki úr sögunni. „Ástandið í fyrra var óásættanleg það að var mjög erfitt ástand í fyrra og virðist vera mun betra núna en þó, það vantar ennþá hvað um 60-70 starfsmenn hérna í Reykjavík til dæmis og foreldrar 120 bíða eftir að fá staðfestingu á að komast inn í leikskólana sem er slæmt. Og við megum ekki halda að ástandið sé orðið gott eða að það sé búið að leysa það, það vantar ennþá starfsfólk,“ segir Sigurður. Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Þótt betur hafi gengið að manna lausar stöður á leikskólum á höfuðborgarsvæðinu í ár en í fyrra er staðan þó ekki eins og best verður á kosið að sögn formanns Félags stjórnenda leikskóla. Þá hefur nokkuð borið á því að sögn leikskólastjóra að fólk sem hafi verið ráðið til vinnu mæti svo ekki til starfa þegar á reynir. Leikskólar eru flestir hafnir aftur að loknu sumarfríi en líkt og greint var frá í fréttum í gær vantar ennþá fólk til starfa í leikskólum borgarinnar. Í Reykjavík á eftir að ráða fólk í tæp 62 stöðugildi og 128 börn sem hafa fengið vilyrði fyrir leikskólaplássi bíða eftir að komast að. Staðan er nokkuð betri en á sama tíma í fyrra þegar átti eftir að ráða í 120 stöðugildi á leikskólum borgarinnar. Í Kópavogi vantar 27 manns til starfa og 25 börn bíða eftir að hefja leikskólagöngu. Á Seltjarnarnesi vantar sjö starfsmenn og 27 börn sem hafa fengið pláss bíða eftir að geta byrjað, en á Seltjarnarnesi kemur skorturinn meðal annars til vegna stækkunar leikskólans. Í Hafnarfirði hefur tekist að manna allar stöður og í Garðabæ hefur vel gengið að manna og komast öll börn að sem höfðu fengið vilyrði fyrir plássi. Í Mosfellsbæ er útlit fyrir að leikskólar verði fullmannaðir á næstu dögum. Ráða sig á leikskóla en hverfa til annarra starfa Í flestum tilfellum hefur gengið betur að manna lausar stöður en í fyrra en leikskólinn Steinahlíð í Reykjavík er einn þeirra þar sem enn vantar fólk. „Ég var reyndar búinn að manna en svo kannski þegar á reyndi þá bara kom fólk ekki til vinnu. Var komið til annarra starfa eða eitthvað slíkt,“ segir Bergsteinn Þór Sigurðsson, leikskólastjóri á leikskólanum Steinaborg. Þetta hefur komið afar illa við rekstur leikskólans. „Við erum náttúrlega kannski búin að vera að auglýsa eftir fólki og og svo hætti ég að auglýsa eftir fólki því ég tel mig vera búinn að ráða í stöðurnar, en svo bara þegar á reynir stendur maður upp slippur og snauður,“ segir Bergsteinn. Bergsteinn Þór Sigurðsson, leikskólastjóri á leikskólanum Steinahlíð.Vísir/BaldurÁ leikskólanum er hægt að bjóða 53 börnum upp á leikskólapláss en nú eru aðeins 43 börn á leikskólanum en að minnsta kosti einn starfsmann vantar á leikskólann til að hægt sé að fullnýta plássin.Vandinn ekki úr sögunni Þótt betur hafi gengið að manna lausar stöður í leikskólum á höfuðborgarsvæðinu í ár en í fyrra er ástandið þó ekki gott að sögn Sigurðar Sigurjónssonar, formanns stjórnenda leikskóla. Hann segir ástandið í fyrra hafa verið óásættanlegt en horfurnar séu betri nú. Sigurður kveðst bjartsýnni í ár en í fyrra. „Staðan núna er mun betri heldur en á sama tíma í fyrra. Stærstu sveitarfélögin, það hefur gengið vel hjá þeim að manna leikskólana,“ segir Sigurður. Hann segir ýmsa þætti geta skýrt þessa þróun, meðal annars einstaka aðgerðir sveitarfélaganna. „Það er hugsað um skólana og við finnum það alveg, bæði í umræðu hjá fjölmiðlum og umræðu hjá stjórnmálamönnum, að þeim er umhugað að gera betur,“ segir Sigurður. Þótt horfurnar séu betri í ár sé vandinn þó ekki úr sögunni. „Ástandið í fyrra var óásættanleg það að var mjög erfitt ástand í fyrra og virðist vera mun betra núna en þó, það vantar ennþá hvað um 60-70 starfsmenn hérna í Reykjavík til dæmis og foreldrar 120 bíða eftir að fá staðfestingu á að komast inn í leikskólana sem er slæmt. Og við megum ekki halda að ástandið sé orðið gott eða að það sé búið að leysa það, það vantar ennþá starfsfólk,“ segir Sigurður.
Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira