CNN segir Íslendinga vera í öfundsverðri stöðu Eiður Þór Árnason skrifar 2. apríl 2020 10:56 Skimun Íslendinga hefur víða vakið athygli. Bandarísku miðlarnir Washington Post og CNN hafa báðir gert skimun Íslendinga fyrir kórónuveirunni að umfjöllunarefni sínu síðastliðinn sólarhring. Þar eru aðgerðir á Íslandi skoðaðar og ástandið hér borið saman við aðstæður í öðrum ríkjum þar sem víða er mjög erfitt að komast í sýnatöku. Í grein Washington Post er það sagt vaxandi áhyggjuefni að fjöldi fólks sem sýkist af veirunni sýni mögulega lítil eða engin einkenni. Sú staðreynd geri yfirvöldum erfiðara fyrir að halda aftur af faraldrinum. Fimm prósent samanborið við 0,34 prósent Í því samhengi eru aðstæður skoðaðar á Íslandi þar sem reynt sé að stuðla að því að hver sem er komist í sýnatöku, jafnvel þó fólk sýni ekki einkenni. Sé litið til tölfræðinnar hafi nú yfir fimm prósent íslensku þjóðarinnar farið í sýnatöku samanborið við um 0,34 prósent Bandaríkjamanna. Nálgun Íslendinga er sögð geta veitt mikilvæga innsýn í dreifingu veirunnar og hjálpað vísindamönnum um heim allan. Í kjölfarið rekur Washington Post viðbrögð íslenskra heilbrigðisyfirvalda við faraldrinum og aðkomu Íslenskrar erfðagreiningar. Um helmingur sagður vera einkennalaus CNN segir að Íslendingar séu nú í öfundsverðri stöðu þar sem víðtæk skimun gefi stjórnvöldum mun skýrari mynd af dreifingu veirunnar í samfélaginu. Haft er eftir Kára Stefánssyni, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, að skimun fyrirtækisins bendi til þess að um helmingur þeirra sem greinist með veiruna séu einkennalausir. Í frétt CNN er það jafnframt rakið hvers vegna stjórnvöld hér hafi ekki farið að fordæmi margra annarra ríkja og sett á einhvers konar útgöngubann. Hefur miðilinn eftir embætti landlæknis að öflug skimun og smitrakning séu lykilástæður þess að slíkar aðgerðir hafi talist óþarfar fram að þessu. Í lokin veltir CNN upp þeirri spurningu hvort að íslenska leiðin gæti reynst vegvísir fyrir önnur ríki. Haft er eftir Kára að gott gengi Íslands hafi ekkert með smæð þjóðarinnar að gera heldur fremur hversu vel undirbúin hún var. Mörg önnur þróuð ríki búi yfir mikilli þekkingu á þessu sviði og hafi getað farið af stað í svipaða skimun fyrir löngu síðan. Þau hafi í stað þess „hagað sér eins og ekkert væri að eiga sér stað.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Fjölmiðlar Íslensk erfðagreining Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Hljóp á sig Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira
Bandarísku miðlarnir Washington Post og CNN hafa báðir gert skimun Íslendinga fyrir kórónuveirunni að umfjöllunarefni sínu síðastliðinn sólarhring. Þar eru aðgerðir á Íslandi skoðaðar og ástandið hér borið saman við aðstæður í öðrum ríkjum þar sem víða er mjög erfitt að komast í sýnatöku. Í grein Washington Post er það sagt vaxandi áhyggjuefni að fjöldi fólks sem sýkist af veirunni sýni mögulega lítil eða engin einkenni. Sú staðreynd geri yfirvöldum erfiðara fyrir að halda aftur af faraldrinum. Fimm prósent samanborið við 0,34 prósent Í því samhengi eru aðstæður skoðaðar á Íslandi þar sem reynt sé að stuðla að því að hver sem er komist í sýnatöku, jafnvel þó fólk sýni ekki einkenni. Sé litið til tölfræðinnar hafi nú yfir fimm prósent íslensku þjóðarinnar farið í sýnatöku samanborið við um 0,34 prósent Bandaríkjamanna. Nálgun Íslendinga er sögð geta veitt mikilvæga innsýn í dreifingu veirunnar og hjálpað vísindamönnum um heim allan. Í kjölfarið rekur Washington Post viðbrögð íslenskra heilbrigðisyfirvalda við faraldrinum og aðkomu Íslenskrar erfðagreiningar. Um helmingur sagður vera einkennalaus CNN segir að Íslendingar séu nú í öfundsverðri stöðu þar sem víðtæk skimun gefi stjórnvöldum mun skýrari mynd af dreifingu veirunnar í samfélaginu. Haft er eftir Kára Stefánssyni, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, að skimun fyrirtækisins bendi til þess að um helmingur þeirra sem greinist með veiruna séu einkennalausir. Í frétt CNN er það jafnframt rakið hvers vegna stjórnvöld hér hafi ekki farið að fordæmi margra annarra ríkja og sett á einhvers konar útgöngubann. Hefur miðilinn eftir embætti landlæknis að öflug skimun og smitrakning séu lykilástæður þess að slíkar aðgerðir hafi talist óþarfar fram að þessu. Í lokin veltir CNN upp þeirri spurningu hvort að íslenska leiðin gæti reynst vegvísir fyrir önnur ríki. Haft er eftir Kára að gott gengi Íslands hafi ekkert með smæð þjóðarinnar að gera heldur fremur hversu vel undirbúin hún var. Mörg önnur þróuð ríki búi yfir mikilli þekkingu á þessu sviði og hafi getað farið af stað í svipaða skimun fyrir löngu síðan. Þau hafi í stað þess „hagað sér eins og ekkert væri að eiga sér stað.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Fjölmiðlar Íslensk erfðagreining Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Hljóp á sig Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira