Bætir líf fatlaðra að velja eigin aðstoðarfólk Hugrún Halldórsdóttir skrifar 9. ágúst 2012 20:45 Fatlaðir sem fá að velja eigin aðstoðarmenn og stýra þeirra vinnu eru líklegri til að vera sýnilegri í samfélaginu, stofna fjölskyldur og fá betri störf segir Freyja Haraldsdóttir, ein af þeim fáu sem hefur fengið að nýta sér þetta fyrirkomulag hér á landi. Lögfesta á rétt fatlaðra að svokallaðri notendastýrðri persónulegri aðstoð árið 2014 og því hefur tveggja ára tilraunaverkefni verið komið á koppinn þar sem fatlaðir fá greiðslur sem þeir nýta í þjónustu að eigin vali. Freyja Haraldsdóttir hefur nýtt sér þetta fyrirkomulag í nokkur ár og segir það hafa bylt lífi sínu. „Síðan ég fékk þessa aðstoð hef ég lokið háskólanámi, flutt að heiman, ferðast mikið um heiminn sjálf og einhvernveginn liðið betur með sjálfa mig," segir Freyja. Sveitarfélögum á landinu býðst að taka þátt í fyrrnefndu tilraunaverkefni og auglýsti Reykjavíkurborg til að mynda eftir þátttakendum í dag. Freyja vonast til að sem flest sveitarfélög taki þátt en í nágrannalöndum hefur fyrirkomulagið tíðkast í marga áratugi. „Þar er þetta komið mikið lengra, og það þýðir það að fatlað fólk er miklu sýnilegra úti í samfélaginu. Það er miklu frekar í háskólanámi, í betri störfum, stofnar fjölskyldur og gerir það sem ófatlað fólk er að gera," segir Freyja. Dæmi um þjónustuna má sjá í myndinni Intouchables sem tugir þúsunda Íslendinga hafa nú séð. Freyja segir hana sýna fram á mikilvægi fyrirkomulagsins og að aðstoðarfólkið þurfi ekki endilega að hafa þrjátíu ára starfsreynslu að baki. „Í mínum hópi af aðstoðarkonum hafa verið snyrtifræðingar, einkaþjálfarar, þyrluflugmenn og lögreglukona. Það er bara gaman, það getur verið alls konar fólk sem starfar, það er bara að fólk smelli saman," segir Freyja. Tengdar fréttir Fá að velja sér aðstoðarmenn sjálf Fötluðu fólki í Reykjavík og á Seltjarnarnesi gefst nú kostur á að taka þátt í tveggja ára tilraunarverkefni þar sem það fær greiðslur í stað þjónustu og getur þar með valið aðstoðarfólk sitt sjálft og ákveðið hvernig það nýtist. 9. ágúst 2012 12:05 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Sjá meira
Fatlaðir sem fá að velja eigin aðstoðarmenn og stýra þeirra vinnu eru líklegri til að vera sýnilegri í samfélaginu, stofna fjölskyldur og fá betri störf segir Freyja Haraldsdóttir, ein af þeim fáu sem hefur fengið að nýta sér þetta fyrirkomulag hér á landi. Lögfesta á rétt fatlaðra að svokallaðri notendastýrðri persónulegri aðstoð árið 2014 og því hefur tveggja ára tilraunaverkefni verið komið á koppinn þar sem fatlaðir fá greiðslur sem þeir nýta í þjónustu að eigin vali. Freyja Haraldsdóttir hefur nýtt sér þetta fyrirkomulag í nokkur ár og segir það hafa bylt lífi sínu. „Síðan ég fékk þessa aðstoð hef ég lokið háskólanámi, flutt að heiman, ferðast mikið um heiminn sjálf og einhvernveginn liðið betur með sjálfa mig," segir Freyja. Sveitarfélögum á landinu býðst að taka þátt í fyrrnefndu tilraunaverkefni og auglýsti Reykjavíkurborg til að mynda eftir þátttakendum í dag. Freyja vonast til að sem flest sveitarfélög taki þátt en í nágrannalöndum hefur fyrirkomulagið tíðkast í marga áratugi. „Þar er þetta komið mikið lengra, og það þýðir það að fatlað fólk er miklu sýnilegra úti í samfélaginu. Það er miklu frekar í háskólanámi, í betri störfum, stofnar fjölskyldur og gerir það sem ófatlað fólk er að gera," segir Freyja. Dæmi um þjónustuna má sjá í myndinni Intouchables sem tugir þúsunda Íslendinga hafa nú séð. Freyja segir hana sýna fram á mikilvægi fyrirkomulagsins og að aðstoðarfólkið þurfi ekki endilega að hafa þrjátíu ára starfsreynslu að baki. „Í mínum hópi af aðstoðarkonum hafa verið snyrtifræðingar, einkaþjálfarar, þyrluflugmenn og lögreglukona. Það er bara gaman, það getur verið alls konar fólk sem starfar, það er bara að fólk smelli saman," segir Freyja.
Tengdar fréttir Fá að velja sér aðstoðarmenn sjálf Fötluðu fólki í Reykjavík og á Seltjarnarnesi gefst nú kostur á að taka þátt í tveggja ára tilraunarverkefni þar sem það fær greiðslur í stað þjónustu og getur þar með valið aðstoðarfólk sitt sjálft og ákveðið hvernig það nýtist. 9. ágúst 2012 12:05 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Sjá meira
Fá að velja sér aðstoðarmenn sjálf Fötluðu fólki í Reykjavík og á Seltjarnarnesi gefst nú kostur á að taka þátt í tveggja ára tilraunarverkefni þar sem það fær greiðslur í stað þjónustu og getur þar með valið aðstoðarfólk sitt sjálft og ákveðið hvernig það nýtist. 9. ágúst 2012 12:05
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“