Hættir við leit að kvenkyns ferðafélaga til tunglsins Atli Ísleifsson skrifar 30. janúar 2020 08:55 Japanski tískumógúllinn Yusaku Maezawa. Getty Japanskur milljarðamæringur hefur hætt við áætlanir sínar um að standa fyrir sérstakri leit að kvenkyns „lífsförunaut“ til að fylgja sér í fyrstu ferð Space X umhverfis tunglið. Tískumógúllinn Yusaku Maezawa bauð fyrr í mánuðinum öllum einhleypum konum, eldri en tuttugu ára, að sækjast eftir því að sækja viðburð þar sem honum væri ætlað að finna „rétta“ ferðafélagann. Um 28 þúsund umsóknir bárust en hinn 44 ára Maezawa greindi frá því í dag að hann hafi fengið bakþanka og hætt við leitina. Hann stefnir enn á að fara í ferðina árið 2023, en þá án ferðafélaga. Um er ræða fyrstu ferðamannaferð Space X út í geim. BBC segir frá því að á umsóknarsíðunni hafi verið listuð ýmis skilyrði fyrir því að sækja um, þar með talið að viðkomandi þyrfti að vera einhleyp, eldri en tuttugu ára og með áhuga á að fara út í geim. Stóð til að framleiða heimildarmynd um ferlið við að velja konuna. Due to personal reasons, I have informed AbemaTV yesterday with my decision to no longer participate in the matchmaking documentary, hence requested for the cancellation of the show.— Yusaku Maezawa (MZ) 前澤友作 (@yousuck2020) January 30, 2020 Maezawa greindi svo frá því á Twitter í dag að hann væri á báðum áttum um þátttöku sína. Segir hann hugmyndina hafa verið eigingjarna af sinni hálfu. Nýlega var greint frá því að Maezawa hafi slitið sambandi sínu með hinni 27 ára leikkonu, Ayame Goriki. Greint var frá því árið 2018 að Maezawa yrði fyrsti farþegi í geimflaug Space X sem flygi í kringum tunglið. Má áætla að hann hafi greitt SpaceX dágóða summu til að verða fyrir valinu. Geimurinn Japan SpaceX Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Erlent Fleiri fréttir Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Sjá meira
Japanskur milljarðamæringur hefur hætt við áætlanir sínar um að standa fyrir sérstakri leit að kvenkyns „lífsförunaut“ til að fylgja sér í fyrstu ferð Space X umhverfis tunglið. Tískumógúllinn Yusaku Maezawa bauð fyrr í mánuðinum öllum einhleypum konum, eldri en tuttugu ára, að sækjast eftir því að sækja viðburð þar sem honum væri ætlað að finna „rétta“ ferðafélagann. Um 28 þúsund umsóknir bárust en hinn 44 ára Maezawa greindi frá því í dag að hann hafi fengið bakþanka og hætt við leitina. Hann stefnir enn á að fara í ferðina árið 2023, en þá án ferðafélaga. Um er ræða fyrstu ferðamannaferð Space X út í geim. BBC segir frá því að á umsóknarsíðunni hafi verið listuð ýmis skilyrði fyrir því að sækja um, þar með talið að viðkomandi þyrfti að vera einhleyp, eldri en tuttugu ára og með áhuga á að fara út í geim. Stóð til að framleiða heimildarmynd um ferlið við að velja konuna. Due to personal reasons, I have informed AbemaTV yesterday with my decision to no longer participate in the matchmaking documentary, hence requested for the cancellation of the show.— Yusaku Maezawa (MZ) 前澤友作 (@yousuck2020) January 30, 2020 Maezawa greindi svo frá því á Twitter í dag að hann væri á báðum áttum um þátttöku sína. Segir hann hugmyndina hafa verið eigingjarna af sinni hálfu. Nýlega var greint frá því að Maezawa hafi slitið sambandi sínu með hinni 27 ára leikkonu, Ayame Goriki. Greint var frá því árið 2018 að Maezawa yrði fyrsti farþegi í geimflaug Space X sem flygi í kringum tunglið. Má áætla að hann hafi greitt SpaceX dágóða summu til að verða fyrir valinu.
Geimurinn Japan SpaceX Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Erlent Fleiri fréttir Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Sjá meira