Telja kvikuna vera á fjögurra til níu kílómetra dýpi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. janúar 2020 11:06 Frá Grindavík en óvissustigs hefur verið lýst yfir vegna óvenjulegs landriss í grennd við bæinn. „Við vorum með síðustu uppfærslu núna í nótt. Við sjáum ris áfram og þetta heldur áfram mjög svipað,“ segir Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu Íslands, um stöðuna við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi. Vestan við fjallið hefur verið óvenju hratt landris í um átta daga eða um þrír til fjórir millimetrar á dag. Óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna jarðhræringanna. Benedikt segir risið geta verið breytilegt á milli daga en langtímatímamælingar sýni ris upp á fyrrnefna þrjá til fjóra millimetra. Þá hefur skjálftavirkni á svæðinu verið aðeins minni síðan í gærkvöldi. Hún gæti þó tekið við sér aftur. „Þannig að virknin er mjög svipuð og við erum að horfa bara á áframhald á það sem er í gangi,“ segir Benedikt. Aðspurður hversu mikið risið er í heildina segir Benedikt að það nálgist örugglega fjóra sentimetra. Vísindamenn telja líklegast að landrisið sé vegna kvikusöfnunar undir svæðinu vestan við Þorbjörn. Engin merki eru þó um að kvika sé komin nálægt yfirborðinu og telja vísindamennirnir raunar að hún sé á talsverðu dýpi. „Þetta er sama þróun og við sjáum frá degi eitt þannig að okkar túlkun er sú að við erum að horfa á kviku vera að troða sér inn á talsverðu dýpi væntanlega, við höfum ekki nákvæmt mat á það en það eru kannski fjórir til níu kílómetrar. Þar er kannski kvika að safnast saman, alltaf á sama stað, hún er ekki að færast neitt annað. Við myndum sjá það væntanlega í skjálftavirkni og líka í aflögunarmerkinu. Það er mjög ólíklegt að það færi eitthvað fram hjá okkur,“ segir Benedikt. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Líklegt að fyrirvari á eldgosi verði nokkrar klukkustundir Kvikan sem er að valda landrisinu í Eldvörpum og Svartsengi er núna talin vera á þriggja til fjögurra kílómetra dýpi. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur telur líklegt að hægt verði að vara við eldgosi með nokkurra klukkustunda fyrirvara. 29. janúar 2020 11:57 Mikilvægt að huga að flóttaleiðum út úr höfuðborginni Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og formaður samgöngunefndar Alþingis, segir nú vera tækifæri til þess að ræða flóttaleiðir út úr höfuðborginni í ljósi þeirra jarðhræringa sem eiga sér stað í Svartsengi. 29. janúar 2020 19:54 Lítil skjálftavirkni í grennd við Grindavík í nótt Lítil skjálftavirkni var í grennd við Grindavík í nótt samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. 30. janúar 2020 07:56 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Sjá meira
„Við vorum með síðustu uppfærslu núna í nótt. Við sjáum ris áfram og þetta heldur áfram mjög svipað,“ segir Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu Íslands, um stöðuna við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi. Vestan við fjallið hefur verið óvenju hratt landris í um átta daga eða um þrír til fjórir millimetrar á dag. Óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna jarðhræringanna. Benedikt segir risið geta verið breytilegt á milli daga en langtímatímamælingar sýni ris upp á fyrrnefna þrjá til fjóra millimetra. Þá hefur skjálftavirkni á svæðinu verið aðeins minni síðan í gærkvöldi. Hún gæti þó tekið við sér aftur. „Þannig að virknin er mjög svipuð og við erum að horfa bara á áframhald á það sem er í gangi,“ segir Benedikt. Aðspurður hversu mikið risið er í heildina segir Benedikt að það nálgist örugglega fjóra sentimetra. Vísindamenn telja líklegast að landrisið sé vegna kvikusöfnunar undir svæðinu vestan við Þorbjörn. Engin merki eru þó um að kvika sé komin nálægt yfirborðinu og telja vísindamennirnir raunar að hún sé á talsverðu dýpi. „Þetta er sama þróun og við sjáum frá degi eitt þannig að okkar túlkun er sú að við erum að horfa á kviku vera að troða sér inn á talsverðu dýpi væntanlega, við höfum ekki nákvæmt mat á það en það eru kannski fjórir til níu kílómetrar. Þar er kannski kvika að safnast saman, alltaf á sama stað, hún er ekki að færast neitt annað. Við myndum sjá það væntanlega í skjálftavirkni og líka í aflögunarmerkinu. Það er mjög ólíklegt að það færi eitthvað fram hjá okkur,“ segir Benedikt.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Líklegt að fyrirvari á eldgosi verði nokkrar klukkustundir Kvikan sem er að valda landrisinu í Eldvörpum og Svartsengi er núna talin vera á þriggja til fjögurra kílómetra dýpi. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur telur líklegt að hægt verði að vara við eldgosi með nokkurra klukkustunda fyrirvara. 29. janúar 2020 11:57 Mikilvægt að huga að flóttaleiðum út úr höfuðborginni Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og formaður samgöngunefndar Alþingis, segir nú vera tækifæri til þess að ræða flóttaleiðir út úr höfuðborginni í ljósi þeirra jarðhræringa sem eiga sér stað í Svartsengi. 29. janúar 2020 19:54 Lítil skjálftavirkni í grennd við Grindavík í nótt Lítil skjálftavirkni var í grennd við Grindavík í nótt samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. 30. janúar 2020 07:56 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Sjá meira
Líklegt að fyrirvari á eldgosi verði nokkrar klukkustundir Kvikan sem er að valda landrisinu í Eldvörpum og Svartsengi er núna talin vera á þriggja til fjögurra kílómetra dýpi. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur telur líklegt að hægt verði að vara við eldgosi með nokkurra klukkustunda fyrirvara. 29. janúar 2020 11:57
Mikilvægt að huga að flóttaleiðum út úr höfuðborginni Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og formaður samgöngunefndar Alþingis, segir nú vera tækifæri til þess að ræða flóttaleiðir út úr höfuðborginni í ljósi þeirra jarðhræringa sem eiga sér stað í Svartsengi. 29. janúar 2020 19:54
Lítil skjálftavirkni í grennd við Grindavík í nótt Lítil skjálftavirkni var í grennd við Grindavík í nótt samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. 30. janúar 2020 07:56