Angelo verkjar í fótinn og langar að fara heim Nadine Guðrún Yaghi skrifar 9. júní 2016 08:00 Angelo nýtur þess að labba um Hljómskálagarðinn. Fréttablaðið/Anton „Ég hef ekki hugmynd um hvenær ég má fara heim og sé stundum bara svart fyrir framan mig því ég er eirðarlaus og áhyggjufullur,“ segir Angelo Uijleman, 29 ára Hollendingur sem ákærður er fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Mál Angelo hefur vakið nokkra athygli þar sem hann er greindarskertur. Hann sat í einangrun á Litla-Hrauni í átta vikur og var sú vist harðlega gagnrýnd. Þá var hann færður á Kvíabryggju þar sem hann dvaldi í nokkrar vikur. Síðustu sex mánuði hefur Angelo dvalið á gistiheimili í Reykjavík og mun líklega þurfa að dvelja þar þangað til dómur fellur í málinu. „Nú er þetta búið að vera eins í rosalega marga mánuði. Ég veit núna að ég gerði rosalega stór mistök en nú langar mig bara að fara heim.“Fréttablaðið/AntonAngelo fær um fjórtán þúsund krónur á viku frá lögreglunni til að lifa á Íslandi og segir þann pening ekki duga fyrir lyfjakostnaði. „Mér er mjög illt í fætinum og verð að taka verkjalyf. Ég hef ekki haft efni á þeim því ég þarf að borða og drekka fyrir peninginn sem ég fæ,“ segir Angelo en hann veit ekki hvað hrjáir hann. Hann segist oft eiga erfitt með svefn vegna verkja. Niðurstaða úr geð- og sálfræðimati var sú að Angelo er sakhæfur þrátt fyrir að vera verulega greindarskertur.Angelo segist elska að labba um Hljómskálagarðinn. Fréttablaðið/Anton brinkFram kemur að hann er með slakan þroska, einkum á tilteknum sviðum, sem gerir það að verkum að hann er ekki jafn fær og aðrir um að meðtaka og draga rökréttar ályktanir. Hann eigi erfitt með að setja fram heildarmynd af aðstæðum og tengja saman orsakir og afleiðingar hegðunar sinnar. Geta hans til að rifja upp er slök og geri honum enn erfiðara fyrir að vinna úr upplýsingum. Þrátt fyrir að vera oft mjög einmana á gistiheimilinu segir Angelo að sér líði betur nú þegar sumarið sé komið. „Ég fer oft í göngutúr og elska að labba um Hljómskálagarðinn. Ég elska líka að fara á Te og kaffi og sá staður er fullkominn.“Hann segist oft lenda í því að fólk úti á götu heilsi sér enda hafi það líklega séð mynd af honum í blöðunum. „Mér finnst það oft gaman en ég vil bara ekki að fólk haldi að ég sé vondur.“ Angelo eignaðist góða vini á Kvíabryggju sem hann er enn í góðu sambandi við. Hann segir blaðamanni frá því að síðustu helgi hafi hann borðað með Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, en þeir dvöldu saman á Kvíabryggju. Þá segir hann frá því að hann sé orðinn góður vinur vina verjanda síns. „Þeir eru mjög skemmtilegir og við fórum til dæmis saman á landsleikinn um daginn. Jói sótti mig og við fórum fyrst og fengum okkur hamborgara,“ segir Angelo en hann er að tala um Jóhann Alfreð Kristinsson grínista.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 9. júní 2016 Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Fleiri fréttir Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Sjá meira
„Ég hef ekki hugmynd um hvenær ég má fara heim og sé stundum bara svart fyrir framan mig því ég er eirðarlaus og áhyggjufullur,“ segir Angelo Uijleman, 29 ára Hollendingur sem ákærður er fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Mál Angelo hefur vakið nokkra athygli þar sem hann er greindarskertur. Hann sat í einangrun á Litla-Hrauni í átta vikur og var sú vist harðlega gagnrýnd. Þá var hann færður á Kvíabryggju þar sem hann dvaldi í nokkrar vikur. Síðustu sex mánuði hefur Angelo dvalið á gistiheimili í Reykjavík og mun líklega þurfa að dvelja þar þangað til dómur fellur í málinu. „Nú er þetta búið að vera eins í rosalega marga mánuði. Ég veit núna að ég gerði rosalega stór mistök en nú langar mig bara að fara heim.“Fréttablaðið/AntonAngelo fær um fjórtán þúsund krónur á viku frá lögreglunni til að lifa á Íslandi og segir þann pening ekki duga fyrir lyfjakostnaði. „Mér er mjög illt í fætinum og verð að taka verkjalyf. Ég hef ekki haft efni á þeim því ég þarf að borða og drekka fyrir peninginn sem ég fæ,“ segir Angelo en hann veit ekki hvað hrjáir hann. Hann segist oft eiga erfitt með svefn vegna verkja. Niðurstaða úr geð- og sálfræðimati var sú að Angelo er sakhæfur þrátt fyrir að vera verulega greindarskertur.Angelo segist elska að labba um Hljómskálagarðinn. Fréttablaðið/Anton brinkFram kemur að hann er með slakan þroska, einkum á tilteknum sviðum, sem gerir það að verkum að hann er ekki jafn fær og aðrir um að meðtaka og draga rökréttar ályktanir. Hann eigi erfitt með að setja fram heildarmynd af aðstæðum og tengja saman orsakir og afleiðingar hegðunar sinnar. Geta hans til að rifja upp er slök og geri honum enn erfiðara fyrir að vinna úr upplýsingum. Þrátt fyrir að vera oft mjög einmana á gistiheimilinu segir Angelo að sér líði betur nú þegar sumarið sé komið. „Ég fer oft í göngutúr og elska að labba um Hljómskálagarðinn. Ég elska líka að fara á Te og kaffi og sá staður er fullkominn.“Hann segist oft lenda í því að fólk úti á götu heilsi sér enda hafi það líklega séð mynd af honum í blöðunum. „Mér finnst það oft gaman en ég vil bara ekki að fólk haldi að ég sé vondur.“ Angelo eignaðist góða vini á Kvíabryggju sem hann er enn í góðu sambandi við. Hann segir blaðamanni frá því að síðustu helgi hafi hann borðað með Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, en þeir dvöldu saman á Kvíabryggju. Þá segir hann frá því að hann sé orðinn góður vinur vina verjanda síns. „Þeir eru mjög skemmtilegir og við fórum til dæmis saman á landsleikinn um daginn. Jói sótti mig og við fórum fyrst og fengum okkur hamborgara,“ segir Angelo en hann er að tala um Jóhann Alfreð Kristinsson grínista.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 9. júní 2016
Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Fleiri fréttir Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Sjá meira