Angelo verkjar í fótinn og langar að fara heim Nadine Guðrún Yaghi skrifar 9. júní 2016 08:00 Angelo nýtur þess að labba um Hljómskálagarðinn. Fréttablaðið/Anton „Ég hef ekki hugmynd um hvenær ég má fara heim og sé stundum bara svart fyrir framan mig því ég er eirðarlaus og áhyggjufullur,“ segir Angelo Uijleman, 29 ára Hollendingur sem ákærður er fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Mál Angelo hefur vakið nokkra athygli þar sem hann er greindarskertur. Hann sat í einangrun á Litla-Hrauni í átta vikur og var sú vist harðlega gagnrýnd. Þá var hann færður á Kvíabryggju þar sem hann dvaldi í nokkrar vikur. Síðustu sex mánuði hefur Angelo dvalið á gistiheimili í Reykjavík og mun líklega þurfa að dvelja þar þangað til dómur fellur í málinu. „Nú er þetta búið að vera eins í rosalega marga mánuði. Ég veit núna að ég gerði rosalega stór mistök en nú langar mig bara að fara heim.“Fréttablaðið/AntonAngelo fær um fjórtán þúsund krónur á viku frá lögreglunni til að lifa á Íslandi og segir þann pening ekki duga fyrir lyfjakostnaði. „Mér er mjög illt í fætinum og verð að taka verkjalyf. Ég hef ekki haft efni á þeim því ég þarf að borða og drekka fyrir peninginn sem ég fæ,“ segir Angelo en hann veit ekki hvað hrjáir hann. Hann segist oft eiga erfitt með svefn vegna verkja. Niðurstaða úr geð- og sálfræðimati var sú að Angelo er sakhæfur þrátt fyrir að vera verulega greindarskertur.Angelo segist elska að labba um Hljómskálagarðinn. Fréttablaðið/Anton brinkFram kemur að hann er með slakan þroska, einkum á tilteknum sviðum, sem gerir það að verkum að hann er ekki jafn fær og aðrir um að meðtaka og draga rökréttar ályktanir. Hann eigi erfitt með að setja fram heildarmynd af aðstæðum og tengja saman orsakir og afleiðingar hegðunar sinnar. Geta hans til að rifja upp er slök og geri honum enn erfiðara fyrir að vinna úr upplýsingum. Þrátt fyrir að vera oft mjög einmana á gistiheimilinu segir Angelo að sér líði betur nú þegar sumarið sé komið. „Ég fer oft í göngutúr og elska að labba um Hljómskálagarðinn. Ég elska líka að fara á Te og kaffi og sá staður er fullkominn.“Hann segist oft lenda í því að fólk úti á götu heilsi sér enda hafi það líklega séð mynd af honum í blöðunum. „Mér finnst það oft gaman en ég vil bara ekki að fólk haldi að ég sé vondur.“ Angelo eignaðist góða vini á Kvíabryggju sem hann er enn í góðu sambandi við. Hann segir blaðamanni frá því að síðustu helgi hafi hann borðað með Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, en þeir dvöldu saman á Kvíabryggju. Þá segir hann frá því að hann sé orðinn góður vinur vina verjanda síns. „Þeir eru mjög skemmtilegir og við fórum til dæmis saman á landsleikinn um daginn. Jói sótti mig og við fórum fyrst og fengum okkur hamborgara,“ segir Angelo en hann er að tala um Jóhann Alfreð Kristinsson grínista.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 9. júní 2016 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
„Ég hef ekki hugmynd um hvenær ég má fara heim og sé stundum bara svart fyrir framan mig því ég er eirðarlaus og áhyggjufullur,“ segir Angelo Uijleman, 29 ára Hollendingur sem ákærður er fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Mál Angelo hefur vakið nokkra athygli þar sem hann er greindarskertur. Hann sat í einangrun á Litla-Hrauni í átta vikur og var sú vist harðlega gagnrýnd. Þá var hann færður á Kvíabryggju þar sem hann dvaldi í nokkrar vikur. Síðustu sex mánuði hefur Angelo dvalið á gistiheimili í Reykjavík og mun líklega þurfa að dvelja þar þangað til dómur fellur í málinu. „Nú er þetta búið að vera eins í rosalega marga mánuði. Ég veit núna að ég gerði rosalega stór mistök en nú langar mig bara að fara heim.“Fréttablaðið/AntonAngelo fær um fjórtán þúsund krónur á viku frá lögreglunni til að lifa á Íslandi og segir þann pening ekki duga fyrir lyfjakostnaði. „Mér er mjög illt í fætinum og verð að taka verkjalyf. Ég hef ekki haft efni á þeim því ég þarf að borða og drekka fyrir peninginn sem ég fæ,“ segir Angelo en hann veit ekki hvað hrjáir hann. Hann segist oft eiga erfitt með svefn vegna verkja. Niðurstaða úr geð- og sálfræðimati var sú að Angelo er sakhæfur þrátt fyrir að vera verulega greindarskertur.Angelo segist elska að labba um Hljómskálagarðinn. Fréttablaðið/Anton brinkFram kemur að hann er með slakan þroska, einkum á tilteknum sviðum, sem gerir það að verkum að hann er ekki jafn fær og aðrir um að meðtaka og draga rökréttar ályktanir. Hann eigi erfitt með að setja fram heildarmynd af aðstæðum og tengja saman orsakir og afleiðingar hegðunar sinnar. Geta hans til að rifja upp er slök og geri honum enn erfiðara fyrir að vinna úr upplýsingum. Þrátt fyrir að vera oft mjög einmana á gistiheimilinu segir Angelo að sér líði betur nú þegar sumarið sé komið. „Ég fer oft í göngutúr og elska að labba um Hljómskálagarðinn. Ég elska líka að fara á Te og kaffi og sá staður er fullkominn.“Hann segist oft lenda í því að fólk úti á götu heilsi sér enda hafi það líklega séð mynd af honum í blöðunum. „Mér finnst það oft gaman en ég vil bara ekki að fólk haldi að ég sé vondur.“ Angelo eignaðist góða vini á Kvíabryggju sem hann er enn í góðu sambandi við. Hann segir blaðamanni frá því að síðustu helgi hafi hann borðað með Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, en þeir dvöldu saman á Kvíabryggju. Þá segir hann frá því að hann sé orðinn góður vinur vina verjanda síns. „Þeir eru mjög skemmtilegir og við fórum til dæmis saman á landsleikinn um daginn. Jói sótti mig og við fórum fyrst og fengum okkur hamborgara,“ segir Angelo en hann er að tala um Jóhann Alfreð Kristinsson grínista.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 9. júní 2016
Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira