Angelo verkjar í fótinn og langar að fara heim Nadine Guðrún Yaghi skrifar 9. júní 2016 08:00 Angelo nýtur þess að labba um Hljómskálagarðinn. Fréttablaðið/Anton „Ég hef ekki hugmynd um hvenær ég má fara heim og sé stundum bara svart fyrir framan mig því ég er eirðarlaus og áhyggjufullur,“ segir Angelo Uijleman, 29 ára Hollendingur sem ákærður er fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Mál Angelo hefur vakið nokkra athygli þar sem hann er greindarskertur. Hann sat í einangrun á Litla-Hrauni í átta vikur og var sú vist harðlega gagnrýnd. Þá var hann færður á Kvíabryggju þar sem hann dvaldi í nokkrar vikur. Síðustu sex mánuði hefur Angelo dvalið á gistiheimili í Reykjavík og mun líklega þurfa að dvelja þar þangað til dómur fellur í málinu. „Nú er þetta búið að vera eins í rosalega marga mánuði. Ég veit núna að ég gerði rosalega stór mistök en nú langar mig bara að fara heim.“Fréttablaðið/AntonAngelo fær um fjórtán þúsund krónur á viku frá lögreglunni til að lifa á Íslandi og segir þann pening ekki duga fyrir lyfjakostnaði. „Mér er mjög illt í fætinum og verð að taka verkjalyf. Ég hef ekki haft efni á þeim því ég þarf að borða og drekka fyrir peninginn sem ég fæ,“ segir Angelo en hann veit ekki hvað hrjáir hann. Hann segist oft eiga erfitt með svefn vegna verkja. Niðurstaða úr geð- og sálfræðimati var sú að Angelo er sakhæfur þrátt fyrir að vera verulega greindarskertur.Angelo segist elska að labba um Hljómskálagarðinn. Fréttablaðið/Anton brinkFram kemur að hann er með slakan þroska, einkum á tilteknum sviðum, sem gerir það að verkum að hann er ekki jafn fær og aðrir um að meðtaka og draga rökréttar ályktanir. Hann eigi erfitt með að setja fram heildarmynd af aðstæðum og tengja saman orsakir og afleiðingar hegðunar sinnar. Geta hans til að rifja upp er slök og geri honum enn erfiðara fyrir að vinna úr upplýsingum. Þrátt fyrir að vera oft mjög einmana á gistiheimilinu segir Angelo að sér líði betur nú þegar sumarið sé komið. „Ég fer oft í göngutúr og elska að labba um Hljómskálagarðinn. Ég elska líka að fara á Te og kaffi og sá staður er fullkominn.“Hann segist oft lenda í því að fólk úti á götu heilsi sér enda hafi það líklega séð mynd af honum í blöðunum. „Mér finnst það oft gaman en ég vil bara ekki að fólk haldi að ég sé vondur.“ Angelo eignaðist góða vini á Kvíabryggju sem hann er enn í góðu sambandi við. Hann segir blaðamanni frá því að síðustu helgi hafi hann borðað með Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, en þeir dvöldu saman á Kvíabryggju. Þá segir hann frá því að hann sé orðinn góður vinur vina verjanda síns. „Þeir eru mjög skemmtilegir og við fórum til dæmis saman á landsleikinn um daginn. Jói sótti mig og við fórum fyrst og fengum okkur hamborgara,“ segir Angelo en hann er að tala um Jóhann Alfreð Kristinsson grínista.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 9. júní 2016 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
„Ég hef ekki hugmynd um hvenær ég má fara heim og sé stundum bara svart fyrir framan mig því ég er eirðarlaus og áhyggjufullur,“ segir Angelo Uijleman, 29 ára Hollendingur sem ákærður er fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Mál Angelo hefur vakið nokkra athygli þar sem hann er greindarskertur. Hann sat í einangrun á Litla-Hrauni í átta vikur og var sú vist harðlega gagnrýnd. Þá var hann færður á Kvíabryggju þar sem hann dvaldi í nokkrar vikur. Síðustu sex mánuði hefur Angelo dvalið á gistiheimili í Reykjavík og mun líklega þurfa að dvelja þar þangað til dómur fellur í málinu. „Nú er þetta búið að vera eins í rosalega marga mánuði. Ég veit núna að ég gerði rosalega stór mistök en nú langar mig bara að fara heim.“Fréttablaðið/AntonAngelo fær um fjórtán þúsund krónur á viku frá lögreglunni til að lifa á Íslandi og segir þann pening ekki duga fyrir lyfjakostnaði. „Mér er mjög illt í fætinum og verð að taka verkjalyf. Ég hef ekki haft efni á þeim því ég þarf að borða og drekka fyrir peninginn sem ég fæ,“ segir Angelo en hann veit ekki hvað hrjáir hann. Hann segist oft eiga erfitt með svefn vegna verkja. Niðurstaða úr geð- og sálfræðimati var sú að Angelo er sakhæfur þrátt fyrir að vera verulega greindarskertur.Angelo segist elska að labba um Hljómskálagarðinn. Fréttablaðið/Anton brinkFram kemur að hann er með slakan þroska, einkum á tilteknum sviðum, sem gerir það að verkum að hann er ekki jafn fær og aðrir um að meðtaka og draga rökréttar ályktanir. Hann eigi erfitt með að setja fram heildarmynd af aðstæðum og tengja saman orsakir og afleiðingar hegðunar sinnar. Geta hans til að rifja upp er slök og geri honum enn erfiðara fyrir að vinna úr upplýsingum. Þrátt fyrir að vera oft mjög einmana á gistiheimilinu segir Angelo að sér líði betur nú þegar sumarið sé komið. „Ég fer oft í göngutúr og elska að labba um Hljómskálagarðinn. Ég elska líka að fara á Te og kaffi og sá staður er fullkominn.“Hann segist oft lenda í því að fólk úti á götu heilsi sér enda hafi það líklega séð mynd af honum í blöðunum. „Mér finnst það oft gaman en ég vil bara ekki að fólk haldi að ég sé vondur.“ Angelo eignaðist góða vini á Kvíabryggju sem hann er enn í góðu sambandi við. Hann segir blaðamanni frá því að síðustu helgi hafi hann borðað með Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, en þeir dvöldu saman á Kvíabryggju. Þá segir hann frá því að hann sé orðinn góður vinur vina verjanda síns. „Þeir eru mjög skemmtilegir og við fórum til dæmis saman á landsleikinn um daginn. Jói sótti mig og við fórum fyrst og fengum okkur hamborgara,“ segir Angelo en hann er að tala um Jóhann Alfreð Kristinsson grínista.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 9. júní 2016
Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira