Angelo verkjar í fótinn og langar að fara heim Nadine Guðrún Yaghi skrifar 9. júní 2016 08:00 Angelo nýtur þess að labba um Hljómskálagarðinn. Fréttablaðið/Anton „Ég hef ekki hugmynd um hvenær ég má fara heim og sé stundum bara svart fyrir framan mig því ég er eirðarlaus og áhyggjufullur,“ segir Angelo Uijleman, 29 ára Hollendingur sem ákærður er fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Mál Angelo hefur vakið nokkra athygli þar sem hann er greindarskertur. Hann sat í einangrun á Litla-Hrauni í átta vikur og var sú vist harðlega gagnrýnd. Þá var hann færður á Kvíabryggju þar sem hann dvaldi í nokkrar vikur. Síðustu sex mánuði hefur Angelo dvalið á gistiheimili í Reykjavík og mun líklega þurfa að dvelja þar þangað til dómur fellur í málinu. „Nú er þetta búið að vera eins í rosalega marga mánuði. Ég veit núna að ég gerði rosalega stór mistök en nú langar mig bara að fara heim.“Fréttablaðið/AntonAngelo fær um fjórtán þúsund krónur á viku frá lögreglunni til að lifa á Íslandi og segir þann pening ekki duga fyrir lyfjakostnaði. „Mér er mjög illt í fætinum og verð að taka verkjalyf. Ég hef ekki haft efni á þeim því ég þarf að borða og drekka fyrir peninginn sem ég fæ,“ segir Angelo en hann veit ekki hvað hrjáir hann. Hann segist oft eiga erfitt með svefn vegna verkja. Niðurstaða úr geð- og sálfræðimati var sú að Angelo er sakhæfur þrátt fyrir að vera verulega greindarskertur.Angelo segist elska að labba um Hljómskálagarðinn. Fréttablaðið/Anton brinkFram kemur að hann er með slakan þroska, einkum á tilteknum sviðum, sem gerir það að verkum að hann er ekki jafn fær og aðrir um að meðtaka og draga rökréttar ályktanir. Hann eigi erfitt með að setja fram heildarmynd af aðstæðum og tengja saman orsakir og afleiðingar hegðunar sinnar. Geta hans til að rifja upp er slök og geri honum enn erfiðara fyrir að vinna úr upplýsingum. Þrátt fyrir að vera oft mjög einmana á gistiheimilinu segir Angelo að sér líði betur nú þegar sumarið sé komið. „Ég fer oft í göngutúr og elska að labba um Hljómskálagarðinn. Ég elska líka að fara á Te og kaffi og sá staður er fullkominn.“Hann segist oft lenda í því að fólk úti á götu heilsi sér enda hafi það líklega séð mynd af honum í blöðunum. „Mér finnst það oft gaman en ég vil bara ekki að fólk haldi að ég sé vondur.“ Angelo eignaðist góða vini á Kvíabryggju sem hann er enn í góðu sambandi við. Hann segir blaðamanni frá því að síðustu helgi hafi hann borðað með Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, en þeir dvöldu saman á Kvíabryggju. Þá segir hann frá því að hann sé orðinn góður vinur vina verjanda síns. „Þeir eru mjög skemmtilegir og við fórum til dæmis saman á landsleikinn um daginn. Jói sótti mig og við fórum fyrst og fengum okkur hamborgara,“ segir Angelo en hann er að tala um Jóhann Alfreð Kristinsson grínista.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 9. júní 2016 Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fleiri fréttir Dúxinn komst ekki á útskriftina því hann er að keppa á Smáþjóðaleikunum Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Sjá meira
„Ég hef ekki hugmynd um hvenær ég má fara heim og sé stundum bara svart fyrir framan mig því ég er eirðarlaus og áhyggjufullur,“ segir Angelo Uijleman, 29 ára Hollendingur sem ákærður er fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Mál Angelo hefur vakið nokkra athygli þar sem hann er greindarskertur. Hann sat í einangrun á Litla-Hrauni í átta vikur og var sú vist harðlega gagnrýnd. Þá var hann færður á Kvíabryggju þar sem hann dvaldi í nokkrar vikur. Síðustu sex mánuði hefur Angelo dvalið á gistiheimili í Reykjavík og mun líklega þurfa að dvelja þar þangað til dómur fellur í málinu. „Nú er þetta búið að vera eins í rosalega marga mánuði. Ég veit núna að ég gerði rosalega stór mistök en nú langar mig bara að fara heim.“Fréttablaðið/AntonAngelo fær um fjórtán þúsund krónur á viku frá lögreglunni til að lifa á Íslandi og segir þann pening ekki duga fyrir lyfjakostnaði. „Mér er mjög illt í fætinum og verð að taka verkjalyf. Ég hef ekki haft efni á þeim því ég þarf að borða og drekka fyrir peninginn sem ég fæ,“ segir Angelo en hann veit ekki hvað hrjáir hann. Hann segist oft eiga erfitt með svefn vegna verkja. Niðurstaða úr geð- og sálfræðimati var sú að Angelo er sakhæfur þrátt fyrir að vera verulega greindarskertur.Angelo segist elska að labba um Hljómskálagarðinn. Fréttablaðið/Anton brinkFram kemur að hann er með slakan þroska, einkum á tilteknum sviðum, sem gerir það að verkum að hann er ekki jafn fær og aðrir um að meðtaka og draga rökréttar ályktanir. Hann eigi erfitt með að setja fram heildarmynd af aðstæðum og tengja saman orsakir og afleiðingar hegðunar sinnar. Geta hans til að rifja upp er slök og geri honum enn erfiðara fyrir að vinna úr upplýsingum. Þrátt fyrir að vera oft mjög einmana á gistiheimilinu segir Angelo að sér líði betur nú þegar sumarið sé komið. „Ég fer oft í göngutúr og elska að labba um Hljómskálagarðinn. Ég elska líka að fara á Te og kaffi og sá staður er fullkominn.“Hann segist oft lenda í því að fólk úti á götu heilsi sér enda hafi það líklega séð mynd af honum í blöðunum. „Mér finnst það oft gaman en ég vil bara ekki að fólk haldi að ég sé vondur.“ Angelo eignaðist góða vini á Kvíabryggju sem hann er enn í góðu sambandi við. Hann segir blaðamanni frá því að síðustu helgi hafi hann borðað með Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, en þeir dvöldu saman á Kvíabryggju. Þá segir hann frá því að hann sé orðinn góður vinur vina verjanda síns. „Þeir eru mjög skemmtilegir og við fórum til dæmis saman á landsleikinn um daginn. Jói sótti mig og við fórum fyrst og fengum okkur hamborgara,“ segir Angelo en hann er að tala um Jóhann Alfreð Kristinsson grínista.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 9. júní 2016
Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fleiri fréttir Dúxinn komst ekki á útskriftina því hann er að keppa á Smáþjóðaleikunum Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Sjá meira