Rashford vonast til þess að spila með Sancho hjá United Anton Ingi Leifsson skrifar 2. apríl 2020 08:30 Rashford og Sancho fagna marki í Þjóðadeildinni síðasta sumar. vísir/getty Marcus Rashford, framherji Manchester United, segir Jadon Sancho frábæran leikmann og vonast til þess að spila með honum einn daginn hjá United en sá síðarnefndi er mikið orðaður við United-liðið þessar vikurnar. Sancho er leikmaður Dortmund í Þýskalandi og hefur félagið sagt að það muni ekki standa í vegi fyrir honum að yfirgefa félagið í sumar en það verði þó ekki á neinum tombóluprís. Rashford svaraði spurningum fylgjenda sinna á Instagram í gær og þar bar Sancho á góma. „Sancho er frábær leikmaður og leikmaður af nýja skólanum. Ég held að við myndum ná vel saman. Það er spennandi að horfa á hann verða þessi leikmaður sem hann er að þróast í að verða. Vonandi getum við spilað saman. Það væri gaman,“ sagði Rashford. „Sancho er mjög skapandi, hugmyndaríkur og það eru hlutir sem þú þarft að hafa til þess að gera það gott í nútímafótbolta.“ "Sancho is a great player, he's like the new generation of player. He's exciting to watch him become the player he is developing into. Hopefully we can all play together, that would be good."https://t.co/gQt6RY8eGt— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 1, 2020 Rashford var einnig spurður út í Bruno Fernandes og áhrif hans á United-liðið. „Hann er skapandi og hugsar fram á við. Hann vill spila boltanum fram á við og skapa möguleika. Það er gott að spila með honum og vonandi getum við átt góða tíma saman. Hann er jákvæður og kemur með jákvæðan anda inn í liðið.“ „Jafnvel þótt að hann tapi boltanum eða geri mistök þá er hann alltaf hlaupandi til þess að vinna boltann aftur og það hvetur aðra leikmenn. Hann hefur haft jákvæð áhrif svo ég vona að hann haldi áfram,“ sagði Rashford. Enski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjá meira
Marcus Rashford, framherji Manchester United, segir Jadon Sancho frábæran leikmann og vonast til þess að spila með honum einn daginn hjá United en sá síðarnefndi er mikið orðaður við United-liðið þessar vikurnar. Sancho er leikmaður Dortmund í Þýskalandi og hefur félagið sagt að það muni ekki standa í vegi fyrir honum að yfirgefa félagið í sumar en það verði þó ekki á neinum tombóluprís. Rashford svaraði spurningum fylgjenda sinna á Instagram í gær og þar bar Sancho á góma. „Sancho er frábær leikmaður og leikmaður af nýja skólanum. Ég held að við myndum ná vel saman. Það er spennandi að horfa á hann verða þessi leikmaður sem hann er að þróast í að verða. Vonandi getum við spilað saman. Það væri gaman,“ sagði Rashford. „Sancho er mjög skapandi, hugmyndaríkur og það eru hlutir sem þú þarft að hafa til þess að gera það gott í nútímafótbolta.“ "Sancho is a great player, he's like the new generation of player. He's exciting to watch him become the player he is developing into. Hopefully we can all play together, that would be good."https://t.co/gQt6RY8eGt— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 1, 2020 Rashford var einnig spurður út í Bruno Fernandes og áhrif hans á United-liðið. „Hann er skapandi og hugsar fram á við. Hann vill spila boltanum fram á við og skapa möguleika. Það er gott að spila með honum og vonandi getum við átt góða tíma saman. Hann er jákvæður og kemur með jákvæðan anda inn í liðið.“ „Jafnvel þótt að hann tapi boltanum eða geri mistök þá er hann alltaf hlaupandi til þess að vinna boltann aftur og það hvetur aðra leikmenn. Hann hefur haft jákvæð áhrif svo ég vona að hann haldi áfram,“ sagði Rashford.
Enski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjá meira