Lána ríkinu til að byggja flughlað Sveinn Arnarson skrifar 10. júní 2016 05:00 Hagstætt er að flytja efnið úr göngunum í flughlað en ríkið setur ekki fé í það. Vísir/Auðunn Samgöngumál Stjórn Vaðlaheiðarganga hefur ákveðið að flytja um 20.000 rúmmetra af efni í flughlað Akureyrarflugvallar í þeirri von að hún fái það greitt seinna meir. Ekki eru til peningar hjá ríkinu til verksins og því ætla Vaðlaheiðargöng að lána ríkinu efni. „Við byrjuðum á mánudagsmorgni að keyra efni í flughlað Akureyrarflugvallar. Við munum greiða kostnaðinn við flutningana og lána þar með ríkinu það fjármagn. Við vonumst svo til að fá það greitt síðar meir,“ segir Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga. „Við gerum ráð fyrir að þessi útlagði kostnaður okkar verði greiddur af ríkinu þó við höfum ekkert í hendi okkar núna um það.“ Áætlaður kostnaður við efnisflutninginn nú er um 20 milljónir króna. Akureyrarbær hefur gagnrýnt ríkið fyrir að veita ekki fjármuni til stækkunar flughlaðsins á Akureyrarflugvelli þannig að hann geti tekið við millilandaflugi í auknum mæli. Til að mynda er bygging flughlaðsins ekki á samgönguáætlun ársins 2015-2018 sem enn er í meðförum þingsins. „Verktakinn þurfti að losa sig við efnið því það vantaði pláss á vinnusvæði ganganna. Því var um tvennt að velja; annaðhvort gefa efnið eða flytja það niður á flugvöll í þeirri von að fá það borgað seinna. Sá kostur var tekinn.“ segir Valgeir en hann áætlar að það taki um tvær til þrjár vikur að flytja efnið niður á flugvöll. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, vissi ekki af þessum áformum Vaðlaheiðarganga þegar Fréttablaðið náði tali af honum í gær. Hann sagði framkvæmdina alfarið á hendi ríkisins og Isavia kæmi ekkert að stækkun flughlaðsins að svo stöddu. Áætlað er að um 175 þúsund rúmmetrar af efni þurfi í stækkun flughlaðsins. Nú hafa um 50 þúsund rúmmetrar verið settir í verkefnið og að þremur vikum liðnum verða því um 70 þúsund rúmmetrar komnir á flugvallarsvæðið. Því er ljóst að um 100 þúsund rúmmetra af efni úr göngunum mun þurfa í viðbót til að hlaðið verði fullbyggt. Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira
Samgöngumál Stjórn Vaðlaheiðarganga hefur ákveðið að flytja um 20.000 rúmmetra af efni í flughlað Akureyrarflugvallar í þeirri von að hún fái það greitt seinna meir. Ekki eru til peningar hjá ríkinu til verksins og því ætla Vaðlaheiðargöng að lána ríkinu efni. „Við byrjuðum á mánudagsmorgni að keyra efni í flughlað Akureyrarflugvallar. Við munum greiða kostnaðinn við flutningana og lána þar með ríkinu það fjármagn. Við vonumst svo til að fá það greitt síðar meir,“ segir Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga. „Við gerum ráð fyrir að þessi útlagði kostnaður okkar verði greiddur af ríkinu þó við höfum ekkert í hendi okkar núna um það.“ Áætlaður kostnaður við efnisflutninginn nú er um 20 milljónir króna. Akureyrarbær hefur gagnrýnt ríkið fyrir að veita ekki fjármuni til stækkunar flughlaðsins á Akureyrarflugvelli þannig að hann geti tekið við millilandaflugi í auknum mæli. Til að mynda er bygging flughlaðsins ekki á samgönguáætlun ársins 2015-2018 sem enn er í meðförum þingsins. „Verktakinn þurfti að losa sig við efnið því það vantaði pláss á vinnusvæði ganganna. Því var um tvennt að velja; annaðhvort gefa efnið eða flytja það niður á flugvöll í þeirri von að fá það borgað seinna. Sá kostur var tekinn.“ segir Valgeir en hann áætlar að það taki um tvær til þrjár vikur að flytja efnið niður á flugvöll. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, vissi ekki af þessum áformum Vaðlaheiðarganga þegar Fréttablaðið náði tali af honum í gær. Hann sagði framkvæmdina alfarið á hendi ríkisins og Isavia kæmi ekkert að stækkun flughlaðsins að svo stöddu. Áætlað er að um 175 þúsund rúmmetrar af efni þurfi í stækkun flughlaðsins. Nú hafa um 50 þúsund rúmmetrar verið settir í verkefnið og að þremur vikum liðnum verða því um 70 þúsund rúmmetrar komnir á flugvallarsvæðið. Því er ljóst að um 100 þúsund rúmmetra af efni úr göngunum mun þurfa í viðbót til að hlaðið verði fullbyggt.
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira