Andri Snær skýtur föstum skotum á Jón Atli Ísleifsson skrifar 15. desember 2015 08:06 Andri Snær Magnason og Jón Gunnarsson. Vísir/valli/vilhelm Andri Snær Magnason rithöfundur skýtur í færslu á Facebook-síðu sinni föstum skotum á Jón Gunnarsson, formann atvinnuveganefndar Alþingis, vegna orða hans um Björk Guðmundsdóttur. Andri Snær segir að Jón og vinir hans noti níðyrðið ,,eitthvað annað“ um heila iðnbyltingu sem hafi farið framhjá þeim. „Björk sjálf er svo auðvitað dæmi um eitthvað sem enginn sjálfstæðismaður á að gera. Hún hefur alltaf farið sínar eigin leiðir, hún hefur ekki fylgt flokkslínum, hún hefur skapað allt úr engu, hún skapaði sína eigin klíku og sitt eigið vald, hún hefur unnið með mestu listamönnum okkar tíma, fengið tilnefningar til nánast allra verðlauna nema nóbelsverðlauna, eini Íslendingurinn sem segja má að sé mælanleg hagstærð. Já auðvitað er þetta algera sjálfstæði og einkaframtak grunsamlegt, ekkert frá hernum, enginn úthlutaður virkjunarkostur, engin meðgjöf og enginn frændi sem reddaði plötusamningi í Bretlandi,“ segir Andri Snær.Jón sagðist ekki reikna með að Björk leggi sín lóð ávogarskálarJón ritaði færslu á Facebook um orð Bjarkar Guðmundsdóttur sem hún lét falla í viðtali við Sky og sagðist hann lítið botna í Björk og segist vera á því að hún sé haldin veruleikafirringu á háu stigi. Jón segir niðurstöðu loftslagsráðstefnunnar í París hvetja Íslendinga til að nýta með skynsömum hætti endurnýjanlegar orkuauðlindir til aukinnar verðmætasköpunar. „Nýting þeirra mun skapa traustan grunn að Íslensku samfélagi, tækifæri til að gera svo mikið betur á mörgum sviðum. Ég reikna ekki með að Björk leggi sín lóð á þær vogarskálar, eða borgar hún skatta og gjöld á Íslandi. Spyr sá sem ekki veit,“ skrifaði Jón. Lauk hann skrifum sínum um Björk með því að segja: „Hún er frekar dauf til augnanna á bak við grímuna.“Fasískt að dylgja um skattamálAndri Snær segir Jón Gunnarsson vera dæmi um mann sem hafi „málað sig svo gjörsamlega út í horn að sjálf náttúran og sköpunarkrafturinn [sé] „óvinurinn" en sjálft ósjálfstæðið - að fórna landi sínu fyrir nokkur störf hjá alþjóðlegu stórfyrirtæki æðsta dyggðin.“ Hann segir lágpunkt Jóns vera dylgjur um skattamál, „sem [sé] fasísk aðferð - á sama tíma og blinda auganu er snúið að þeim milljörðum sem Alcoa hefur skotið undan skatti. Ég skora á alla vini mína í Sjálfstæðisfloknum að lýsa yfir sjálfstæði, að þeir séu ósammála og ótengdir Jóni Gunnarssyni, ég skora á þá að skora á hann að biðjast afsökunar. Ég skora á þá að játa sig sigraða og sættast við fegurð Íslands og sköpunarkraftinn sem býr í fólkinu sem hér býr.“Tugmilljarða tap og hálf gjaldþrota sveitarfélagÍ upphafi færslunnar segir Andri Snær að Jón búi í kjördæmi þar sem ferðamennska sé langstærsti atvinnuvegurinn. Jón eigi engan þátt í þeim ferðamannastraumi, heldur sé það náttúran og ímyndin - sem Jón hafi ekki átt nokkurn þátt í að skapa eða vernda. „Helsta gæluverkefni Jóns - hið strandaða draugaskip álversins í Helguvík átti að soga til sín alla orku suðvesturhornsins og stórauka loftmengun við Faxaflóa. Ekkert stendur eftir af því dæmi nema tugmilljarða tap og hálf gjaldþrota sveitarfélag,“ segir Andri Snær. Tengdar fréttir Borgarstjóri segir þingmann eiga að biðjast afsökunar á ummælum um Björk „Svona gerir maður ekki“ 14. desember 2015 10:15 Björk segir Sigmund Davíð og Bjarna vera sveitalubba Tónlistarkonan heimsfræga segir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson séu sveitalubbar sem vilji útmá hálendi Íslands. 13. desember 2015 16:55 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Sjá meira
Andri Snær Magnason rithöfundur skýtur í færslu á Facebook-síðu sinni föstum skotum á Jón Gunnarsson, formann atvinnuveganefndar Alþingis, vegna orða hans um Björk Guðmundsdóttur. Andri Snær segir að Jón og vinir hans noti níðyrðið ,,eitthvað annað“ um heila iðnbyltingu sem hafi farið framhjá þeim. „Björk sjálf er svo auðvitað dæmi um eitthvað sem enginn sjálfstæðismaður á að gera. Hún hefur alltaf farið sínar eigin leiðir, hún hefur ekki fylgt flokkslínum, hún hefur skapað allt úr engu, hún skapaði sína eigin klíku og sitt eigið vald, hún hefur unnið með mestu listamönnum okkar tíma, fengið tilnefningar til nánast allra verðlauna nema nóbelsverðlauna, eini Íslendingurinn sem segja má að sé mælanleg hagstærð. Já auðvitað er þetta algera sjálfstæði og einkaframtak grunsamlegt, ekkert frá hernum, enginn úthlutaður virkjunarkostur, engin meðgjöf og enginn frændi sem reddaði plötusamningi í Bretlandi,“ segir Andri Snær.Jón sagðist ekki reikna með að Björk leggi sín lóð ávogarskálarJón ritaði færslu á Facebook um orð Bjarkar Guðmundsdóttur sem hún lét falla í viðtali við Sky og sagðist hann lítið botna í Björk og segist vera á því að hún sé haldin veruleikafirringu á háu stigi. Jón segir niðurstöðu loftslagsráðstefnunnar í París hvetja Íslendinga til að nýta með skynsömum hætti endurnýjanlegar orkuauðlindir til aukinnar verðmætasköpunar. „Nýting þeirra mun skapa traustan grunn að Íslensku samfélagi, tækifæri til að gera svo mikið betur á mörgum sviðum. Ég reikna ekki með að Björk leggi sín lóð á þær vogarskálar, eða borgar hún skatta og gjöld á Íslandi. Spyr sá sem ekki veit,“ skrifaði Jón. Lauk hann skrifum sínum um Björk með því að segja: „Hún er frekar dauf til augnanna á bak við grímuna.“Fasískt að dylgja um skattamálAndri Snær segir Jón Gunnarsson vera dæmi um mann sem hafi „málað sig svo gjörsamlega út í horn að sjálf náttúran og sköpunarkrafturinn [sé] „óvinurinn" en sjálft ósjálfstæðið - að fórna landi sínu fyrir nokkur störf hjá alþjóðlegu stórfyrirtæki æðsta dyggðin.“ Hann segir lágpunkt Jóns vera dylgjur um skattamál, „sem [sé] fasísk aðferð - á sama tíma og blinda auganu er snúið að þeim milljörðum sem Alcoa hefur skotið undan skatti. Ég skora á alla vini mína í Sjálfstæðisfloknum að lýsa yfir sjálfstæði, að þeir séu ósammála og ótengdir Jóni Gunnarssyni, ég skora á þá að skora á hann að biðjast afsökunar. Ég skora á þá að játa sig sigraða og sættast við fegurð Íslands og sköpunarkraftinn sem býr í fólkinu sem hér býr.“Tugmilljarða tap og hálf gjaldþrota sveitarfélagÍ upphafi færslunnar segir Andri Snær að Jón búi í kjördæmi þar sem ferðamennska sé langstærsti atvinnuvegurinn. Jón eigi engan þátt í þeim ferðamannastraumi, heldur sé það náttúran og ímyndin - sem Jón hafi ekki átt nokkurn þátt í að skapa eða vernda. „Helsta gæluverkefni Jóns - hið strandaða draugaskip álversins í Helguvík átti að soga til sín alla orku suðvesturhornsins og stórauka loftmengun við Faxaflóa. Ekkert stendur eftir af því dæmi nema tugmilljarða tap og hálf gjaldþrota sveitarfélag,“ segir Andri Snær.
Tengdar fréttir Borgarstjóri segir þingmann eiga að biðjast afsökunar á ummælum um Björk „Svona gerir maður ekki“ 14. desember 2015 10:15 Björk segir Sigmund Davíð og Bjarna vera sveitalubba Tónlistarkonan heimsfræga segir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson séu sveitalubbar sem vilji útmá hálendi Íslands. 13. desember 2015 16:55 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Sjá meira
Borgarstjóri segir þingmann eiga að biðjast afsökunar á ummælum um Björk „Svona gerir maður ekki“ 14. desember 2015 10:15
Björk segir Sigmund Davíð og Bjarna vera sveitalubba Tónlistarkonan heimsfræga segir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson séu sveitalubbar sem vilji útmá hálendi Íslands. 13. desember 2015 16:55