Borgarstjóri segir þingmann eiga að biðjast afsökunar á ummælum um Björk Birgir Olgeirsson skrifar 14. desember 2015 10:15 Björk Guðmundsdóttir og gríman góða. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri vill að Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins biðjist afsökunar á orðum sínum um Björk þegar Jón sagði hana vera frekar daufa til augnanna á bak við grímuna. Vísir/GVA „Svona gerir maður ekki,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri um orð Jóns Gunnarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, í garð tónlistarkonunnar Bjarkar Guðmundsdóttur. Jón ritaði færslu á Facebook um orð Bjarkar sem hún lét falla í viðtali við breska fjölmiðilinn Sky þar sem hún kallaði Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra fyrir að vilja útmá hálendið í stað þess að vernda það.Sjá einnig: Björk segir Sigmund Davíð og Bjarna vera sveitalubbaJón GunnarssonVísirJón Gunnarsson segist botna lítið í Björk og segist vera á því að hún sé haldin veruleikafirringu á háu stigi. Jón segir niðurstöðu loftslagsráðstefnunnar í París hvetja Íslendinga til að nýta með skynsömum hætti endurnýjanlegar orkuauðlindir til aukinnar verðmætasköpunar. „Nýting þeirra mun skapa traustan grunn að Íslensku samfélagi, tækifæri til að gera svo mikið betur á mörgum sviðum. Ég reikna ekki með að Björk leggi sín lóð á þær vogarskálar, eða borgar hún skatta og gjöld á Íslandi. Spyr sá sem ekki veit,“ skrifar Jón sem er formaður atvinnuveganefndar Alþingis. Lýkur hann skrifum sínum um Björk með því að segja: „Hún er frekar dauf til augnanna á bak við grímuna.“ Dagur B. kallar þessi skrif Jóns lágkúru og segir Jón eiga að biðjast afsökunar á þessum ummælum og draga þau til baka að eða sitja uppi með ævarandi skömm. „Björk er ekki aðeins sá íslenski listamaður sem hefur náð lengst á alþjóðavettvangi og sá Íslendingur sem vakið hefur mesta og jákvæðasta athygli á land og þjóð. Hún er líka skýr og afdráttarlaus málsvari íslenskrar náttúru og umhverfismála. Að hún þurfi að fá yfir sig skít og skot vegna þessa - og það af hinu "háa Alþingi" segir mikið um hvernig fyrir löggjafasamkomu okkar er komið. Er tilgangurinn að reyna að hræða fólk frá því að taka málstað umhverfisins,“ spyr Dagur.Hvað er hægt að segja um svona lágkúru? "Hún er frekar dauf til augnanna á bak við grímuna." Þetta eru (í alvörunni) orð...Posted by Dagur B. Eggertsson on Monday, December 14, 2015 Alþingi Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Sjá meira
„Svona gerir maður ekki,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri um orð Jóns Gunnarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, í garð tónlistarkonunnar Bjarkar Guðmundsdóttur. Jón ritaði færslu á Facebook um orð Bjarkar sem hún lét falla í viðtali við breska fjölmiðilinn Sky þar sem hún kallaði Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra fyrir að vilja útmá hálendið í stað þess að vernda það.Sjá einnig: Björk segir Sigmund Davíð og Bjarna vera sveitalubbaJón GunnarssonVísirJón Gunnarsson segist botna lítið í Björk og segist vera á því að hún sé haldin veruleikafirringu á háu stigi. Jón segir niðurstöðu loftslagsráðstefnunnar í París hvetja Íslendinga til að nýta með skynsömum hætti endurnýjanlegar orkuauðlindir til aukinnar verðmætasköpunar. „Nýting þeirra mun skapa traustan grunn að Íslensku samfélagi, tækifæri til að gera svo mikið betur á mörgum sviðum. Ég reikna ekki með að Björk leggi sín lóð á þær vogarskálar, eða borgar hún skatta og gjöld á Íslandi. Spyr sá sem ekki veit,“ skrifar Jón sem er formaður atvinnuveganefndar Alþingis. Lýkur hann skrifum sínum um Björk með því að segja: „Hún er frekar dauf til augnanna á bak við grímuna.“ Dagur B. kallar þessi skrif Jóns lágkúru og segir Jón eiga að biðjast afsökunar á þessum ummælum og draga þau til baka að eða sitja uppi með ævarandi skömm. „Björk er ekki aðeins sá íslenski listamaður sem hefur náð lengst á alþjóðavettvangi og sá Íslendingur sem vakið hefur mesta og jákvæðasta athygli á land og þjóð. Hún er líka skýr og afdráttarlaus málsvari íslenskrar náttúru og umhverfismála. Að hún þurfi að fá yfir sig skít og skot vegna þessa - og það af hinu "háa Alþingi" segir mikið um hvernig fyrir löggjafasamkomu okkar er komið. Er tilgangurinn að reyna að hræða fólk frá því að taka málstað umhverfisins,“ spyr Dagur.Hvað er hægt að segja um svona lágkúru? "Hún er frekar dauf til augnanna á bak við grímuna." Þetta eru (í alvörunni) orð...Posted by Dagur B. Eggertsson on Monday, December 14, 2015
Alþingi Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Sjá meira