Björt framtíð vill „Broskarl“ á matsölustaði Jón Júlíus Karlsson skrifar 9. október 2013 13:00 Broskarlar gætu orðið áberandi á matsölustöðum ef tillaga Bjartar framtíðar nær fram að ganga. Mynd/Valgarður Þingmenn Bjartar framtíðar hafa lagt fram þingsályktunartillögu um upptöku á gæðamerkinu „Broskarlinn“ hjá fyrirtækjum sem selja matvæli. Markmiðið er að upplýsa neytendur betur um ástand veitingastaða og annarra staða sem selja matvæli. Broskarlakerfið var tekið upp í Danmörku árið 2001 og felur í sér að gera eftirlistsskýrslur heilbrigðisfulltrúa opinberar og gera neytendur betur upplýsta um ástand fyrirtækja sem selja matvæli. Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartar framtíðar, segir að broskarlakerfið verðlauni þau fyrirtæki sem standa sig vel. „Þeir veitingastaðir og allir aðilar sem selja matvæli eru verðlaunaðir fyrir að standa sig vel með þessu kerfi og fá broskarl. Neytendur sjá þá að þessi matsölustaður er í góðu lagi. Þeir matsölustaðir sem eru með eitthvað í ólagi fá fýldari karl,“ segir Guðmundur. Fari svo að tillagan nái fram að ganga má búast við að broskörlum verði fundinn áberandi staður á matsölustöðum. „Tilgangurinn með þessu kerfi er neytendavernd og aukið aðhald á matsölustaði. Það þurfa allir að hlíta eftirliti en nú fá neytendur að sjá hverjir eru að standa sig. Þetta kerfi var tekið upp í Danmörku og gefið mjög góða raun.“ Íslendingar eiga langt í land með að búa við viðunandi neytendavernd að mati Guðmundar. „Við boðum fleiri mál af þessu tagi. Brynhildur Pétursdóttir starfaði áður hjá Neytendasamtökunum áður en hún kom á þing og er vel inni í þessum málaflokki. Hljómgrunnur í öðrum flokkum í garð þessarar tillögu hefur verið góður. Siv Friðleifsdóttir lagði fram þessa tillögu fyrir nokkrum árum. Þetta er framfara mál sem nýtur víðtæks stuðnings.“ Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Sjá meira
Þingmenn Bjartar framtíðar hafa lagt fram þingsályktunartillögu um upptöku á gæðamerkinu „Broskarlinn“ hjá fyrirtækjum sem selja matvæli. Markmiðið er að upplýsa neytendur betur um ástand veitingastaða og annarra staða sem selja matvæli. Broskarlakerfið var tekið upp í Danmörku árið 2001 og felur í sér að gera eftirlistsskýrslur heilbrigðisfulltrúa opinberar og gera neytendur betur upplýsta um ástand fyrirtækja sem selja matvæli. Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartar framtíðar, segir að broskarlakerfið verðlauni þau fyrirtæki sem standa sig vel. „Þeir veitingastaðir og allir aðilar sem selja matvæli eru verðlaunaðir fyrir að standa sig vel með þessu kerfi og fá broskarl. Neytendur sjá þá að þessi matsölustaður er í góðu lagi. Þeir matsölustaðir sem eru með eitthvað í ólagi fá fýldari karl,“ segir Guðmundur. Fari svo að tillagan nái fram að ganga má búast við að broskörlum verði fundinn áberandi staður á matsölustöðum. „Tilgangurinn með þessu kerfi er neytendavernd og aukið aðhald á matsölustaði. Það þurfa allir að hlíta eftirliti en nú fá neytendur að sjá hverjir eru að standa sig. Þetta kerfi var tekið upp í Danmörku og gefið mjög góða raun.“ Íslendingar eiga langt í land með að búa við viðunandi neytendavernd að mati Guðmundar. „Við boðum fleiri mál af þessu tagi. Brynhildur Pétursdóttir starfaði áður hjá Neytendasamtökunum áður en hún kom á þing og er vel inni í þessum málaflokki. Hljómgrunnur í öðrum flokkum í garð þessarar tillögu hefur verið góður. Siv Friðleifsdóttir lagði fram þessa tillögu fyrir nokkrum árum. Þetta er framfara mál sem nýtur víðtæks stuðnings.“
Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Sjá meira