Segir ekki þingmanni sæmandi að saka heila atvinnugrein um glæpastarfsemi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. febrúar 2020 20:00 Félag atvinnurekenda segir þingmann Sjálfstæðisflokksins bera heila atvinnugrein þungum og órökstuddum sökum með því að segja blómaheildsala stunda misnotkun og smygl. Ásakanirnar séu þingmanninum ekki til sóma og réttast væri að hann bæðist afsökunar. Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, birti færslu á Facebook síðu sinni í vikunni þar sem hann segir heildsala hafa beitt röngum skráningum og blekkingum við innflutning á blómum. Kallaði hann eftir því að stjórnvöld láti rannsaka það sem hann segir áralanga misnotkun og smygl. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segist undrandi yfir þessum ummælum Haraldar.Sjá einnig: Heildsalar hafi beitt blekkingum og brotið reglur við innflutning á blómum „Ég get ekki útilokað að það hafi verið farið á svig við reglur í einhverjum tilvikum, en að bera það í rauninni á alla atvinnugreinina án þess að nefna rök eða dæmi er býsna bratt,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Blómaverslun í landinu hafi árum saman kvartað undan háum tollum sem oft leggist á tegundir sem séu ekki einu sinni ræktaðar á Íslandi að sögn Ólafs. „Við í samstarfi við 25 fyrirtæki í blómaverslun skrifuðum fjármálaráðuneytinu og atvinnuvegaráðuneytinu bréf, fórum fram á endurskoðun, fórum á fund, þar eru þessi mál rædd fram og aftur. Þessu er vel tekið,“ segir Ólafur. Það erindi eigi ekkert skylt við meinta brotastarfsemi en Haraldur segir í færslu sinni að hann telji eðlilegt að upplýsa um slíkt áður en ráðist verði í breytingar á starfsskilyrðum blómaframleiðenda. Ólafur tekur þó undir að rétt sé að rannsaka það ef uppi er grunur um brot á lögum og reglum. „Það er bara eins og í öðru. Ef það er ekki farið eftir lögum landsins þá á að upplýsa það og beita þeim refsingum sem við eiga. En að halda því fram að heil atvinnugrein stundi glæpastarfsemi, það er bara ekki sæmandi þingmanni. Það er svo einfalt mál,“ segir Ólafur. Alþingi Landbúnaður Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Félag atvinnurekenda segir þingmann Sjálfstæðisflokksins bera heila atvinnugrein þungum og órökstuddum sökum með því að segja blómaheildsala stunda misnotkun og smygl. Ásakanirnar séu þingmanninum ekki til sóma og réttast væri að hann bæðist afsökunar. Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, birti færslu á Facebook síðu sinni í vikunni þar sem hann segir heildsala hafa beitt röngum skráningum og blekkingum við innflutning á blómum. Kallaði hann eftir því að stjórnvöld láti rannsaka það sem hann segir áralanga misnotkun og smygl. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segist undrandi yfir þessum ummælum Haraldar.Sjá einnig: Heildsalar hafi beitt blekkingum og brotið reglur við innflutning á blómum „Ég get ekki útilokað að það hafi verið farið á svig við reglur í einhverjum tilvikum, en að bera það í rauninni á alla atvinnugreinina án þess að nefna rök eða dæmi er býsna bratt,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Blómaverslun í landinu hafi árum saman kvartað undan háum tollum sem oft leggist á tegundir sem séu ekki einu sinni ræktaðar á Íslandi að sögn Ólafs. „Við í samstarfi við 25 fyrirtæki í blómaverslun skrifuðum fjármálaráðuneytinu og atvinnuvegaráðuneytinu bréf, fórum fram á endurskoðun, fórum á fund, þar eru þessi mál rædd fram og aftur. Þessu er vel tekið,“ segir Ólafur. Það erindi eigi ekkert skylt við meinta brotastarfsemi en Haraldur segir í færslu sinni að hann telji eðlilegt að upplýsa um slíkt áður en ráðist verði í breytingar á starfsskilyrðum blómaframleiðenda. Ólafur tekur þó undir að rétt sé að rannsaka það ef uppi er grunur um brot á lögum og reglum. „Það er bara eins og í öðru. Ef það er ekki farið eftir lögum landsins þá á að upplýsa það og beita þeim refsingum sem við eiga. En að halda því fram að heil atvinnugrein stundi glæpastarfsemi, það er bara ekki sæmandi þingmanni. Það er svo einfalt mál,“ segir Ólafur.
Alþingi Landbúnaður Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira