Þrjú stór snjóflóð við Flateyri og Suðureyri með skömmu millibili Jóhann K. Jóhannsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 14. janúar 2020 23:55 Frá höfninni í Flateyri nú undir miðnætti. Bátar hafa losnað frá bryggju. Aðsend Þrjú stór snjóflóð féllu á Vestfjörðum með stuttu millibili seint í kvöld, eitt í hlíðinni í Súgandafirði til móts við Suðureyri og tvö við Flateyri, samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg. Flóðin á Flateyri féllu hvort sínum megin við snjóflóðavarnargarðinn. Þetta vitum við um stöðu mála: Ekki er vitað um alvarleg slys á fólki Bátar slitnuðu frá bryggjunni á Flateyri og er tjón talið mikið Íbúar á Flateyri og Suðureyri eru hvattir til að halda sig heima Varðskipið Þór er lagt af stað frá Ísafirði til Flateyrar með björgunarsveitarfólk og lögreglumenn Mikil ofankoma hefur verið á Vestfjörðum og vegir víðast hvar ófærir Fylgst er með framvindu mála í vaktinni neðst í fréttinni. Tvær mínútur á milli flóða Í fyrstu var talið að aðeins hefðu fallið tvö snjóflóð. Samhæfingarmiðstöð almannavarna í Skógahlíð hefur verið virkjuð vegna flóðanna og björgunarsveitir boðaðar út. Ekki er vitað um alvarleg slys á fólki að svo stöddu. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustóra, segir að tvö flóðanna hafi fallið með tveggja mínútna millibili. Annað flóðið féll í hlíðinni á móts við Suðureyri sem orsakaði flóðbylgju. Ekki hafa borist upplýsingar um skemmdir þar. Flóð sem féll við Flateyri hafi verið það kröftugt að mikil flóðbylgja myndaðist svo bátar slitnuðu frá. Rögnvaldur segir að búið sé að virkja viðbragðsaðila á svæðinu sem séu að meta ástandið. Íbúar á Flateyri eru hvattir til að halda kyrru fyrir heima hjá sér. Þá er fólk á Suðureyri hvatt til að halda sig frá höfninni á Suðureyri. Mikið tjón í höfninni á Flateyri Varðstjóri hjá lögreglunni á Ísafirði gat ekkert tjáð sig um málið þegar fréttastofa hafði samband skömmu fyrir miðnætti. Magnús Einar Magnússon formaður Sæbjargar, björgunarsveitarinnar á Flateyri, gat heldur ekki rætt við fréttastofu um stöðu mála þegar leitað var eftir því um miðnætti. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, sagði í samtali við fréttastofu upp úr miðnætti að varðskipið Þór sé statt á Ísafirði og hafi verið þar í viðbragðsstöðu vegna óveðursins sem gengið hefur yfir. Skipið sé tilbúið til brottfarar þurfi að sigla til Flateyrar. Þá segir Ásgeir að þyrluáhöfn Landhelgisgæslunnar hafi verið boðuð í hús ef óskað verði eftir að þyrla verði send vestur. Guðmundur Gunnarsson bæjarstjóri á Ísafirði segir í samtali við fréttastofu að verið sé að safna saman upplýsingum. Hann kveðst hafa heyrt í hafnarstjóranum á Flateyri og fengið þær upplýsingar að einir sex bátar hafi marað í hálfu kafi eða slitnað frá bryggjunni. Hann segir augljóst að mikið tjón hafi orðið á höfninni. Guðmundur var á leið í aðgerðarstjórn sem hefur verið virkjuð á Ísafirði nú um miðnætti. Flóð féll að hluta á hús á Flateyri Annað snjóflóðið sem féll við Flateyri seint í kvöld féll að hluta til á hús í jaðri bæjarins. Þrír voru í húsinu þegar flóðið féll og hefur þeim öllum verið komið út, óhultum, að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Davíð telur að tugir björgunarsveitarmanna séu nú að störfum á vettvangi. Varðskipið Þór er lagt af stað frá Ísafirði til Flateyrar með 35 björgunarsveitarmenn, auk þriggja lögreglumanna, og þá verður þyrla einnig send frá Reykjavík. Íbúar á Flateyri eru beðnir um að halda kyrru fyrir heima að svo stöddu, að því er fram kemur í tilkynningu frá samhæfingarmiðstöðinni sem send var út um eittleytið. Þá eru íbúar á Suðureyri beðnir um að halda sig frá höfninni. Verið er að rýma einhver hús á svæðinu. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 01:09 en fylgst er með gangi mála jafnóðum og tíðindi berast í vaktinni hér að neðan.
Þrjú stór snjóflóð féllu á Vestfjörðum með stuttu millibili seint í kvöld, eitt í hlíðinni í Súgandafirði til móts við Suðureyri og tvö við Flateyri, samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg. Flóðin á Flateyri féllu hvort sínum megin við snjóflóðavarnargarðinn. Þetta vitum við um stöðu mála: Ekki er vitað um alvarleg slys á fólki Bátar slitnuðu frá bryggjunni á Flateyri og er tjón talið mikið Íbúar á Flateyri og Suðureyri eru hvattir til að halda sig heima Varðskipið Þór er lagt af stað frá Ísafirði til Flateyrar með björgunarsveitarfólk og lögreglumenn Mikil ofankoma hefur verið á Vestfjörðum og vegir víðast hvar ófærir Fylgst er með framvindu mála í vaktinni neðst í fréttinni. Tvær mínútur á milli flóða Í fyrstu var talið að aðeins hefðu fallið tvö snjóflóð. Samhæfingarmiðstöð almannavarna í Skógahlíð hefur verið virkjuð vegna flóðanna og björgunarsveitir boðaðar út. Ekki er vitað um alvarleg slys á fólki að svo stöddu. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustóra, segir að tvö flóðanna hafi fallið með tveggja mínútna millibili. Annað flóðið féll í hlíðinni á móts við Suðureyri sem orsakaði flóðbylgju. Ekki hafa borist upplýsingar um skemmdir þar. Flóð sem féll við Flateyri hafi verið það kröftugt að mikil flóðbylgja myndaðist svo bátar slitnuðu frá. Rögnvaldur segir að búið sé að virkja viðbragðsaðila á svæðinu sem séu að meta ástandið. Íbúar á Flateyri eru hvattir til að halda kyrru fyrir heima hjá sér. Þá er fólk á Suðureyri hvatt til að halda sig frá höfninni á Suðureyri. Mikið tjón í höfninni á Flateyri Varðstjóri hjá lögreglunni á Ísafirði gat ekkert tjáð sig um málið þegar fréttastofa hafði samband skömmu fyrir miðnætti. Magnús Einar Magnússon formaður Sæbjargar, björgunarsveitarinnar á Flateyri, gat heldur ekki rætt við fréttastofu um stöðu mála þegar leitað var eftir því um miðnætti. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, sagði í samtali við fréttastofu upp úr miðnætti að varðskipið Þór sé statt á Ísafirði og hafi verið þar í viðbragðsstöðu vegna óveðursins sem gengið hefur yfir. Skipið sé tilbúið til brottfarar þurfi að sigla til Flateyrar. Þá segir Ásgeir að þyrluáhöfn Landhelgisgæslunnar hafi verið boðuð í hús ef óskað verði eftir að þyrla verði send vestur. Guðmundur Gunnarsson bæjarstjóri á Ísafirði segir í samtali við fréttastofu að verið sé að safna saman upplýsingum. Hann kveðst hafa heyrt í hafnarstjóranum á Flateyri og fengið þær upplýsingar að einir sex bátar hafi marað í hálfu kafi eða slitnað frá bryggjunni. Hann segir augljóst að mikið tjón hafi orðið á höfninni. Guðmundur var á leið í aðgerðarstjórn sem hefur verið virkjuð á Ísafirði nú um miðnætti. Flóð féll að hluta á hús á Flateyri Annað snjóflóðið sem féll við Flateyri seint í kvöld féll að hluta til á hús í jaðri bæjarins. Þrír voru í húsinu þegar flóðið féll og hefur þeim öllum verið komið út, óhultum, að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Davíð telur að tugir björgunarsveitarmanna séu nú að störfum á vettvangi. Varðskipið Þór er lagt af stað frá Ísafirði til Flateyrar með 35 björgunarsveitarmenn, auk þriggja lögreglumanna, og þá verður þyrla einnig send frá Reykjavík. Íbúar á Flateyri eru beðnir um að halda kyrru fyrir heima að svo stöddu, að því er fram kemur í tilkynningu frá samhæfingarmiðstöðinni sem send var út um eittleytið. Þá eru íbúar á Suðureyri beðnir um að halda sig frá höfninni. Verið er að rýma einhver hús á svæðinu. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 01:09 en fylgst er með gangi mála jafnóðum og tíðindi berast í vaktinni hér að neðan.
Björgunarsveitir Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira