Íslendingurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald á Spáni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. janúar 2020 14:57 Frá Torrevieja á Spáni. Móðir hins grunaða hefur búið þar ásamt sambýlismanni sínum sem sonur er grunaður um að hafa orðið að bana. vísir/Getty Dómari á Spáni hefur úrskurðað Guðmund Frey Magnússon, sem grunaður er um að hafa banað sambýlismanni móður sinnar aðfaranótt sunnudags í Torrevieja, í gæsluvarðhald. Þetta staðfestir lögreglan í Alicante í samtali við fréttastofu. Hvorki fengust upplýsingar um það hversu langt varðhaldið er né hvaða glæp nákvæmlega Guðmundur er grunaður um að hafa framið þar sem það eru mismunandi ákvæði um manndráp í spænsku löggjöfinni eftir alvarleika. Þannig gæti það til dæmis verið manndráp af gáleysi eða manndráp af ásetningi. Lögreglan á Spáni hefur hingað til viljað tjá sig afar lítið um málið vegna rannsóknarhagsmuna og enn fást engar frekari upplýsingar um atburðarásina. Guðmundur Freyr hafði undanfarinn eitt til tvö ár verið með annan fótinn á Spáni en móðir hans og sambýlismaður höfðu búið í Torrevieja um nokkurt skeið. Segir soninn hafa kastað gaskút í gegnum rúðu fyrir ódæðið Rætt var við móður Guðmundar, Kristínu Guðmundsdóttur, í Fréttablaðinu í morgun þar sem hún lýsti því hvernig sonur hennar braust inn í íbúð þeirra aðfaranótt sunnudags með því að kasta 14 kílóa gaskút í gegnum rúðu. Hann hafi verið vopnaður hnífi og stungið sambýlismann hennar ítrekað. Guðmundur á langan sakaferil að baki hér á landi, eins og fjallað var um á Vísi í gær, og Kristín sagði að þetta væri ekki fyrsta sinn sem sonur hennar hefði veist að sambýlismanni hennar. Fyrri viðskipti þeirra hefðu endað með því að leggja þurfti sambýlismanninn inn á spítala eftir höfuðhögg. Við það hefði Guðmundur verið úrskurðaður í nálgunarbann. Þá sagði Kristín einnig að frásögn spænska miðilsins Información, sem fyrstu fréttir íslenskra miðla byggðu á, hafa verið ónákvæma. Þannig væri ekki rétt að Guðmundur hefði klifrað yfir vegg og komist þannig inn á heimilið. Ekki væri það heldur sannleikanum samkvæmt að til átaka hafi komið á milli Guðmundar og sambýlismannsins, sem sagður var hafa fallið á rúðu þannig að hún brotnaði. Við það hafi maðurinn skorist illa og blætt út. Kristín sagði í Fréttablaðinu að það rétta í málinu væri að Guðmundur hefði kastað fyrrnefndum gaskút í rúðuna. Það skýri glerbrotin sem lögreglan fann á víð og dreif um íbúðina. Engin átök hefðu átt sér stað, sonur hennar hefði haft sambýlismanninn undir á skömmum tíma og lagt til hans með hnífnum.Fréttin hefur verið uppfærð. Manndráp í Torrevieja Spánn Tengdar fréttir Íslendingurinn leiddur fyrir dómara í morgun Guðmundur Freyr Magnússon, fertugur Íslendingur sem handtekinn var í Torrevieja á Spáni aðfaranótt sunnudags, grunaður um að hafa orðið sambýlismanni móður sinnar að bana, var leiddur fyrir dómara í morgun. 14. janúar 2020 10:32 Segir son sinn hafa kastað gaskút í gegnum rúðu fyrir ódæðið Móðir mannsins sem nú liggur undir grun um að hafa banað sambýlismanni hennar á Spáni segir ýmislegt ekki satt og rétt við fyrstu fréttir af málinu. 14. janúar 2020 07:21 Íslendingur grunaður um að hafa myrt sambýlismann móður sinnar Íslendingur á fertugsaldri en nú grunaður um að hafa orðið manni að bana á Spáni í nótt. 12. janúar 2020 19:54 Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Sjá meira
Dómari á Spáni hefur úrskurðað Guðmund Frey Magnússon, sem grunaður er um að hafa banað sambýlismanni móður sinnar aðfaranótt sunnudags í Torrevieja, í gæsluvarðhald. Þetta staðfestir lögreglan í Alicante í samtali við fréttastofu. Hvorki fengust upplýsingar um það hversu langt varðhaldið er né hvaða glæp nákvæmlega Guðmundur er grunaður um að hafa framið þar sem það eru mismunandi ákvæði um manndráp í spænsku löggjöfinni eftir alvarleika. Þannig gæti það til dæmis verið manndráp af gáleysi eða manndráp af ásetningi. Lögreglan á Spáni hefur hingað til viljað tjá sig afar lítið um málið vegna rannsóknarhagsmuna og enn fást engar frekari upplýsingar um atburðarásina. Guðmundur Freyr hafði undanfarinn eitt til tvö ár verið með annan fótinn á Spáni en móðir hans og sambýlismaður höfðu búið í Torrevieja um nokkurt skeið. Segir soninn hafa kastað gaskút í gegnum rúðu fyrir ódæðið Rætt var við móður Guðmundar, Kristínu Guðmundsdóttur, í Fréttablaðinu í morgun þar sem hún lýsti því hvernig sonur hennar braust inn í íbúð þeirra aðfaranótt sunnudags með því að kasta 14 kílóa gaskút í gegnum rúðu. Hann hafi verið vopnaður hnífi og stungið sambýlismann hennar ítrekað. Guðmundur á langan sakaferil að baki hér á landi, eins og fjallað var um á Vísi í gær, og Kristín sagði að þetta væri ekki fyrsta sinn sem sonur hennar hefði veist að sambýlismanni hennar. Fyrri viðskipti þeirra hefðu endað með því að leggja þurfti sambýlismanninn inn á spítala eftir höfuðhögg. Við það hefði Guðmundur verið úrskurðaður í nálgunarbann. Þá sagði Kristín einnig að frásögn spænska miðilsins Información, sem fyrstu fréttir íslenskra miðla byggðu á, hafa verið ónákvæma. Þannig væri ekki rétt að Guðmundur hefði klifrað yfir vegg og komist þannig inn á heimilið. Ekki væri það heldur sannleikanum samkvæmt að til átaka hafi komið á milli Guðmundar og sambýlismannsins, sem sagður var hafa fallið á rúðu þannig að hún brotnaði. Við það hafi maðurinn skorist illa og blætt út. Kristín sagði í Fréttablaðinu að það rétta í málinu væri að Guðmundur hefði kastað fyrrnefndum gaskút í rúðuna. Það skýri glerbrotin sem lögreglan fann á víð og dreif um íbúðina. Engin átök hefðu átt sér stað, sonur hennar hefði haft sambýlismanninn undir á skömmum tíma og lagt til hans með hnífnum.Fréttin hefur verið uppfærð.
Manndráp í Torrevieja Spánn Tengdar fréttir Íslendingurinn leiddur fyrir dómara í morgun Guðmundur Freyr Magnússon, fertugur Íslendingur sem handtekinn var í Torrevieja á Spáni aðfaranótt sunnudags, grunaður um að hafa orðið sambýlismanni móður sinnar að bana, var leiddur fyrir dómara í morgun. 14. janúar 2020 10:32 Segir son sinn hafa kastað gaskút í gegnum rúðu fyrir ódæðið Móðir mannsins sem nú liggur undir grun um að hafa banað sambýlismanni hennar á Spáni segir ýmislegt ekki satt og rétt við fyrstu fréttir af málinu. 14. janúar 2020 07:21 Íslendingur grunaður um að hafa myrt sambýlismann móður sinnar Íslendingur á fertugsaldri en nú grunaður um að hafa orðið manni að bana á Spáni í nótt. 12. janúar 2020 19:54 Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Sjá meira
Íslendingurinn leiddur fyrir dómara í morgun Guðmundur Freyr Magnússon, fertugur Íslendingur sem handtekinn var í Torrevieja á Spáni aðfaranótt sunnudags, grunaður um að hafa orðið sambýlismanni móður sinnar að bana, var leiddur fyrir dómara í morgun. 14. janúar 2020 10:32
Segir son sinn hafa kastað gaskút í gegnum rúðu fyrir ódæðið Móðir mannsins sem nú liggur undir grun um að hafa banað sambýlismanni hennar á Spáni segir ýmislegt ekki satt og rétt við fyrstu fréttir af málinu. 14. janúar 2020 07:21
Íslendingur grunaður um að hafa myrt sambýlismann móður sinnar Íslendingur á fertugsaldri en nú grunaður um að hafa orðið manni að bana á Spáni í nótt. 12. janúar 2020 19:54