Innlent

Enginn lengur á gjörgæslu með Covid-19

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Alma Möller er landlæknir.
Alma Möller er landlæknir. Mynd/Lögreglan á höfuðborgasvæðinu

Þau tímamót urðu í morgun að nú liggur enginn inni á gjörgæslu vegna Covid-19 sjúkdómsins. Sá síðasti var útskrifaður af gjörgæsludeild Landspítalans í morgun.

Þetta kom fram í máli Ölmu Möller landlæknis á daglegum upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirufaraldursins.

„Ég vil bara óska sjúklingum, aðstandendum og starfsfólki öllu til hamingju með það,“ sagði Alma en í gær urðu einnig þau tímamót enginn sem smitast hefur af kórónuveirunni styðst nú við öndunarvél. Alls hafa 18 þurft á aðstoð öndunarvél að halda að sögn Ölmu. Þá liggja sjö sjúklingar inni á Landspítalanum vegna veirunnar, tveir á Akureyri.

Þrír greindust með kórónuveiruna síðasta sólarhringinn, samkvæmt nýuppfærðum tölum á Covid.is. Alls hafa því 1.795 greinst með veiruna hér á landi. Tiltölulega fá ný smit hafa greinst á landinu undanfarna daga.

Í einagrun eru 149 manns og 784 í sóttkví. Nú hafa 1.636 manns náð bata og 18.858 lokið sóttkví. Alls hafa verið tekin 47.065 sýni og hafa um 700 bæst við á milli daga. Tíu manns hafa látist.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.