Bagalegt að mega ekki kynna íþróttir í skólum Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 12. júlí 2014 12:00 Gjaldfrjálsar íþróttaæfingar eru í boði á lóð Fellaskóla síðdegis á þriðjudögum og fimmtudögum. Vísir/Daníel „Bann við kynningu á starfsemi íþróttafélaga í skólum er mjög bagalegt, sérstaklega í hverfishlutum þar sem hátt hlutfall foreldra er ekki með íslensku sem móðurmál. Margir foreldrar hafa ekki yfirsýn yfir það sem er í boði.“ Þetta segir Haukur Þór Haraldsson, framkvæmdastjóri Íþróttafélags Reykjavíkur, ÍR. Öflugt samband var á milli íþróttafélaga og skóla áður en ákveðið var með reglugerð að banna að því er virðist aðallega lífsskoðunarfélögum að kynna starfsemi sína í skólum, eins og Haukur orðar það. „Það bann náði einnig til íþróttafélaga. Ég finn vilja hjá starfsmönnum skóla til að sambandið við íþróttafélögin verði eins og það var áður. Við höfum farið fram á það og þetta hefur verið rætt hjá skóla- og frístundasviði en til þessa hafa menn ekki verið tilbúnir að breyta þessu.“ Eva Dögg Guðmundsdóttir, stjórnandi verkefnis sem býður fríar íþróttaæfingar á lóð Fellaskóla í sumar og er styrkt af íþrótta- og tómstundaráði, sagði í Fréttablaðinu í gær að nýting frístundakortsins hefði verið miklu minni í hverfi 111 en í öðrum hverfum Reykjavíkur. Haukur segir foreldra hafa komið til sín sem ekki hafi vitað hvað hann var að tala um þegar hann nefndi frístundakortið við þá. „Ég get nefnt sem dæmi strák sem langaði að vera íþróttum hjá okkur eins og vinur hans. Strákurinn dró pabba sinn hingað niður eftir til að tala við mig. Þegar ég hafði útskýrt þetta fyrir föðurnum var hann hissa á því sem í boði var,“ greinir Haukur frá. Hann segir ÍR hafa fundið verulega fyrir því þegar lokað var á kynningar íþróttafélaga í skólunum. „Við fundum sérstaklega fyrir þessu haustið 2011 þegar við gátum ekki komið og kynnt vetrarprógrammið okkar eins og venjulega. Það var einkum áberandi hvað það komu færri á körfuboltaæfingar. Menn eru með miklar væntingar til okkar og gera kröfur en þegar við reynum að verða við þeim eru settar takmarkanir á okkur. Í Reykjavík eru níu hverfisfélög sem eru að baki tveimur þriðju hlutum allrar íþróttastarfsemi í borginni. Okkur finnst að hverfisfélög ættu að hafa aðgang að sínum hverfisskólum. Það þyrfti ekki þar með að opna aðgang fyrir 100 önnur félög.“ Það er mat Hauks að gjaldfrjálsu íþróttaæfingarnar á lóð Fellaskóla í sumar muni án efa bera árangur. „Þetta er mjög gott verkefni sem við erum ánægðir með.“ Við gerð reglna um kynningar í skólum var meðal annars stuðst við leiðbeinandi reglur talsmanns neytenda og umboðsmanns barna frá 2009 þar sem segir að engar auglýsingar skuli vera í grunnskólum eða leikskólum né önnur markaðssókn. „En þar segir líka að kynning á æskulýðs-, íþrótta- og tómstundastarfsemi sveitarfélaga sé heimil,“ segir Sigrún Sveinbjörnsdóttir, verkefnastjóri hjá skóla- og frístundasviði. Hún segir íþrótta- og tómstundaráð halda úti vef um íþrótta- og tómstundastarf fyrir börn og unglinga í borginni, itr.is/sumar, á sumrin og fristund.is á veturna, þar sem frjálsu félögin geti komið sínum tilboðum á framfæri. Skólastjóri tekur ákvörðun um hvort verkefni styrkt af Reykjavíkurborg verði kynnt í skólanum. Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
„Bann við kynningu á starfsemi íþróttafélaga í skólum er mjög bagalegt, sérstaklega í hverfishlutum þar sem hátt hlutfall foreldra er ekki með íslensku sem móðurmál. Margir foreldrar hafa ekki yfirsýn yfir það sem er í boði.“ Þetta segir Haukur Þór Haraldsson, framkvæmdastjóri Íþróttafélags Reykjavíkur, ÍR. Öflugt samband var á milli íþróttafélaga og skóla áður en ákveðið var með reglugerð að banna að því er virðist aðallega lífsskoðunarfélögum að kynna starfsemi sína í skólum, eins og Haukur orðar það. „Það bann náði einnig til íþróttafélaga. Ég finn vilja hjá starfsmönnum skóla til að sambandið við íþróttafélögin verði eins og það var áður. Við höfum farið fram á það og þetta hefur verið rætt hjá skóla- og frístundasviði en til þessa hafa menn ekki verið tilbúnir að breyta þessu.“ Eva Dögg Guðmundsdóttir, stjórnandi verkefnis sem býður fríar íþróttaæfingar á lóð Fellaskóla í sumar og er styrkt af íþrótta- og tómstundaráði, sagði í Fréttablaðinu í gær að nýting frístundakortsins hefði verið miklu minni í hverfi 111 en í öðrum hverfum Reykjavíkur. Haukur segir foreldra hafa komið til sín sem ekki hafi vitað hvað hann var að tala um þegar hann nefndi frístundakortið við þá. „Ég get nefnt sem dæmi strák sem langaði að vera íþróttum hjá okkur eins og vinur hans. Strákurinn dró pabba sinn hingað niður eftir til að tala við mig. Þegar ég hafði útskýrt þetta fyrir föðurnum var hann hissa á því sem í boði var,“ greinir Haukur frá. Hann segir ÍR hafa fundið verulega fyrir því þegar lokað var á kynningar íþróttafélaga í skólunum. „Við fundum sérstaklega fyrir þessu haustið 2011 þegar við gátum ekki komið og kynnt vetrarprógrammið okkar eins og venjulega. Það var einkum áberandi hvað það komu færri á körfuboltaæfingar. Menn eru með miklar væntingar til okkar og gera kröfur en þegar við reynum að verða við þeim eru settar takmarkanir á okkur. Í Reykjavík eru níu hverfisfélög sem eru að baki tveimur þriðju hlutum allrar íþróttastarfsemi í borginni. Okkur finnst að hverfisfélög ættu að hafa aðgang að sínum hverfisskólum. Það þyrfti ekki þar með að opna aðgang fyrir 100 önnur félög.“ Það er mat Hauks að gjaldfrjálsu íþróttaæfingarnar á lóð Fellaskóla í sumar muni án efa bera árangur. „Þetta er mjög gott verkefni sem við erum ánægðir með.“ Við gerð reglna um kynningar í skólum var meðal annars stuðst við leiðbeinandi reglur talsmanns neytenda og umboðsmanns barna frá 2009 þar sem segir að engar auglýsingar skuli vera í grunnskólum eða leikskólum né önnur markaðssókn. „En þar segir líka að kynning á æskulýðs-, íþrótta- og tómstundastarfsemi sveitarfélaga sé heimil,“ segir Sigrún Sveinbjörnsdóttir, verkefnastjóri hjá skóla- og frístundasviði. Hún segir íþrótta- og tómstundaráð halda úti vef um íþrótta- og tómstundastarf fyrir börn og unglinga í borginni, itr.is/sumar, á sumrin og fristund.is á veturna, þar sem frjálsu félögin geti komið sínum tilboðum á framfæri. Skólastjóri tekur ákvörðun um hvort verkefni styrkt af Reykjavíkurborg verði kynnt í skólanum.
Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira