Vilja ekki muna atburðina á Torgi hins himneska friðar BBI skrifar 4. júní 2012 12:57 Nú eru 23 ár frá fjöldamorðunum í Kína á Torgi hins himneska friðar. Þá stöðvuðu kínversk stjórnvöld fjölmenn mótmæli með hervaldi. Í dag hafa stjórnvöld í Kína handtekið aðgerðarsinna og aukið alla gæslu til að koma í veg fyrir að minnt verði á atburðina. Kínverskar leitarsíður á netinu hafa sömuleiðis verið ritskoðaðar. Hvergi koma fram upplýsingar um atburðina. Ef maður leitar að orðum eins og „sjötti júní" „23" eða „aldrei gleyma" kemur ekkert upp. Umræða um atburðina hefur alltaf verið forboðin í landinu. Sú umræða er tekin sérlega föstum tökum í dag. Sérfræðingar telja ritskoðunina óvenju mikilvæga um þessar mundir þar sem ríkisstjórnin býr sig undir að nýir valdhafar taki við völdum. Vegna þess að 23 ár eru frá fjöldamorðunum sendi bandaríska ríkisstjórnin formlega ósk í gær til stjórnvalda í Kína um að þeir sem enn eru í fangelsi síðan atburðirnir áttu sér stað yrðu leystir úr haldi. Mannréttindasamtök telja innan við tólf manns enn í haldi frá atburðunum árið 1989. Kínversk stjórnvöld tóku mjög illa í þá hugmynd að frelsa þá og lýstu mikilli óánægju með bónina. Eftir rúmlega mánaðar mótmæli árið 1989 stráfelldu stjórnvöld í Kína mótmælendur á Torgi hins himneska friðar. Þetta gerðist 4. júní. Aldrei hefur verið gefið upp hve margir létust í mótmælunum en tala fallinna er almennt talin á bilinu nokkur hundruð til allt að 7000 manns. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá ungan mann ganga í veg fyrir skriðdreka daginn eftir að fjöldamorðin á Torgi hins himneska friðar áttu sé stað. Atvikið vakti mikla athygli. Ekki er vitað hver örlög mannsins urðu.Hér og hér er fjallað um málið á fréttamiðli BBC. Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Nú eru 23 ár frá fjöldamorðunum í Kína á Torgi hins himneska friðar. Þá stöðvuðu kínversk stjórnvöld fjölmenn mótmæli með hervaldi. Í dag hafa stjórnvöld í Kína handtekið aðgerðarsinna og aukið alla gæslu til að koma í veg fyrir að minnt verði á atburðina. Kínverskar leitarsíður á netinu hafa sömuleiðis verið ritskoðaðar. Hvergi koma fram upplýsingar um atburðina. Ef maður leitar að orðum eins og „sjötti júní" „23" eða „aldrei gleyma" kemur ekkert upp. Umræða um atburðina hefur alltaf verið forboðin í landinu. Sú umræða er tekin sérlega föstum tökum í dag. Sérfræðingar telja ritskoðunina óvenju mikilvæga um þessar mundir þar sem ríkisstjórnin býr sig undir að nýir valdhafar taki við völdum. Vegna þess að 23 ár eru frá fjöldamorðunum sendi bandaríska ríkisstjórnin formlega ósk í gær til stjórnvalda í Kína um að þeir sem enn eru í fangelsi síðan atburðirnir áttu sér stað yrðu leystir úr haldi. Mannréttindasamtök telja innan við tólf manns enn í haldi frá atburðunum árið 1989. Kínversk stjórnvöld tóku mjög illa í þá hugmynd að frelsa þá og lýstu mikilli óánægju með bónina. Eftir rúmlega mánaðar mótmæli árið 1989 stráfelldu stjórnvöld í Kína mótmælendur á Torgi hins himneska friðar. Þetta gerðist 4. júní. Aldrei hefur verið gefið upp hve margir létust í mótmælunum en tala fallinna er almennt talin á bilinu nokkur hundruð til allt að 7000 manns. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá ungan mann ganga í veg fyrir skriðdreka daginn eftir að fjöldamorðin á Torgi hins himneska friðar áttu sé stað. Atvikið vakti mikla athygli. Ekki er vitað hver örlög mannsins urðu.Hér og hér er fjallað um málið á fréttamiðli BBC.
Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira