Innlent

Ferðast á rafhjóli til vinnu allar árstíðir

Bjarni Jakob og sonur hans eru hraustir á hjólum sínum. Bjarni hjólar til og frá vinnu alla daga, allan ársins hring.fréttablaðið/ernir
Bjarni Jakob og sonur hans eru hraustir á hjólum sínum. Bjarni hjólar til og frá vinnu alla daga, allan ársins hring.fréttablaðið/ernir
Bjarni Jakob Gíslason, íbúi í Norðlingaholti, hjólar alla daga í og úr vinnu á Háaleitisbraut í Reykjavík. Hann notast við rafmótorknúið hjól sem auðveldar honum ferðina á vetrum þegar þyngra reynist að stíga hjólið áfram.

?Þetta er ekki löng leið, hún er svona tíu kílómetrar og ég er korter heim til mín,? segir Bjarni. ?Ég nota rafmagnshjólið mestmegnis yfir veturinn og hef svo annað venjulegt hjól sem ég nota þegar betur viðrar.?

?Ég nota rafmagnshjólið yfir sumarið líka. Við þurfum ekki tvo bíla á heimilinu þegar ég með svo öflugt hjól. Ef ég þarf að sækja börnin á leikskóla eða vera snöggur á milli fer ég á rafmagnshjólinu.?

Rafhjól heitir fyrirtækið sem breytir venjulegum reiðhjólum og kemur rafmótornum og rafhlöðum fyrir. ?Mótorinn er 500 vött og hann er festur inn í gjörðina að aftan. Rafhlöðurnar eru 48 volt sem er í stellinu á milli lappanna. Svo hefur maður inngjöf eins og á vespu.?

Ekki er nauðsynlegt að hafa keðju á hjólinu því mótorinn getur séð um að knýja hjólið sjálfur. Bjarni ákvað að halda keðjunni og segist hjálpa hjólinu upp brekkur. ?Þegar ég er að fara upp brekkur þá hámarka ég hraðann með því að stíga með.?

?Í vetur var þetta tær snilld. Fólk sat fast í bílunum sínum út um allt í ömurlegri færð. Þá var ég með 360 nagla í hvoru dekki og dúndraðist fram hjá eins og geðsjúklingur. Það er ekkert veður sem heldur aftur af þér þegar þú ert á rafmagnshjóli.?

Spurður hvort hann hjóli á götum segir hann það fara eftir umferð enda eru hjólreiðamenn gestir á göngustígum þar sem gangandi vegfarendur ráða ríkjum. ?Það fer eftir umferð hvort ég hjóli á götum. Ef það er mikið af fólki á göngustígum þá hjóla ég á götunum.?

Bjarni heldur sig við hjólreiðastíga þess á milli. ?Það er alger snilld hvað borgin er búin að gera með hjólastíga í Fossvoginum. Það á að leggja samfelldan hjólreiðastíg úr Grafarvogi alveg niður á Hlemm. Mosfellsbær er að klára sína hjólaleið með fram Vesturlandsvegi.?

?Hjólreiðamönnum hefur fjölgað mikið því bensínverð er orðið svo hátt og fólk vill vera í betra formi. Yfirvöld ættu að íhuga að stytta hjólaleiðirnar enn þá frekar. Þær eru of hlykkjóttar oft á tíðum og fólk vill komast sem stysta leið í vinnuna,? segir Bjarni að lokum.

birgirh@frettabladid.is




Fleiri fréttir

Sjá meira


×