Ferðast á rafhjóli til vinnu allar árstíðir 9. júlí 2012 03:30 Bjarni Jakob og sonur hans eru hraustir á hjólum sínum. Bjarni hjólar til og frá vinnu alla daga, allan ársins hring.fréttablaðið/ernir Bjarni Jakob Gíslason, íbúi í Norðlingaholti, hjólar alla daga í og úr vinnu á Háaleitisbraut í Reykjavík. Hann notast við rafmótorknúið hjól sem auðveldar honum ferðina á vetrum þegar þyngra reynist að stíga hjólið áfram. ?Þetta er ekki löng leið, hún er svona tíu kílómetrar og ég er korter heim til mín,? segir Bjarni. ?Ég nota rafmagnshjólið mestmegnis yfir veturinn og hef svo annað venjulegt hjól sem ég nota þegar betur viðrar.? ?Ég nota rafmagnshjólið yfir sumarið líka. Við þurfum ekki tvo bíla á heimilinu þegar ég með svo öflugt hjól. Ef ég þarf að sækja börnin á leikskóla eða vera snöggur á milli fer ég á rafmagnshjólinu.? Rafhjól heitir fyrirtækið sem breytir venjulegum reiðhjólum og kemur rafmótornum og rafhlöðum fyrir. ?Mótorinn er 500 vött og hann er festur inn í gjörðina að aftan. Rafhlöðurnar eru 48 volt sem er í stellinu á milli lappanna. Svo hefur maður inngjöf eins og á vespu.? Ekki er nauðsynlegt að hafa keðju á hjólinu því mótorinn getur séð um að knýja hjólið sjálfur. Bjarni ákvað að halda keðjunni og segist hjálpa hjólinu upp brekkur. ?Þegar ég er að fara upp brekkur þá hámarka ég hraðann með því að stíga með.? ?Í vetur var þetta tær snilld. Fólk sat fast í bílunum sínum út um allt í ömurlegri færð. Þá var ég með 360 nagla í hvoru dekki og dúndraðist fram hjá eins og geðsjúklingur. Það er ekkert veður sem heldur aftur af þér þegar þú ert á rafmagnshjóli.? Spurður hvort hann hjóli á götum segir hann það fara eftir umferð enda eru hjólreiðamenn gestir á göngustígum þar sem gangandi vegfarendur ráða ríkjum. ?Það fer eftir umferð hvort ég hjóli á götum. Ef það er mikið af fólki á göngustígum þá hjóla ég á götunum.? Bjarni heldur sig við hjólreiðastíga þess á milli. ?Það er alger snilld hvað borgin er búin að gera með hjólastíga í Fossvoginum. Það á að leggja samfelldan hjólreiðastíg úr Grafarvogi alveg niður á Hlemm. Mosfellsbær er að klára sína hjólaleið með fram Vesturlandsvegi.? ?Hjólreiðamönnum hefur fjölgað mikið því bensínverð er orðið svo hátt og fólk vill vera í betra formi. Yfirvöld ættu að íhuga að stytta hjólaleiðirnar enn þá frekar. Þær eru of hlykkjóttar oft á tíðum og fólk vill komast sem stysta leið í vinnuna,? segir Bjarni að lokum. birgirh@frettabladid.is Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sjá meira
Bjarni Jakob Gíslason, íbúi í Norðlingaholti, hjólar alla daga í og úr vinnu á Háaleitisbraut í Reykjavík. Hann notast við rafmótorknúið hjól sem auðveldar honum ferðina á vetrum þegar þyngra reynist að stíga hjólið áfram. ?Þetta er ekki löng leið, hún er svona tíu kílómetrar og ég er korter heim til mín,? segir Bjarni. ?Ég nota rafmagnshjólið mestmegnis yfir veturinn og hef svo annað venjulegt hjól sem ég nota þegar betur viðrar.? ?Ég nota rafmagnshjólið yfir sumarið líka. Við þurfum ekki tvo bíla á heimilinu þegar ég með svo öflugt hjól. Ef ég þarf að sækja börnin á leikskóla eða vera snöggur á milli fer ég á rafmagnshjólinu.? Rafhjól heitir fyrirtækið sem breytir venjulegum reiðhjólum og kemur rafmótornum og rafhlöðum fyrir. ?Mótorinn er 500 vött og hann er festur inn í gjörðina að aftan. Rafhlöðurnar eru 48 volt sem er í stellinu á milli lappanna. Svo hefur maður inngjöf eins og á vespu.? Ekki er nauðsynlegt að hafa keðju á hjólinu því mótorinn getur séð um að knýja hjólið sjálfur. Bjarni ákvað að halda keðjunni og segist hjálpa hjólinu upp brekkur. ?Þegar ég er að fara upp brekkur þá hámarka ég hraðann með því að stíga með.? ?Í vetur var þetta tær snilld. Fólk sat fast í bílunum sínum út um allt í ömurlegri færð. Þá var ég með 360 nagla í hvoru dekki og dúndraðist fram hjá eins og geðsjúklingur. Það er ekkert veður sem heldur aftur af þér þegar þú ert á rafmagnshjóli.? Spurður hvort hann hjóli á götum segir hann það fara eftir umferð enda eru hjólreiðamenn gestir á göngustígum þar sem gangandi vegfarendur ráða ríkjum. ?Það fer eftir umferð hvort ég hjóli á götum. Ef það er mikið af fólki á göngustígum þá hjóla ég á götunum.? Bjarni heldur sig við hjólreiðastíga þess á milli. ?Það er alger snilld hvað borgin er búin að gera með hjólastíga í Fossvoginum. Það á að leggja samfelldan hjólreiðastíg úr Grafarvogi alveg niður á Hlemm. Mosfellsbær er að klára sína hjólaleið með fram Vesturlandsvegi.? ?Hjólreiðamönnum hefur fjölgað mikið því bensínverð er orðið svo hátt og fólk vill vera í betra formi. Yfirvöld ættu að íhuga að stytta hjólaleiðirnar enn þá frekar. Þær eru of hlykkjóttar oft á tíðum og fólk vill komast sem stysta leið í vinnuna,? segir Bjarni að lokum. birgirh@frettabladid.is
Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sjá meira