Sakar glæpagengi um að notfæra sér faraldurinn Kjartan Kjartansson skrifar 27. apríl 2020 11:31 Mynd sem forsetaembætti El Salvador gaf út sem sýnir grímuklæddan fangavörð fylgjast með reglulegu eftirliti með föngum í hámarksöryggisfangelsi í Zacatecoluca á laugardag. Vísir/EPA Forseti El Salvador sakar þarlend glæpagengi um að notfæra sér að öryggissveitir landsins beini nú kröftum sínum að því að stöðva útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Fleiri en fimmtíu manns voru myrtir í Mið-Ameríkulandinu um helgina. Morðtíðnin í El Salvador er ein sú hæsta á byggðu bóli. Helsta loforð Nayib Bukele var að lækka hana þegar hann var kjörinn forseti í fyrra. Blóðbaðið hélt þó áfram um helgina. Á föstudag var tilkynnt um 24 morð, þau flestu á einum degi frá því að Bukele tók við embætti í júní. Síðdegis á sunnudag höfðu 29 morð bæst við, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Bukele brást við morðöldunni með því að heimila lögreglu og hernum að skjóta glæpamenn til bana. Þá voru fangelsaðir félagar í glæpagengjum settir í einangrun með þeim rökum að fyrirmæli um mörg morðin hafi verið gefin í fangelsum landsins. Forsetinn boðar fleiri aðgerðir til að stöðva ofbeldið. Hótar hann því að fangar úr mismunandi gengjum verði látnir deila fangaklefum. Osiris Luna, dómsmálaráðherra, segir að því sé ætlað að takmarka samskipti á milli félaga í sömu gengjum innan veggja fangelsanna og koma í veg fyrir að þeir geti skipulagt ofbeldisverk utan þeirra. Sameinuðu þjóðirnar hafa hvatt ríki heims til þess að sleppa föngum í áhættuhópi til að draga úr álagi og smithættu í yfirfullum fangelsum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) El Salvador Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Sjá meira
Forseti El Salvador sakar þarlend glæpagengi um að notfæra sér að öryggissveitir landsins beini nú kröftum sínum að því að stöðva útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Fleiri en fimmtíu manns voru myrtir í Mið-Ameríkulandinu um helgina. Morðtíðnin í El Salvador er ein sú hæsta á byggðu bóli. Helsta loforð Nayib Bukele var að lækka hana þegar hann var kjörinn forseti í fyrra. Blóðbaðið hélt þó áfram um helgina. Á föstudag var tilkynnt um 24 morð, þau flestu á einum degi frá því að Bukele tók við embætti í júní. Síðdegis á sunnudag höfðu 29 morð bæst við, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Bukele brást við morðöldunni með því að heimila lögreglu og hernum að skjóta glæpamenn til bana. Þá voru fangelsaðir félagar í glæpagengjum settir í einangrun með þeim rökum að fyrirmæli um mörg morðin hafi verið gefin í fangelsum landsins. Forsetinn boðar fleiri aðgerðir til að stöðva ofbeldið. Hótar hann því að fangar úr mismunandi gengjum verði látnir deila fangaklefum. Osiris Luna, dómsmálaráðherra, segir að því sé ætlað að takmarka samskipti á milli félaga í sömu gengjum innan veggja fangelsanna og koma í veg fyrir að þeir geti skipulagt ofbeldisverk utan þeirra. Sameinuðu þjóðirnar hafa hvatt ríki heims til þess að sleppa föngum í áhættuhópi til að draga úr álagi og smithættu í yfirfullum fangelsum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) El Salvador Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Sjá meira