Innlent

Rafmagnslaust í hluta Vesturbæjar

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Horft yfir Vesturbæinn.
Horft yfir Vesturbæinn. Vísir/vilhelm

Rafmagnslaust er nú í hluta Vesturbæjar í Reykjavík, að því er fram kemur í tilkynningu frá Veitum. Rafmagnsleysið má rekja til háspennubilunar en unnið er að bilanagreiningu og viðgerð.

Íbúum á svæðinu er bent á að slökkva á þeim rafmagnstækjum sem ekki slökkva á sér sjálf og geta valdið tjóni þegar rafmagn kemur á að nýju.

„Það á sérstaklega við um eldavélar, mínútugrill og fleiri hitunartæki. Eins ráðleggjum við þér að slökkva á viðkvæmum tækjum á borð við sjónvörp. Gættu þess að hafa kæli- og frystiskápa ekki opna lengur en þörf krefur,“ segir í tilkynningu.

Í umræðum um málið í íbúahóp Vesturbæjar á Facebook virðist sem rafmagnslaust sé a.m.k. að hluta til á Högunum og Melunum, og eitthvað norðan Hringbrautar einnig. Þá virðist rafmagnslaust á háskólasvæðinu við Suðurgötu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×