Losar 226% meira en iðnaður og samgöngur samtals Svavar Hávarðsson skrifar 13. desember 2014 10:45 Framræst land Landið grær með tímanum en skilvirkasta aðferðin er að fylla skurðina aftur í heild sinni. Vísir/jón guðmundsson Losun gróðurhúsalofttegunda frá þeim 3.900 ferkílómetrum votlendis sem þurrkaðir hafa verið með framræslu hér á landi er miklu meiri en er frá allri brennslu jarðefnaeldsneytis og iðnaði á hverju ári. Eins og Fréttablaðið greindi frá hefur hátt í helmingur alls votlendis á Íslandi verið ræstur fram. Í þessum tilgangi voru grafnir um 33.000 kílómetrar af skurðum. Verulegur hluti þessa lands er ekki nýttur en þetta inngrip í náttúruna hefur víðtæk áhrif og endurheimt lands er talin aðkallandi umhverfismál. Slík endurheimt á 20 ára tímabili til ársins 2012 var sex ferkílómetrar þegar allt er talið. Það sem vitað er núna, en ekki þegar skurðirnir voru flestir grafnir, er að framræsla votlendis veldur oxun eða bruna á lífrænum efnum í mold sem stuðlar að losun koltvísýrings (CO2) út í andrúmsloftið. „Þessi losun er mjög mikil á Íslandi. Endurheimt votlendis hefur því mjög fjölþætt gildi bæði sem náttúruverndaraðgerð og til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda,“ benda nefndarmenn á í fyrrnefndri skýrslu. Í svari umhverfis- og auðlindaráðherra við fyrirspurn Össurar Skarphéðinssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, um þetta tiltekna atriði kemur fram að losun frá framræstu votlendi hér á landi var 7,74 milljónir tonna CO2-ígilda árið 2012. Losun vegna orkunotkunar var hins vegar 1,55 milljónir tonna og vegna iðnaðarferla 1,88 milljónir tonna þetta ár. Losun frá framræstu mólendi var því 226% meiri en samanlögð losun vegna orkunotkunar og iðnaðarferla hér á landi. „Alþjóðasamfélagið er sífellt meira að krefjast verndar á votlendissvæðum og endurheimtar þeirra sem hefur verið raskað. Allt hefur þetta verið til skoðunar hjá stjórnvöldum en aldrei verið settir fjármunir í að gera þetta,“ segir Guðmundur Halldórsson, rannsóknarstjóri hjá Landgræðslunni, sem er þeirrar skoðunar að hefjast verði handa. Verkefnið sé tímafrekt enda inngripið í náttúru Íslands gríðarlegt. „Það tekur langan tíma fyrir landið að gróa saman aftur, eftir að það er búið að rista það í sundur með þessum hætti,“ segir Guðmundur og bætir við að það sé ekki síst vegna losunar gróðurhúsalofttegunda, þótt aðrir þættir spili inn í þá mynd. Loftslagsmál Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Sjá meira
Losun gróðurhúsalofttegunda frá þeim 3.900 ferkílómetrum votlendis sem þurrkaðir hafa verið með framræslu hér á landi er miklu meiri en er frá allri brennslu jarðefnaeldsneytis og iðnaði á hverju ári. Eins og Fréttablaðið greindi frá hefur hátt í helmingur alls votlendis á Íslandi verið ræstur fram. Í þessum tilgangi voru grafnir um 33.000 kílómetrar af skurðum. Verulegur hluti þessa lands er ekki nýttur en þetta inngrip í náttúruna hefur víðtæk áhrif og endurheimt lands er talin aðkallandi umhverfismál. Slík endurheimt á 20 ára tímabili til ársins 2012 var sex ferkílómetrar þegar allt er talið. Það sem vitað er núna, en ekki þegar skurðirnir voru flestir grafnir, er að framræsla votlendis veldur oxun eða bruna á lífrænum efnum í mold sem stuðlar að losun koltvísýrings (CO2) út í andrúmsloftið. „Þessi losun er mjög mikil á Íslandi. Endurheimt votlendis hefur því mjög fjölþætt gildi bæði sem náttúruverndaraðgerð og til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda,“ benda nefndarmenn á í fyrrnefndri skýrslu. Í svari umhverfis- og auðlindaráðherra við fyrirspurn Össurar Skarphéðinssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, um þetta tiltekna atriði kemur fram að losun frá framræstu votlendi hér á landi var 7,74 milljónir tonna CO2-ígilda árið 2012. Losun vegna orkunotkunar var hins vegar 1,55 milljónir tonna og vegna iðnaðarferla 1,88 milljónir tonna þetta ár. Losun frá framræstu mólendi var því 226% meiri en samanlögð losun vegna orkunotkunar og iðnaðarferla hér á landi. „Alþjóðasamfélagið er sífellt meira að krefjast verndar á votlendissvæðum og endurheimtar þeirra sem hefur verið raskað. Allt hefur þetta verið til skoðunar hjá stjórnvöldum en aldrei verið settir fjármunir í að gera þetta,“ segir Guðmundur Halldórsson, rannsóknarstjóri hjá Landgræðslunni, sem er þeirrar skoðunar að hefjast verði handa. Verkefnið sé tímafrekt enda inngripið í náttúru Íslands gríðarlegt. „Það tekur langan tíma fyrir landið að gróa saman aftur, eftir að það er búið að rista það í sundur með þessum hætti,“ segir Guðmundur og bætir við að það sé ekki síst vegna losunar gróðurhúsalofttegunda, þótt aðrir þættir spili inn í þá mynd.
Loftslagsmál Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Sjá meira