Kirkjuheimsóknir erfiðar fyrir börn sem fara ekki með Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 13. desember 2014 20:22 Óánægðir foreldra hafa kvartað yfir kirkjuheimsóknum skólabarna fyrir jólin til skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar. Formaður ráðsins segir foreldra oft eiga erfitt með að útskýra fyrir ungum börnum af hverju þau fá ekki að fara með. Í næstu viku ætla margir skólar á höfuðborgarsvæðinu að fara með nemendur sínar í kirkjuferðir í tilefni af jólunum. Ekki eru allir sáttir við þetta og telja sumir að þetta geti brotið í bága við samskiptareglur við trúfélög sem borgin hefur sett sér. „Það er ekki brot á reglum borgarinnar að börn fari í heimsóknir í kirkjur. En hins vegur verður það að viðurkennast að það getur verið á dálítið gráu svæði hvort að um er að ræða einhvers konar innrætingu í þessum heimsóknum eða ekki. Það er óheimilt samkvæmt reglunum og heimsóknirnar eiga að fara fram undir handleiðslu kennara og vera í raun og veru hluti af fræðslu um trúmál,“ segir Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar. Hann segir nokkuð um að foreldrar hafi haft samband við ráðið vegna kirkjuheimsókna. „Það er talsvert um það. Það eru ekki síst foreldrar á leikskólunum sem hafa haft samband við mig og okkur í ráðinu og lýst yfir óánægju sinni með þessi atriði að börn þeirra, sem eru eðlilega spennt fyrir því, eins og öll börn eru, að fá að fara með hópnum í vettvangsferðir af öllu tagi. Þau eiga erfitt með að skilja af hverju þarna er verið að fara inn í kirkjurnar og það sé ósk foreldra þeirra jafnvel að þau fari ekki með. Þetta er skiljanlegt frá sjónarhóli foreldranna, þetta snýst um grundvallarlífsafstöðu. En eðlilega erfitt að útskýra fyrir barninu sínu að það gildi eitthvað annað um það en önnur börn. Ég held að við þurfum öll sameiginlega, um leið og við berum virðingu fyrir skoðunum hvers annars, að velta fyrir okkur hvernig við getum búið þannig um hnútana að þessi börn finni ekki fyrir mismunun eða upplifi það að þeim sé útskúfað úr hópi félaga sinna.“ Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Sjá meira
Óánægðir foreldra hafa kvartað yfir kirkjuheimsóknum skólabarna fyrir jólin til skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar. Formaður ráðsins segir foreldra oft eiga erfitt með að útskýra fyrir ungum börnum af hverju þau fá ekki að fara með. Í næstu viku ætla margir skólar á höfuðborgarsvæðinu að fara með nemendur sínar í kirkjuferðir í tilefni af jólunum. Ekki eru allir sáttir við þetta og telja sumir að þetta geti brotið í bága við samskiptareglur við trúfélög sem borgin hefur sett sér. „Það er ekki brot á reglum borgarinnar að börn fari í heimsóknir í kirkjur. En hins vegur verður það að viðurkennast að það getur verið á dálítið gráu svæði hvort að um er að ræða einhvers konar innrætingu í þessum heimsóknum eða ekki. Það er óheimilt samkvæmt reglunum og heimsóknirnar eiga að fara fram undir handleiðslu kennara og vera í raun og veru hluti af fræðslu um trúmál,“ segir Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar. Hann segir nokkuð um að foreldrar hafi haft samband við ráðið vegna kirkjuheimsókna. „Það er talsvert um það. Það eru ekki síst foreldrar á leikskólunum sem hafa haft samband við mig og okkur í ráðinu og lýst yfir óánægju sinni með þessi atriði að börn þeirra, sem eru eðlilega spennt fyrir því, eins og öll börn eru, að fá að fara með hópnum í vettvangsferðir af öllu tagi. Þau eiga erfitt með að skilja af hverju þarna er verið að fara inn í kirkjurnar og það sé ósk foreldra þeirra jafnvel að þau fari ekki með. Þetta er skiljanlegt frá sjónarhóli foreldranna, þetta snýst um grundvallarlífsafstöðu. En eðlilega erfitt að útskýra fyrir barninu sínu að það gildi eitthvað annað um það en önnur börn. Ég held að við þurfum öll sameiginlega, um leið og við berum virðingu fyrir skoðunum hvers annars, að velta fyrir okkur hvernig við getum búið þannig um hnútana að þessi börn finni ekki fyrir mismunun eða upplifi það að þeim sé útskúfað úr hópi félaga sinna.“
Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Sjá meira