Fótbolti

Kolbeinn spilaði allan leikinn í tapi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kolbeinn í eldlínunni.
Kolbeinn í eldlínunni. Vísir/Getty
Kolbeinn Sigþórsson spilaði allan leikinn fyrir Ajax í óvæntu 2-0 tapi gegn Groningen í hollensku úrvalsdeildinni í dag.

Eric Fernando Botteghin kom Groningen yfir í upphafi síðari hálfleiks og Michael de Leeuw tvöfaldaði forystuna rétt fyrir lok leiks.

Groningen tryggði sér þarna afar óvæntan sigur, en Ajax er einungis með sex stig eftir fyrstu fjóra leikina.

Kolbeinn var í dag enn og aftur orðaður við Ajax, en Harry Redknapp, stjóri QPR, er talinn vilja fá Kolbein í sínar raðir.


Tengdar fréttir

Kolbeinn arftaki Remy?

QPR hefur enn áhuga að klófesta íslenska landsliðsframherjann Kolbein Sigþórsson sem leikur með Ajax í Hollandi samkvæmt heimildum Daily Mail.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×