Þrír látnir eftir flóð í Bretlandi Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 26. júní 2007 12:59 Þrír eru látnir eftir hellirigningar og flóð á norðurhluta Englands og fjöldi fólks er slasað. Hjálparsveitir höfðu ekki undan að bjarga fólki af húsþökum, bílastæðum og verksmiðjuhúsnæðum. Hundruð manna hafa verið flutt af heimilum sínum og þúsundir eyddu nóttinni í björgunarskýlum. Hellirigningar í gær urðu til þess að neyðarástand skapaðist víða á norðurhluta Englands þegar flóð lokuðu vegum og bæjum. Unnið hefur verið að því í allan dag að dæla vatni úr Ulley stíflunni við Sheffield til að forða því að hún bresti og vatn flæði yfir rafmagnsstöð og ryðji niður rafmagnslínum í nágrenninu. Fjöldi heimila nálægt stíflunni hafa verið rýmd. Þyrlur breska flughersins höfðu ekki undan að bjarga fólki sem var fast á bílum eða þökum húsa. Í Sheffield, 270 kílómetra norður af London, var ástandið hvað verst og þar hrjáði rafmagnsleysi einnig sum svæðin. Hundruð voru flutt á brott þar sem fólk var innilokað á skrifstofum eða verksmiðjum og bjarga þurfti hundruð til viðbótar af heimilum sínum. Þá var fólk innilokað á bílastæðum. Sumir þurftu að bíða tímunum saman áður en þeim var bjargað. Óttast var að Ulley stíflan brysti og var M1 hraðbrautinni lokað á svæði við stífluna um tíma. Þrír létust. Flóðið þreif með sér ungling sem var á leið heim úr skóla og lík hans fannst undir kvöld í gær. Maður á sjötugsaldri var úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi eftir að hann reyndi að komast yfir götu. Og þriðji maðurinn lést svo eftir að hann festist í ræsi, þrátt fyrir örvæntingarfullar tilraunir björgunarmanna í þrjá klukkutíma að losa hann. Þúsundir gistu tímabundin björgunarskýli sem komið var fyrir í skólum og félagsmiðstöðvum. Breska verðurstofan segir úrkomuna síðasta sólarhringinn vera sem svarar einum sjötta árlegrar úrkomu. Hún varar við áframhaldandi flóðum, en telur það versta yfirstaðið. Erlent Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Sjá meira
Þrír eru látnir eftir hellirigningar og flóð á norðurhluta Englands og fjöldi fólks er slasað. Hjálparsveitir höfðu ekki undan að bjarga fólki af húsþökum, bílastæðum og verksmiðjuhúsnæðum. Hundruð manna hafa verið flutt af heimilum sínum og þúsundir eyddu nóttinni í björgunarskýlum. Hellirigningar í gær urðu til þess að neyðarástand skapaðist víða á norðurhluta Englands þegar flóð lokuðu vegum og bæjum. Unnið hefur verið að því í allan dag að dæla vatni úr Ulley stíflunni við Sheffield til að forða því að hún bresti og vatn flæði yfir rafmagnsstöð og ryðji niður rafmagnslínum í nágrenninu. Fjöldi heimila nálægt stíflunni hafa verið rýmd. Þyrlur breska flughersins höfðu ekki undan að bjarga fólki sem var fast á bílum eða þökum húsa. Í Sheffield, 270 kílómetra norður af London, var ástandið hvað verst og þar hrjáði rafmagnsleysi einnig sum svæðin. Hundruð voru flutt á brott þar sem fólk var innilokað á skrifstofum eða verksmiðjum og bjarga þurfti hundruð til viðbótar af heimilum sínum. Þá var fólk innilokað á bílastæðum. Sumir þurftu að bíða tímunum saman áður en þeim var bjargað. Óttast var að Ulley stíflan brysti og var M1 hraðbrautinni lokað á svæði við stífluna um tíma. Þrír létust. Flóðið þreif með sér ungling sem var á leið heim úr skóla og lík hans fannst undir kvöld í gær. Maður á sjötugsaldri var úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi eftir að hann reyndi að komast yfir götu. Og þriðji maðurinn lést svo eftir að hann festist í ræsi, þrátt fyrir örvæntingarfullar tilraunir björgunarmanna í þrjá klukkutíma að losa hann. Þúsundir gistu tímabundin björgunarskýli sem komið var fyrir í skólum og félagsmiðstöðvum. Breska verðurstofan segir úrkomuna síðasta sólarhringinn vera sem svarar einum sjötta árlegrar úrkomu. Hún varar við áframhaldandi flóðum, en telur það versta yfirstaðið.
Erlent Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Sjá meira