Íslenski boltinn

Viðar og Serbi í Fossvoginn

Spilaði 203 leiki fyrir Safamýrarpilta. Hér er hann í leik með Fram gegn HK í 1. deildinni í fyrra.
Spilaði 203 leiki fyrir Safamýrarpilta. Hér er hann í leik með Fram gegn HK í 1. deildinni í fyrra. fréttablaðið/heiða

Víkingur hefur gengið frá félagaskiptum við tvo leikmenn fyrir áframhaldandi átök í Landsbankadeild karla. Viðar Guðjónsson skrifaði í gær undir í Fossvoginum og verður hann kominn með leikheimild fyrir leikinn gegn ÍA í kvöld. Viðar hætti hjá Fram á dögunum en hann leikur iðulega í stöðu miðjumanns.



Þá kemur serbneski framherjinn Dragan Galic til Víkings á næstu dögum og leikur með liðinu í sumar. Hann er 25 ára gamall og var til reynslu hjá félaginu í maí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×