Varnarlína Liverpool ekki að sýna sitt rétta andlit á heimavelli Kristinn Páll Teitsson skrifar 29. nóvember 2019 08:45 Dries Mertens skorar mark Napoli á Anfield í vikunni. Nordicphotos/Getty Fara þarf aftur til lokaumferðar síðasta tímabils til að finna síðasta leikinn þar sem Liverpool tókst að halda hreinu á heimavelli sínum. Síðan þá hefur Liverpool leikið tíu leiki í öllum keppnum og hleypt inn sextán mörkum. Nú síðast tókst Napoli að finna leiðina fram hjá Alisson Becker í marki Liverpool í 1-1 jafntefli í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu en með sigri hefði Liverpool tekist að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitunum. Þess í stað þurfa lærisveinar Jürgens Klopp að ferðast til Salzburg og ná í jafntefli hið minnsta gegn spútnikliði RB Salzburg sem hefur skorað sextán mörk í fimm leikjum í riðlinum til þessa. Varnarleikur Liverpool gjörbreyttist til hins betra fyrir 23 mánuðum þegar Virgil van Dijk var keyptur fyrir metupphæð frá Southampton. Liðið tók annað skref í rétta átt þegar Alisson var keyptur frá Roma í sumar. Í 38 leikjum á síðasta tímabili í ensku úrvalsdeildinni hélt Alisson 21 sinni hreinu, þar af tólf sinnum á heimavelli. Þá tókst aðeins PSG að skora gegn Liverpool á Anfield á vegferð félagsins að Meistaradeildartitlinum í vor. Á þessu tímabili hefur varnarleikur Liverpool ekki verið sá sami og hefur liðið aðeins haldið þrisvar hreinu í 22 leikjum í öllum keppnum. Þessir þrír leikir hafa allir farið fram á útivelli, tveir í úrvalsdeildinni gegn Burnley og Sheffield United og svo deildabikarleikur gegn MK Dons. Staða Liverpool er afar vænleg, liðið er með átta stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og í efsta sæti E-riðils Meistaradeildar Evrópu en ljóst er að Jürgen Klopp þarf helst að finna lausn á vandræðum liðsins í varnarleiknum ef félagið ætlar að gera atlögu að öllum fjórum titlunum sem eru í boði. Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Sjá meira
Fara þarf aftur til lokaumferðar síðasta tímabils til að finna síðasta leikinn þar sem Liverpool tókst að halda hreinu á heimavelli sínum. Síðan þá hefur Liverpool leikið tíu leiki í öllum keppnum og hleypt inn sextán mörkum. Nú síðast tókst Napoli að finna leiðina fram hjá Alisson Becker í marki Liverpool í 1-1 jafntefli í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu en með sigri hefði Liverpool tekist að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitunum. Þess í stað þurfa lærisveinar Jürgens Klopp að ferðast til Salzburg og ná í jafntefli hið minnsta gegn spútnikliði RB Salzburg sem hefur skorað sextán mörk í fimm leikjum í riðlinum til þessa. Varnarleikur Liverpool gjörbreyttist til hins betra fyrir 23 mánuðum þegar Virgil van Dijk var keyptur fyrir metupphæð frá Southampton. Liðið tók annað skref í rétta átt þegar Alisson var keyptur frá Roma í sumar. Í 38 leikjum á síðasta tímabili í ensku úrvalsdeildinni hélt Alisson 21 sinni hreinu, þar af tólf sinnum á heimavelli. Þá tókst aðeins PSG að skora gegn Liverpool á Anfield á vegferð félagsins að Meistaradeildartitlinum í vor. Á þessu tímabili hefur varnarleikur Liverpool ekki verið sá sami og hefur liðið aðeins haldið þrisvar hreinu í 22 leikjum í öllum keppnum. Þessir þrír leikir hafa allir farið fram á útivelli, tveir í úrvalsdeildinni gegn Burnley og Sheffield United og svo deildabikarleikur gegn MK Dons. Staða Liverpool er afar vænleg, liðið er með átta stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og í efsta sæti E-riðils Meistaradeildar Evrópu en ljóst er að Jürgen Klopp þarf helst að finna lausn á vandræðum liðsins í varnarleiknum ef félagið ætlar að gera atlögu að öllum fjórum titlunum sem eru í boði.
Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Sjá meira