„Mannvonska“ að loka fólk með þroskahömlun og geðraskanir inni í fangelsum Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 1. nóvember 2015 20:00 Bryndís Snæbjörnsdóttir formaður Þroskahjálpar segir mannvonsku að loka fólk með þroskahömlun og geðfatlanir inni í fangelsum árið 2015. Maður frá Hollandi sem er með þroskahömlun er nú í einangrun á Litla Hrauni grunaður um stórfellt fíkniefnasmygl. Bryndís segir að Páll Winkel fangelsismálastjóri hafi verið að lýsa meðferð á fólki sem bönnuð sé samkvæmt lögum, í viðtali við Stöð 2 í gær. Þar sagði Páll að ástandið væri óásættanlegt. Það væru um 2 til 4 einstaklingar á hverjum tíma í fangelsi án þess að eiga heima þar. Síðast á þriðjudagur hefði verið neyðarfundur vegna mikið geðsjúks og ofbeldisfulls fanga sem væri haldið í einangrun og undir 24 tíma eftirliti myndavéla. Hann sagði að fangaverðir þekktu muninn á afbrotamönnum og veiku fólki sem talaði við veggi svo dögum skipti eða makaði saur um allt. Ekki þýddi að kerfiskallar væru að rífast um hvar ábyrgðin lægi. Það verði að leysa málið.Skammast mín fyrir að búa í þessu samfélagi Bryndís Snæbjörnsdóttir bendir á að það þurfi sérstakt leyfi nefndar sem starfi innan heilbrigðisráðuneytisins til að beita fatlað fólk nauðung eða þvingunum, ef ástæður kalli á slíkt. Hún spyrji sig hvort fangelsismálayfirvöld hafi fengið slíkt leyfi. Anna Gunnhildur Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Geðhjálpar tekur í sama streng og segir óþolandi að mannréttindi séu brotin á fötluðu fólki í fangelsum til að spara ríkinu einhverjar krónur. Hún minnir á að yfirvöld hafi lofað úrbótum fyrir tíu mánuðum þegar ljóst var að alvarlega geðsjúkur maður fengi ekki reynslulausn, þar sem honum væri ekki treyst út úr fangelsinu. Núna greini fangelsisstjóri frá því að öðrum geðsjúkum manni sé haldið í einangrun undir eftirliti myndavéla af því annað úrræði sé ekki til. Hún segist skammast sín fyrir að búa í samfélagi sem koma svona fram við sjúka og fatlaða. Tengdar fréttir Páll Winkel: Við kerfiskallarnir getum ekki verið þekktir fyrir að rífast um ábyrgðina Þroskaheftur maður er í einangrun vegna gruns um fíkniefnasmygl. Tveir til fjórir fangar að jafnaði afplána í íslenskum fangelsum án þess að eiga neitt erindi inn á slíkar stofnanir. 31. október 2015 18:56 Greindarskertur í einangrun á Íslandi án vitneskju fjölskyldu Fjölskylda 27 ára þroskahamlaðs hollensks manns fékk ekki upplýsingar um hvar hann var í heilan mánuð. Maðurinn er í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni vegna gruns um fíkniefnasmygl. 31. október 2015 07:00 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Fleiri fréttir Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Sjá meira
Bryndís Snæbjörnsdóttir formaður Þroskahjálpar segir mannvonsku að loka fólk með þroskahömlun og geðfatlanir inni í fangelsum árið 2015. Maður frá Hollandi sem er með þroskahömlun er nú í einangrun á Litla Hrauni grunaður um stórfellt fíkniefnasmygl. Bryndís segir að Páll Winkel fangelsismálastjóri hafi verið að lýsa meðferð á fólki sem bönnuð sé samkvæmt lögum, í viðtali við Stöð 2 í gær. Þar sagði Páll að ástandið væri óásættanlegt. Það væru um 2 til 4 einstaklingar á hverjum tíma í fangelsi án þess að eiga heima þar. Síðast á þriðjudagur hefði verið neyðarfundur vegna mikið geðsjúks og ofbeldisfulls fanga sem væri haldið í einangrun og undir 24 tíma eftirliti myndavéla. Hann sagði að fangaverðir þekktu muninn á afbrotamönnum og veiku fólki sem talaði við veggi svo dögum skipti eða makaði saur um allt. Ekki þýddi að kerfiskallar væru að rífast um hvar ábyrgðin lægi. Það verði að leysa málið.Skammast mín fyrir að búa í þessu samfélagi Bryndís Snæbjörnsdóttir bendir á að það þurfi sérstakt leyfi nefndar sem starfi innan heilbrigðisráðuneytisins til að beita fatlað fólk nauðung eða þvingunum, ef ástæður kalli á slíkt. Hún spyrji sig hvort fangelsismálayfirvöld hafi fengið slíkt leyfi. Anna Gunnhildur Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Geðhjálpar tekur í sama streng og segir óþolandi að mannréttindi séu brotin á fötluðu fólki í fangelsum til að spara ríkinu einhverjar krónur. Hún minnir á að yfirvöld hafi lofað úrbótum fyrir tíu mánuðum þegar ljóst var að alvarlega geðsjúkur maður fengi ekki reynslulausn, þar sem honum væri ekki treyst út úr fangelsinu. Núna greini fangelsisstjóri frá því að öðrum geðsjúkum manni sé haldið í einangrun undir eftirliti myndavéla af því annað úrræði sé ekki til. Hún segist skammast sín fyrir að búa í samfélagi sem koma svona fram við sjúka og fatlaða.
Tengdar fréttir Páll Winkel: Við kerfiskallarnir getum ekki verið þekktir fyrir að rífast um ábyrgðina Þroskaheftur maður er í einangrun vegna gruns um fíkniefnasmygl. Tveir til fjórir fangar að jafnaði afplána í íslenskum fangelsum án þess að eiga neitt erindi inn á slíkar stofnanir. 31. október 2015 18:56 Greindarskertur í einangrun á Íslandi án vitneskju fjölskyldu Fjölskylda 27 ára þroskahamlaðs hollensks manns fékk ekki upplýsingar um hvar hann var í heilan mánuð. Maðurinn er í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni vegna gruns um fíkniefnasmygl. 31. október 2015 07:00 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Fleiri fréttir Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Sjá meira
Páll Winkel: Við kerfiskallarnir getum ekki verið þekktir fyrir að rífast um ábyrgðina Þroskaheftur maður er í einangrun vegna gruns um fíkniefnasmygl. Tveir til fjórir fangar að jafnaði afplána í íslenskum fangelsum án þess að eiga neitt erindi inn á slíkar stofnanir. 31. október 2015 18:56
Greindarskertur í einangrun á Íslandi án vitneskju fjölskyldu Fjölskylda 27 ára þroskahamlaðs hollensks manns fékk ekki upplýsingar um hvar hann var í heilan mánuð. Maðurinn er í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni vegna gruns um fíkniefnasmygl. 31. október 2015 07:00