Páll Winkel: Við kerfiskallarnir getum ekki verið þekktir fyrir að rífast um ábyrgðina Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 31. október 2015 18:56 Þroskaheftur maður er í einangrun vegna gruns um fíkniefnasmygl. Tveir til fjórir fangar að jafnaði afplána í íslenskum fangelsum án þess að eiga neitt erindi inn á slíkar stofnanir. Þetta segir Páll Winkel fangelsmálastjóri ríkisins en sárlega vantar úrræði fyrir geðsjúka, ofbeldisfulla fanga. Páll segir dæmi um að geðveikum manni hafi verið neitað um reynslulausn þar sem ekki þótti forsvaranlegt að senda hann út á götu. Kemur alltaf jafn mikið á óvartPáll Winkel segir að ófremdarástand í heilbrigðismálum fanga hafi verið gagnrýnt árum og áratugum saman til að mynda af pyntinganefnd Evrópuráðsins og umboðsmanni Alþingis. Menn hafi brugðist við gagnrýni með því að skipa nefndir og starfshópa en ekkert hafi breyst. „Samt virðist þetta alltaf koma fólki jafnmikið á óvart. Til dæmis núna þegar greint er frá því í fréttum að foreldrar þroskahefts hollensk manns hafi ekki frétt af syni sínum í mánuð, þar til í ljós kom að hann sat í einangrun á Íslandi, grunaður um stórfellt fíkniefnasmygl.“ Páll Winkel segist ekki geta tjáð sig um þetta tiltekna mál að öðru leyti en því að þetta sé ekki einsdæmi og það sé ekki í lagi. Hann segir að yfirvöldum fangelsismála beri að tilkynna heilbrigðisyfirvöldum um ástand fanga og það sé alltaf gert. Það sé bara ekki nógPáll Winkel fangelsisstjóriGetum ekkert gert í málinuPáll segir að nú sé fangi á Litla Hrauni sem þyki mjög hættulegur sjálfur sér og öðrum vegna geðrænna veikinda. Hann sé hafður í einangrun undir eftirliti myndavéla allan sólarhringinn. Öðrum fanga í slíku ástandi hafi verið neitað um reynslulausn í fyrra, þar sem hann þótti of veikur til að ganga laus. “Það er óásættanlegt. Við gátum ekki hleypt honum út, vegna þess að vissum að hann var samfélaginu mjög hættulegur. Hann var ekki í þessu tilfelli sviptur sjálfræði, þannig að það var lítið hægt að gera.” Páll segir að fangelsisyfirvöld geti ekkert gert í málinu, það sé reynt að efla starfsfólkið en hann sé satt að segja hissa á því hvað það láti bjóða sér.Við vitum hvenær fólk er veiktEnginn geðlæknir hefur nú verið á Litla Hrauni í nær 2 ár og því erfitt fyrir þá sem glíma við erfiða geðsjúkdóma að fá nauðsynlega hjálp, hvað þá aðra: “Við þekkjum muninn, sem vinnum í þessu kerfi, á mönnum, sem beita ofbeldi og eru dæmdir fyrir slíkt, og svo veiku fólki,” segir Páll. “Veiku fólki sem makar saur út um allt og talar við sjáft sig og veggi, vikum og mánuðum saman. Það er svo augljóst að þarna er um veikt fólk að ræða. Við getum ekki verið þekktir fyrir það, kerfiskallarnir, að vera að rífast um ábyrgðina.” Páll segir að það þurfi að leysa málið. Honum sé alveg sama hvernig það sé gert. En það þurfi að gerast, það sé ekki nóg að tala, það þurfi að láta verkin tala. Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
Þroskaheftur maður er í einangrun vegna gruns um fíkniefnasmygl. Tveir til fjórir fangar að jafnaði afplána í íslenskum fangelsum án þess að eiga neitt erindi inn á slíkar stofnanir. Þetta segir Páll Winkel fangelsmálastjóri ríkisins en sárlega vantar úrræði fyrir geðsjúka, ofbeldisfulla fanga. Páll segir dæmi um að geðveikum manni hafi verið neitað um reynslulausn þar sem ekki þótti forsvaranlegt að senda hann út á götu. Kemur alltaf jafn mikið á óvartPáll Winkel segir að ófremdarástand í heilbrigðismálum fanga hafi verið gagnrýnt árum og áratugum saman til að mynda af pyntinganefnd Evrópuráðsins og umboðsmanni Alþingis. Menn hafi brugðist við gagnrýni með því að skipa nefndir og starfshópa en ekkert hafi breyst. „Samt virðist þetta alltaf koma fólki jafnmikið á óvart. Til dæmis núna þegar greint er frá því í fréttum að foreldrar þroskahefts hollensk manns hafi ekki frétt af syni sínum í mánuð, þar til í ljós kom að hann sat í einangrun á Íslandi, grunaður um stórfellt fíkniefnasmygl.“ Páll Winkel segist ekki geta tjáð sig um þetta tiltekna mál að öðru leyti en því að þetta sé ekki einsdæmi og það sé ekki í lagi. Hann segir að yfirvöldum fangelsismála beri að tilkynna heilbrigðisyfirvöldum um ástand fanga og það sé alltaf gert. Það sé bara ekki nógPáll Winkel fangelsisstjóriGetum ekkert gert í málinuPáll segir að nú sé fangi á Litla Hrauni sem þyki mjög hættulegur sjálfur sér og öðrum vegna geðrænna veikinda. Hann sé hafður í einangrun undir eftirliti myndavéla allan sólarhringinn. Öðrum fanga í slíku ástandi hafi verið neitað um reynslulausn í fyrra, þar sem hann þótti of veikur til að ganga laus. “Það er óásættanlegt. Við gátum ekki hleypt honum út, vegna þess að vissum að hann var samfélaginu mjög hættulegur. Hann var ekki í þessu tilfelli sviptur sjálfræði, þannig að það var lítið hægt að gera.” Páll segir að fangelsisyfirvöld geti ekkert gert í málinu, það sé reynt að efla starfsfólkið en hann sé satt að segja hissa á því hvað það láti bjóða sér.Við vitum hvenær fólk er veiktEnginn geðlæknir hefur nú verið á Litla Hrauni í nær 2 ár og því erfitt fyrir þá sem glíma við erfiða geðsjúkdóma að fá nauðsynlega hjálp, hvað þá aðra: “Við þekkjum muninn, sem vinnum í þessu kerfi, á mönnum, sem beita ofbeldi og eru dæmdir fyrir slíkt, og svo veiku fólki,” segir Páll. “Veiku fólki sem makar saur út um allt og talar við sjáft sig og veggi, vikum og mánuðum saman. Það er svo augljóst að þarna er um veikt fólk að ræða. Við getum ekki verið þekktir fyrir það, kerfiskallarnir, að vera að rífast um ábyrgðina.” Páll segir að það þurfi að leysa málið. Honum sé alveg sama hvernig það sé gert. En það þurfi að gerast, það sé ekki nóg að tala, það þurfi að láta verkin tala.
Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira