Fótbolti

Lagerbäck: Gylfi og Shaqiri eru ólíkir leikmenn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Gylfi Þór Sigurðsson og Xherdan Shaqiri eru líklega stærstu stjörnurnar í liðum Íslands og Sviss sem mætast í undankeppni HM 2014 í kvöld.

Lars Lagerbäck, þjálfari íslenska liðsins, var beðinn um að bera þessa tvo leikmenn saman á blaðamannafundi KSÍ í gær.

„Að mörgu leyti eru þeir eins og svart og hvítt," sagði Lagerbäck. „Gylfi er leikmaður sem gerir aðra betri í kringum sig. Hann tengiliður á milli leikmanna og lætur hlutina gerast með fáum snertingum."

„Shaqiri getur allt þetta líka en hans helstu kostir eru hversu fljótur og klókur hann er með boltann. Shaqiri er afar öflugur í návígum."

Báðir eru þó afar öflugir skotmenn en þess má geta að þeir spiluðu báðir á EM U-21 liða í Danmörku í fyrra.

Shaqiri verður væntanlega í byrjunarliði Sviss gegn Íslandi í kvöld og spilar þá á hægri kantinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×