Íslenski boltinn

Gunnleifur á leið í Breiðablik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gunnleifur Gunnleifsson.
Gunnleifur Gunnleifsson. Mynd/Vilhelm
Samkvæmt heimildum Vísis er Gunnleifur Gunnleifsson á leið í Breiðablik frá Íslandsmeisturum FH. Þriggja ára samningur mun liggja á borðinu.

Gunnleifur hefur spilað með FH undanfarin þrjú ár en hann hefur einnig spilað með HK, KR og Keflavík á sínum ferli.

Sjálfur vildi hann ekki staðfesta þetta við Vísi en Gunnleifur, sem er 37 ára gamall, er nú að undirbúa sig fyrir leik Íslands og Sviss í undankeppni HM 2014 í kvöld.

Breiðablik hafnaði í öðru sæti Pepsi-deildar karla í sumar. Ingvar Þór Kale og Sigmar Ingi Sigurðarson stóðu í marki Blika til skiptis á tímabilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×