Fótbolti

Anfield fær ekki nýtt nafn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Ian Ayre, framkvæmdarstjóri Liverpool, hefur staðfest að félagið ætli ekki að selja nafnið á heimavelli sínum, Anfield, í tengslum við endurbætur sem verða gerðar á næstunni.

Liverpool tilkynnti í gær áætlanir um að stækka leikvang sinn á Anfield þannig að hann muni rúma 60 þúsund áhorfendur í sæti. Í dag komast 45 þúsund áhorfendur fyrir.

Verkefnið kostar um 150 milljónir punda eða um 30 milljarða króna. Um tíma kom einnig til greina að yfirgefa Anfield og reisa nýjan leikvang á Stanley Park.

„Nafn Anfield verður ekki selt," sagði Ayre í samtali við Liverpool Echo. „Það var eitthvað sem við veltum fyrir okkur þegar við vorum að skoða þann kost að byggja nýjan leikvang."

„Það höfðu nokkrir áhuga og hafa enn. En það var alltaf fyrsti kostur okkar að vera um kyrrt á Anfield."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×