Fótbolti

Elokobi ætlar ekki að gefast upp

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
George Elokobi, varnarmaður Wolves, stefnir að því að koma sterkari til baka eftir alvarleg ökklameiðsli sem hann varð fyrir í síðasta mánuði.

Elokobi var þá nýkominn til Bristol City sem lánsmaður þegar hann ökklabrotnaði og fór einnig úr lið. Hann er búinn að fara í aðgerð vegna meiðslanna og er nú byrjaður í endurhæfingu.

„Það er leiðinlegt hversu lítinn tíma ég fékk hjá Bristol City. En þetta horfir allt til betri vega. Ég sé fram á að vera í endurhæfingu næstu 5-6 mánuðina," sagði hann við enska fjölmiðla.

„Ég hef verið í þessari stöðu áður og þarf nú bara að einbeita mér að því að ná mér góðum á nýjan leik. Mér líður vel og allt gengur vel þessa stundina."

„Ég naut mín til fulls hjá Bristol City þó svo að ég hafi verið þar í bara fjóra daga. Ég vildi standa mig vel fyrir félagið en því miður átti það ekki að verða."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×