Fótbolti

Jenkinson valdi England fram yfir Finnland

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Carl Jenkinson, varnarmaður hjá Arsenal, hefur ákveðið að gefa framvegis aðeins kost á sér í enska landsliðið.

Jenkinson á finnska móður og hefur þegar spilað með U-21 liði Finna. Hinn tvítugi Jenkinson er af þeim sökum ekki enn gjaldgengur í A-landslið Englands.

Hann æfði þó með enska landsliðinu á sunnudag fyrir leik liðsins gegn Pólverjum. Kyle Walker er frá vegna meiðsla og því fékk Jenkinson tækifærið.

„Það þurfti ekki mikið til að sannfæra hann," sagði Roy Hodgson eftir að hann ræddi við Jenksinson. „Við vildum vera með fullmannaðan hóp á æfingu og þess vegna kölluðum við á Carl. Ég hafði hvort eð er verið að íhuga að velja hann."

„Við vissum að hann myndi ekki getað spilað með okkur en ég fékk þó tækifæri til að ræða við hann."

Finnar eru sjálfsagt ekki ánægðir með þessa niðurstöðu en þess má geta að Hodgson er í miklum metum þar í landi eftir að hafa þjálfað finnska landsliðið fyrir nokkrum árum síðan.

Enska knattspyrnusambandið mun nú vinna að því að fá leikheimild fyrir Jenkinson svo hann geti spilað með enska landsliðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×