Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Ísland - Sviss 0-2 Kolbeinn Tumi Daðason á Laugardalsvelli skrifar 16. október 2012 14:15 Mynd/Vilhelm Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu beið lægri hlut 0-2 gegn Svisslendingum í E-riðli undankeppni HM í knattspyrnu 2014 en leikið var á Laugardalsvelli. Íslendingar voru síst slakari aðilinn í leiknum en Svisslendingar nýttu færin og kræktu í stigin þrjú. Eftir jafnar upphafsmínútur tóku áhorfendur á Laugardalsvelli andköf á 14. mínútu. Þá krækti Alfreð Finnbogason í aukaspyrnu rétt utan teigs eftir baráttu við Johan Djourou. Á stokk steig Gylfi Þór Sigurðsson. Boltinn stefndi efst í markhornið þangað sem Diego Benaglio, markvörður Svisslendinga, var mættur og varði. Frábær tilþrif hjá báðum. Svisslendingar voru meira með boltann án þess að skapa sér opin færi. Gökhan Inler átti hörkuskot utan teigs sem fór rétt framhjá og þá setti Granit Xhaka boltann framhjá úr góðri stöðu í teignum. Íslendingar áttu nokkrar góðar sóknir í fyrri hálfleik og sú besta kom á 41. mínútu. Þá fékk Alfreð boltann inni á teig eftir undirbúning Rúriks Gíslasonar og Eggerts Gunnþórs Jónssonar. Skot Alfreðs á nærstöngina var fast en aftur varði Benaglio með tilþrifum. Síðari hálfleikur var fjörugur líkt og sá fyrri. Emil Hallfreðsson átti gott skot utan teigs yfir markið áður en Mario Gavranovic og Shaqiri gerðu sig líklega við mark Hannesar Þórs Halldórssonar. Eftir stundarfjórðung komst Birkir Bjarnason í gott færi en skot hans small í þverslánni. Þá stundina voru Íslendingar til alls líklegir en sváfu á verðinum fimm mínútum síðar. Hannes Þór missti frá sér knöttinn eftir hornspyrnu og úr varð hröð atburðarás sem einkenndist af taugaveiklun hjá varnarmönnum Íslands. Emil bjargaði á línu áður en Grétar Rafn henti sér fyrir skot utan teigs. Boltinn hafnaði að lokum hjá Tranquillo Barnetta sem skrúfaði boltann efst í fjærhornið. Stórkostlegt mark en afar svekkjandi fyrir okkar menn. Strákarnir okkar héldu þó áfram sókn sinni og hefðu átt að jafna metin á 78. mínútu. Frábær sending Gylfa Þórs frá hægri hafnaði á kollinum á Alfreð sem var staðsettur skammt frá marki. Framherjinn náði föstum skalla en því miður beint á Benaglio sem sló boltann glæsilega yfir markið. Slæm nýting færa átti, eins og er svo oft raunin í knattspyrnu, eftir að kosta okkar menn strax í kjölfarið. Svisslendingar byggðu upp sókn eftir hættulausa hornspyrnu Íslendinga. Gestirnir léku þægilega í gegnum sofandi vörn Íslands og Gavranovic setti boltann í netið af stuttu færi. Tveggja marka munur raunin sem reyndist óbrúanlegur. Það eina markverða sem gerðist það sem eftir lifði leiks var að Kári Árnason og Emil uppskáru gult spjald. Það gerðu Rúrik Gíslason, Eggert Gunnþór og Grétar Rafn fyrr í leiknum. Grétar, Kári og Rúrik verða því í banni þegar Ísland sækir Slóvena heim í næsta leik sínum 22. mars. Sjaldan ef nokkrun tímann hafa úrslit í landsleik Íslands verið jafnsvekkjandi og í kvöld. Færin voru til staðar til þess að komast yfir í leiknum en hrósa verður Benaglio, markverði Svisslendinga, fyrir hans framgöngu. Þá fær Alan Kelly, írskur dómari leiksins, hrós fyrir flotta frammistöðu. Með sigrinum komast Svisslendingar í efsta sæti riðilsins með 10 stig eftir fjóra leiki. Norðmenn eru í öðru sæti með 7 stig og Íslendingar í því þriðja með 6 stig ásamt Albönum sem unnu 1-0 sigur á Slóveníu í Tirana. Hér fyrir neðan má textalýsingu frá leiknum ásamt tölfræði hans. Þar fyrir neðan eru einkunnir leikmanna Íslands. Efst í fréttinni má svo skoða fleiri myndir úr leiknum.mynd/vilhelmAlfreð: Svekkjandi að skora ekki á undan „Við gáfum allt í þetta og uppskárum ekki neitt að þessu sinni, það eru mikil vonbrigði," sagði Alfreð Finnbogason framherji Íslands eftir tapið gegn Sviss í kvöld. „Fyrri hálfleikur var mjög lokaður og ekki mikið að gerast. Við fáum eitt, tvö hálffæri en í seinni hálfeik finnst mér við vera með yfirhöndina þegar þeir skora. Það var mjög svekkjandi að við náum ekki að skora á undan þeim. Við fengum nokkur góð upphlaup og það sama má segja um seinna markið. Við fáum eitt, tvö færi en þetta er reynslu mikið lið sem kann að halda forystu," sagði Alfreð sem átti í fullu tré við Johan Djourou varnarmann Arsenal allan leikinn. „Ég hef reynt að bæta það í mínum leik að halda boltanum og láta finna fyrir mér og mér fannst það takast ágætlega í kvöld," sagði Alfreð en Diego Benaglio reyndist Íslandi erfiður í marki Sviss. „Þetta er flottur markmaður, hann átti líka stórleik gegn Noregi. Ég átti snöggt skot í fyrri hálfleik sem hann varði vel og svo varði hann líka vel frá Birki og öðrum." Ísland er með sex stig eftir fjóra leiki og er Alfreð ekki sáttur við það. „Maður vill alltaf meira en til að komast lengra þurfum við að vinna lið eins Slóveníu, Albaníu og Kýpur á heimavelli. Það eru þeir sigrar sem telja mest og ef við náum að kroppa einhver stig á útivelli þá telja þau líka mikið. „Spilamennskan okkar var góð. Þetta er ekki eins og stundum áður þegar við eigum góða kafla en töpum, við viljum ekki detta í þá klisju. Það voru góðir kaflar og við létum Sviss hafa mjög fyrir hlutunum." Alfreð sagði erfiðan leik í Albaínu ekkert hafa setið í liðinu. „Þeir léku líka erfiðan leik og það er engin afsökun. „Nú fara menn og reyna að standa sig með sínum félagsliðum. Landsliðið er bónus. Menn standa sig og verða vonandi í góðu formi í mars," sagði Alfreð að lokum.mynd/vilhelmBirkir: Áttum skilið að fá stig úr þessum leik „Þetta voru alls ekki sanngjörn úrslit í kvöld," sagði Birkir Bjarnason, leikmaður íslenska landsliðsins, eftir leikinn í kvöld. Ísland tapaði fyrir Sviss, 2-0, í undankeppni HM í knattspyrnu í kvöld en leikurinn fór fram á Laugardalsvelli. „Við vorum að spila virkilega vel í kvöld og hrikalegt að fá þetta fyrra mark á okkur, þetta var nokkuð erfitt eftir það." „Þeir voru ekki að skapa sér mörg færi í þessum leik og við sem réðum í raun ferðinni sóknarlega. Liðið skapaði sér fullt af færum sem við áttum að nýta betur." „Við áttum sannarlega skilið að fá eitt stig hér í kvöld og 0-0 hefði verið fín úrslit." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Birki með því að ýta hér.mynd/vilhelmAri Freyr: Þurfum að hugsa um góðu punktana Ari Freyr Skúlason átti fínan leik sem vinstri bakvörður íslenska landsliðsins þó hann sé ekki vanur að leika þá stöðu með sínu félagsliði. Ari þurfti að kljást við Xherdan Shaqiri, skærustu stjörnu Sviss, náði að halda honum að mestu niðri. „Það er alltaf leiðinlegt að tapa en við þurfum að hugsa um alla góðu punktana í leiknum og þeir voru mjög margir," sagði Ari Freyr „Við töpuðum leiknum en það er margt jákvætt. Við fengum fullt af færum þar sem við hefðum getað skorað áður en þeir skora. Svona er fótboltinn, þetta breytist mjög fljótt. „Þeir eru með frábæra leikmenn en mér fannst við ná að halda þeim í skefjum þokkalega vel. Þeir reyndu einhver langskot, sérstaklega í fyrri hálfleik en svo skora þeir mark og brjóta ísinn og þá verða þeir rólegri," sagði Ari sem þakkaði Birki Bjarnasyni fyrir að hjálpa sér við að halda Shaqiri niðri. „Birkir hjálpaði mér rosalega mikið í kvöld. Ég spila þessa stöðu ekki venjulega og þetta situr ekkert í vöðvaminninu en mér fannst ég standa mig ágætlega. Ég átti nokkrar lélegar sendingar í seinni hálfleik samt. „Auðvitað erum við svekktir eftir leikinn og erum svekktir í kvöld en á morgun horfum við fram á veginn. Við viljum alltaf fá þrjú stig og við hefðum getað það í kvöld. Ef við hefðum brotið ísinn á undan þeim þá er aldrei að vita hvernig hefði farið," sagði Ari að lokum.mynd/vilhelmHannes: Ég átti að gera betur í fyrra markinu „Þetta er grátleg niðurstaða," sagði Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, eftir tapið í kvöld. „Við lékum vel í kvöld og áttum svo sannarlega skilið að fá eitthvað út úr leiknum í kvöld, þess vegna er þetta svona gríðarlega svekkjandi." „Við fengum virkilega góð færi framan af í leiknum og vorum að halda þeim vel í skefjum. Það var því virkilega slæmt þegar við í raun færðum þeim þetta fyrsta mark á silfurfati. Ég átti að gera mun betur í því atviki og halda boltanum betur þegar fyrirgjöfin kom." „Við getum í raun alveg borið höfuðið nokkuð hátt eftir þennan leik en það er einmitt það sem gerir þetta tap svo enn meira svekkjandi, við vorum í dauðafæri að koma okkur í frábæra stöðu í þessum riðli."mynd/vilhelmKári: Klaufamörk sem við fáum á okkur „Þetta er algjörlega grátlegt. Við vörðumst vel í klukkutíma eða 70 mínútur. Við fáum á okkur klaufalegt mark. Hannes er með boltann en missir hann og við fáum sex sénsa til að hreinsa en allt kemur fyrir ekki og hann snýr boltann skemmtilega upp í skeytin," sagði Kári Árnason annar miðvörður Íslands eftir 2-0 tapið gegn Sviss í kvöld. „Mér fannst við ráða vel við þá mest allan leikinn og eftir að við fáum okkur þetta mark þá erum við að reyna að skora og fórnum varnarmönnum fram á við. Þá urðum við berskjaldaðir til baka. „Seinna markið var líka klaufalegt, algjör grís, hann skýtur á markið en hittir ekki og boltinn rennur fram hjá mér. „Við lögðum upp með að fá skyndisóknir og það heppnaðist. Þegar Gylfi færi boltann veit maður aldrei hvað gerist. Hann getur skapað eitthvað ótrúlegt og það gerðist nokkrum sinnum. Við fengum dauðafæri til að jafnvel klára þennan leik," sagði Kári. „Auðvitað er allt í lagi að vera með sex stig og fyrir keppnina hefði einhver kannski verið ánægður með það en eins og liðið er og andinn sem við erum með og allt í kringum þetta þá held ég að við hefðum viljað fá meira út úr þessu. „Mér fannst við taktíst vera með þá kortlagða og vera með þá. Við vorum taktíst sterkir. Miðjumennirnir hlupu hliðar saman hliðar allan leikinn og gerðu leikinn auðveldari fyrir mig og Ragga (Ragnar Sigurðsson). Frammistaðan var góð en það var svekkjandi að fá ekkert út úr þessu," sagði Kári að lokum.mynd/vilhelmLagerbäck: Ekki mistök hjá Hannesi Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari Íslands, var sársvekktur með 2-0 tapið gegn Svisslendingum í undankeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu í kvöld. Sá sænski hrósaði leikmönnum Íslands en vill meiri skilvirkni við mark landsliðsþjálfarans. „Þú getur sætt þig við tap ef hitt liðið er miklu betra. Við vorum of passívir í fyrri hálfleik en færðum okkar framar í seinni. Miðað við færin í seinni áttum við jafntefli skilið," sagði Svíinn sem hrósaði leikmönnum sínum en minnti á að það væru mörkin sem teldu. „Við fengum þrjú opin færi í seinni hálfleik auk skyndisókna og aukaspyrnu Gylfa í fyrri. Sviss var kannski betri aðilinn í fyrri hálfelik en Hannes þurfti aldrei að verja," sagði Lagerbäck sem telur íslenska liðið helst geta bætt sig í færanýtingu í opnum leik. Varnarleikurinn sé góður sem og frammistaða í föstum leikatriðum í vörn sem sókn.mynd/vilhelmRagnar: Kom mér á óvart hversu slakir Svisslendingar voru „Þetta voru klárlega ekki sanngjörn úrslit í kvöld," sagði Ragnar Sigurðsson, leikmaður íslenska landsliðsins, eftir tapið. Ísland tapaði fyrir Sviss, 2-0, í undankeppni HM sem fram fer í Brasilíu eftir 2 ár en liðið hefur sex stig í riðlinum eftir fjóra leiki. „Það kom mér í raun á óvart hversu slappir Svisslendingarnir voru í kvöld. Það vantaði ekki uppá í okkar sóknarleik í kvöld, við vorum að skapa okkur fullt af færum en svona er bara boltinn stundum." „Í fyrra markinu voru menn allir að renna sér fyrir boltann og leggja mikið á sig til að verja okkar mark, en það hafðist ekki og agalegt að sjá á eftir boltanum í vinkilinn." „Ef maður lítur á stóru myndina þá er þetta ágætis árangur hjá okkur í þessum fjórum leikjum. Það er erfitt að ætlast til þess af okkur að vinna svona stórþjóð eins og Sviss." HM 2014 í Brasilíu Tengdar fréttir Birkir: Áttum skilið að fá eitt stig úr þessum leik "Þetta voru alls ekki sanngjörn úrslit í kvöld,“ sagði Birkir Bjarnason, leikmaður íslenska landsliðsins, eftir leikinn í kvöld. 16. október 2012 21:52 Ragnar: Kom mér á óvart hversu slakir Svisslendingar voru "Þetta voru klárlega ekki sanngjörn úrslit í kvöld,“ sagði Ragnar Sigurðsson, leikmaður íslenska landsliðsins, eftir tapið. 16. október 2012 21:50 Ari Freyr: Þurfum að hugsa um góðu punktana Ari Freyr Skúlason átti fínan leik sem vinstri bakvörður íslenska landsliðsins þó hann sé ekki vanur að leika þá stöðu með sínu félagsliði. Ari þurfti að kljást við Xherdan Shaqiri, skærustu stjörnu Sviss, náði að halda honum að mestu niðri. 16. október 2012 21:49 Lagerbäck: Ekki mistök hjá Hannesi | Eggert þarf nýtt félag Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari Íslands, var sársvekktur með 2-0 tapið gegn Svisslendingum í undankeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu í kvöld. Sá sænski hrósaði leikmönnum Íslands en vill meiri skilvirkni við mark andstæðinganna. 16. október 2012 21:46 Rúrik, Grétar og Kári í bann Rúrik Gíslason fékk gult spjald fyrir afar litlar sakir í fyrri hálfleik gegn Sviss. Fyrir vikið er Rúrik kominn í leikbann en þetta var annað gula spjaldið sem hann fær í riðlinum. Grétar og Kári fengu svo spjald í síðari hálfleik og er einnig komnir í bann. 16. október 2012 19:23 Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu beið lægri hlut 0-2 gegn Svisslendingum í E-riðli undankeppni HM í knattspyrnu 2014 en leikið var á Laugardalsvelli. Íslendingar voru síst slakari aðilinn í leiknum en Svisslendingar nýttu færin og kræktu í stigin þrjú. Eftir jafnar upphafsmínútur tóku áhorfendur á Laugardalsvelli andköf á 14. mínútu. Þá krækti Alfreð Finnbogason í aukaspyrnu rétt utan teigs eftir baráttu við Johan Djourou. Á stokk steig Gylfi Þór Sigurðsson. Boltinn stefndi efst í markhornið þangað sem Diego Benaglio, markvörður Svisslendinga, var mættur og varði. Frábær tilþrif hjá báðum. Svisslendingar voru meira með boltann án þess að skapa sér opin færi. Gökhan Inler átti hörkuskot utan teigs sem fór rétt framhjá og þá setti Granit Xhaka boltann framhjá úr góðri stöðu í teignum. Íslendingar áttu nokkrar góðar sóknir í fyrri hálfleik og sú besta kom á 41. mínútu. Þá fékk Alfreð boltann inni á teig eftir undirbúning Rúriks Gíslasonar og Eggerts Gunnþórs Jónssonar. Skot Alfreðs á nærstöngina var fast en aftur varði Benaglio með tilþrifum. Síðari hálfleikur var fjörugur líkt og sá fyrri. Emil Hallfreðsson átti gott skot utan teigs yfir markið áður en Mario Gavranovic og Shaqiri gerðu sig líklega við mark Hannesar Þórs Halldórssonar. Eftir stundarfjórðung komst Birkir Bjarnason í gott færi en skot hans small í þverslánni. Þá stundina voru Íslendingar til alls líklegir en sváfu á verðinum fimm mínútum síðar. Hannes Þór missti frá sér knöttinn eftir hornspyrnu og úr varð hröð atburðarás sem einkenndist af taugaveiklun hjá varnarmönnum Íslands. Emil bjargaði á línu áður en Grétar Rafn henti sér fyrir skot utan teigs. Boltinn hafnaði að lokum hjá Tranquillo Barnetta sem skrúfaði boltann efst í fjærhornið. Stórkostlegt mark en afar svekkjandi fyrir okkar menn. Strákarnir okkar héldu þó áfram sókn sinni og hefðu átt að jafna metin á 78. mínútu. Frábær sending Gylfa Þórs frá hægri hafnaði á kollinum á Alfreð sem var staðsettur skammt frá marki. Framherjinn náði föstum skalla en því miður beint á Benaglio sem sló boltann glæsilega yfir markið. Slæm nýting færa átti, eins og er svo oft raunin í knattspyrnu, eftir að kosta okkar menn strax í kjölfarið. Svisslendingar byggðu upp sókn eftir hættulausa hornspyrnu Íslendinga. Gestirnir léku þægilega í gegnum sofandi vörn Íslands og Gavranovic setti boltann í netið af stuttu færi. Tveggja marka munur raunin sem reyndist óbrúanlegur. Það eina markverða sem gerðist það sem eftir lifði leiks var að Kári Árnason og Emil uppskáru gult spjald. Það gerðu Rúrik Gíslason, Eggert Gunnþór og Grétar Rafn fyrr í leiknum. Grétar, Kári og Rúrik verða því í banni þegar Ísland sækir Slóvena heim í næsta leik sínum 22. mars. Sjaldan ef nokkrun tímann hafa úrslit í landsleik Íslands verið jafnsvekkjandi og í kvöld. Færin voru til staðar til þess að komast yfir í leiknum en hrósa verður Benaglio, markverði Svisslendinga, fyrir hans framgöngu. Þá fær Alan Kelly, írskur dómari leiksins, hrós fyrir flotta frammistöðu. Með sigrinum komast Svisslendingar í efsta sæti riðilsins með 10 stig eftir fjóra leiki. Norðmenn eru í öðru sæti með 7 stig og Íslendingar í því þriðja með 6 stig ásamt Albönum sem unnu 1-0 sigur á Slóveníu í Tirana. Hér fyrir neðan má textalýsingu frá leiknum ásamt tölfræði hans. Þar fyrir neðan eru einkunnir leikmanna Íslands. Efst í fréttinni má svo skoða fleiri myndir úr leiknum.mynd/vilhelmAlfreð: Svekkjandi að skora ekki á undan „Við gáfum allt í þetta og uppskárum ekki neitt að þessu sinni, það eru mikil vonbrigði," sagði Alfreð Finnbogason framherji Íslands eftir tapið gegn Sviss í kvöld. „Fyrri hálfleikur var mjög lokaður og ekki mikið að gerast. Við fáum eitt, tvö hálffæri en í seinni hálfeik finnst mér við vera með yfirhöndina þegar þeir skora. Það var mjög svekkjandi að við náum ekki að skora á undan þeim. Við fengum nokkur góð upphlaup og það sama má segja um seinna markið. Við fáum eitt, tvö færi en þetta er reynslu mikið lið sem kann að halda forystu," sagði Alfreð sem átti í fullu tré við Johan Djourou varnarmann Arsenal allan leikinn. „Ég hef reynt að bæta það í mínum leik að halda boltanum og láta finna fyrir mér og mér fannst það takast ágætlega í kvöld," sagði Alfreð en Diego Benaglio reyndist Íslandi erfiður í marki Sviss. „Þetta er flottur markmaður, hann átti líka stórleik gegn Noregi. Ég átti snöggt skot í fyrri hálfleik sem hann varði vel og svo varði hann líka vel frá Birki og öðrum." Ísland er með sex stig eftir fjóra leiki og er Alfreð ekki sáttur við það. „Maður vill alltaf meira en til að komast lengra þurfum við að vinna lið eins Slóveníu, Albaníu og Kýpur á heimavelli. Það eru þeir sigrar sem telja mest og ef við náum að kroppa einhver stig á útivelli þá telja þau líka mikið. „Spilamennskan okkar var góð. Þetta er ekki eins og stundum áður þegar við eigum góða kafla en töpum, við viljum ekki detta í þá klisju. Það voru góðir kaflar og við létum Sviss hafa mjög fyrir hlutunum." Alfreð sagði erfiðan leik í Albaínu ekkert hafa setið í liðinu. „Þeir léku líka erfiðan leik og það er engin afsökun. „Nú fara menn og reyna að standa sig með sínum félagsliðum. Landsliðið er bónus. Menn standa sig og verða vonandi í góðu formi í mars," sagði Alfreð að lokum.mynd/vilhelmBirkir: Áttum skilið að fá stig úr þessum leik „Þetta voru alls ekki sanngjörn úrslit í kvöld," sagði Birkir Bjarnason, leikmaður íslenska landsliðsins, eftir leikinn í kvöld. Ísland tapaði fyrir Sviss, 2-0, í undankeppni HM í knattspyrnu í kvöld en leikurinn fór fram á Laugardalsvelli. „Við vorum að spila virkilega vel í kvöld og hrikalegt að fá þetta fyrra mark á okkur, þetta var nokkuð erfitt eftir það." „Þeir voru ekki að skapa sér mörg færi í þessum leik og við sem réðum í raun ferðinni sóknarlega. Liðið skapaði sér fullt af færum sem við áttum að nýta betur." „Við áttum sannarlega skilið að fá eitt stig hér í kvöld og 0-0 hefði verið fín úrslit." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Birki með því að ýta hér.mynd/vilhelmAri Freyr: Þurfum að hugsa um góðu punktana Ari Freyr Skúlason átti fínan leik sem vinstri bakvörður íslenska landsliðsins þó hann sé ekki vanur að leika þá stöðu með sínu félagsliði. Ari þurfti að kljást við Xherdan Shaqiri, skærustu stjörnu Sviss, náði að halda honum að mestu niðri. „Það er alltaf leiðinlegt að tapa en við þurfum að hugsa um alla góðu punktana í leiknum og þeir voru mjög margir," sagði Ari Freyr „Við töpuðum leiknum en það er margt jákvætt. Við fengum fullt af færum þar sem við hefðum getað skorað áður en þeir skora. Svona er fótboltinn, þetta breytist mjög fljótt. „Þeir eru með frábæra leikmenn en mér fannst við ná að halda þeim í skefjum þokkalega vel. Þeir reyndu einhver langskot, sérstaklega í fyrri hálfleik en svo skora þeir mark og brjóta ísinn og þá verða þeir rólegri," sagði Ari sem þakkaði Birki Bjarnasyni fyrir að hjálpa sér við að halda Shaqiri niðri. „Birkir hjálpaði mér rosalega mikið í kvöld. Ég spila þessa stöðu ekki venjulega og þetta situr ekkert í vöðvaminninu en mér fannst ég standa mig ágætlega. Ég átti nokkrar lélegar sendingar í seinni hálfleik samt. „Auðvitað erum við svekktir eftir leikinn og erum svekktir í kvöld en á morgun horfum við fram á veginn. Við viljum alltaf fá þrjú stig og við hefðum getað það í kvöld. Ef við hefðum brotið ísinn á undan þeim þá er aldrei að vita hvernig hefði farið," sagði Ari að lokum.mynd/vilhelmHannes: Ég átti að gera betur í fyrra markinu „Þetta er grátleg niðurstaða," sagði Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, eftir tapið í kvöld. „Við lékum vel í kvöld og áttum svo sannarlega skilið að fá eitthvað út úr leiknum í kvöld, þess vegna er þetta svona gríðarlega svekkjandi." „Við fengum virkilega góð færi framan af í leiknum og vorum að halda þeim vel í skefjum. Það var því virkilega slæmt þegar við í raun færðum þeim þetta fyrsta mark á silfurfati. Ég átti að gera mun betur í því atviki og halda boltanum betur þegar fyrirgjöfin kom." „Við getum í raun alveg borið höfuðið nokkuð hátt eftir þennan leik en það er einmitt það sem gerir þetta tap svo enn meira svekkjandi, við vorum í dauðafæri að koma okkur í frábæra stöðu í þessum riðli."mynd/vilhelmKári: Klaufamörk sem við fáum á okkur „Þetta er algjörlega grátlegt. Við vörðumst vel í klukkutíma eða 70 mínútur. Við fáum á okkur klaufalegt mark. Hannes er með boltann en missir hann og við fáum sex sénsa til að hreinsa en allt kemur fyrir ekki og hann snýr boltann skemmtilega upp í skeytin," sagði Kári Árnason annar miðvörður Íslands eftir 2-0 tapið gegn Sviss í kvöld. „Mér fannst við ráða vel við þá mest allan leikinn og eftir að við fáum okkur þetta mark þá erum við að reyna að skora og fórnum varnarmönnum fram á við. Þá urðum við berskjaldaðir til baka. „Seinna markið var líka klaufalegt, algjör grís, hann skýtur á markið en hittir ekki og boltinn rennur fram hjá mér. „Við lögðum upp með að fá skyndisóknir og það heppnaðist. Þegar Gylfi færi boltann veit maður aldrei hvað gerist. Hann getur skapað eitthvað ótrúlegt og það gerðist nokkrum sinnum. Við fengum dauðafæri til að jafnvel klára þennan leik," sagði Kári. „Auðvitað er allt í lagi að vera með sex stig og fyrir keppnina hefði einhver kannski verið ánægður með það en eins og liðið er og andinn sem við erum með og allt í kringum þetta þá held ég að við hefðum viljað fá meira út úr þessu. „Mér fannst við taktíst vera með þá kortlagða og vera með þá. Við vorum taktíst sterkir. Miðjumennirnir hlupu hliðar saman hliðar allan leikinn og gerðu leikinn auðveldari fyrir mig og Ragga (Ragnar Sigurðsson). Frammistaðan var góð en það var svekkjandi að fá ekkert út úr þessu," sagði Kári að lokum.mynd/vilhelmLagerbäck: Ekki mistök hjá Hannesi Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari Íslands, var sársvekktur með 2-0 tapið gegn Svisslendingum í undankeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu í kvöld. Sá sænski hrósaði leikmönnum Íslands en vill meiri skilvirkni við mark landsliðsþjálfarans. „Þú getur sætt þig við tap ef hitt liðið er miklu betra. Við vorum of passívir í fyrri hálfleik en færðum okkar framar í seinni. Miðað við færin í seinni áttum við jafntefli skilið," sagði Svíinn sem hrósaði leikmönnum sínum en minnti á að það væru mörkin sem teldu. „Við fengum þrjú opin færi í seinni hálfleik auk skyndisókna og aukaspyrnu Gylfa í fyrri. Sviss var kannski betri aðilinn í fyrri hálfelik en Hannes þurfti aldrei að verja," sagði Lagerbäck sem telur íslenska liðið helst geta bætt sig í færanýtingu í opnum leik. Varnarleikurinn sé góður sem og frammistaða í föstum leikatriðum í vörn sem sókn.mynd/vilhelmRagnar: Kom mér á óvart hversu slakir Svisslendingar voru „Þetta voru klárlega ekki sanngjörn úrslit í kvöld," sagði Ragnar Sigurðsson, leikmaður íslenska landsliðsins, eftir tapið. Ísland tapaði fyrir Sviss, 2-0, í undankeppni HM sem fram fer í Brasilíu eftir 2 ár en liðið hefur sex stig í riðlinum eftir fjóra leiki. „Það kom mér í raun á óvart hversu slappir Svisslendingarnir voru í kvöld. Það vantaði ekki uppá í okkar sóknarleik í kvöld, við vorum að skapa okkur fullt af færum en svona er bara boltinn stundum." „Í fyrra markinu voru menn allir að renna sér fyrir boltann og leggja mikið á sig til að verja okkar mark, en það hafðist ekki og agalegt að sjá á eftir boltanum í vinkilinn." „Ef maður lítur á stóru myndina þá er þetta ágætis árangur hjá okkur í þessum fjórum leikjum. Það er erfitt að ætlast til þess af okkur að vinna svona stórþjóð eins og Sviss."
HM 2014 í Brasilíu Tengdar fréttir Birkir: Áttum skilið að fá eitt stig úr þessum leik "Þetta voru alls ekki sanngjörn úrslit í kvöld,“ sagði Birkir Bjarnason, leikmaður íslenska landsliðsins, eftir leikinn í kvöld. 16. október 2012 21:52 Ragnar: Kom mér á óvart hversu slakir Svisslendingar voru "Þetta voru klárlega ekki sanngjörn úrslit í kvöld,“ sagði Ragnar Sigurðsson, leikmaður íslenska landsliðsins, eftir tapið. 16. október 2012 21:50 Ari Freyr: Þurfum að hugsa um góðu punktana Ari Freyr Skúlason átti fínan leik sem vinstri bakvörður íslenska landsliðsins þó hann sé ekki vanur að leika þá stöðu með sínu félagsliði. Ari þurfti að kljást við Xherdan Shaqiri, skærustu stjörnu Sviss, náði að halda honum að mestu niðri. 16. október 2012 21:49 Lagerbäck: Ekki mistök hjá Hannesi | Eggert þarf nýtt félag Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari Íslands, var sársvekktur með 2-0 tapið gegn Svisslendingum í undankeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu í kvöld. Sá sænski hrósaði leikmönnum Íslands en vill meiri skilvirkni við mark andstæðinganna. 16. október 2012 21:46 Rúrik, Grétar og Kári í bann Rúrik Gíslason fékk gult spjald fyrir afar litlar sakir í fyrri hálfleik gegn Sviss. Fyrir vikið er Rúrik kominn í leikbann en þetta var annað gula spjaldið sem hann fær í riðlinum. Grétar og Kári fengu svo spjald í síðari hálfleik og er einnig komnir í bann. 16. október 2012 19:23 Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Sjá meira
Birkir: Áttum skilið að fá eitt stig úr þessum leik "Þetta voru alls ekki sanngjörn úrslit í kvöld,“ sagði Birkir Bjarnason, leikmaður íslenska landsliðsins, eftir leikinn í kvöld. 16. október 2012 21:52
Ragnar: Kom mér á óvart hversu slakir Svisslendingar voru "Þetta voru klárlega ekki sanngjörn úrslit í kvöld,“ sagði Ragnar Sigurðsson, leikmaður íslenska landsliðsins, eftir tapið. 16. október 2012 21:50
Ari Freyr: Þurfum að hugsa um góðu punktana Ari Freyr Skúlason átti fínan leik sem vinstri bakvörður íslenska landsliðsins þó hann sé ekki vanur að leika þá stöðu með sínu félagsliði. Ari þurfti að kljást við Xherdan Shaqiri, skærustu stjörnu Sviss, náði að halda honum að mestu niðri. 16. október 2012 21:49
Lagerbäck: Ekki mistök hjá Hannesi | Eggert þarf nýtt félag Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari Íslands, var sársvekktur með 2-0 tapið gegn Svisslendingum í undankeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu í kvöld. Sá sænski hrósaði leikmönnum Íslands en vill meiri skilvirkni við mark andstæðinganna. 16. október 2012 21:46
Rúrik, Grétar og Kári í bann Rúrik Gíslason fékk gult spjald fyrir afar litlar sakir í fyrri hálfleik gegn Sviss. Fyrir vikið er Rúrik kominn í leikbann en þetta var annað gula spjaldið sem hann fær í riðlinum. Grétar og Kári fengu svo spjald í síðari hálfleik og er einnig komnir í bann. 16. október 2012 19:23