Erlent

„Ég legg hendur á konur. Flautið ef ég er skíthæll“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Stóð við gatnamót með skilti sem stóð á "Ég legg hendur á konur. Flautið ef ég er skíthæll.“
Stóð við gatnamót með skilti sem stóð á "Ég legg hendur á konur. Flautið ef ég er skíthæll.“
Karlmaður í Bandaríkjunum hafði fáa kosti aðra en að standa við gatnamót með skilti sem stóð á „Ég legg hendur á konur. Flautið ef ég er skíthæll.“

Maðurinn hafði áður lagt harkalega hendur á konu með þeim afleiðingum að hún fékk heilahristing og nefbrotnaði.

Maðurinn hafði hitt hina tuttugu ára Alisha Hessler á skemmtistað en þegar hann varð of ágengur í leigubíl byrjaði konan að streitast á móti. Maðurinn kýldi hana ítrekað í andlitið með fyrrgreindum afleiðingum.

Eftir skýrslutöku lögreglunnar kaus Alisha Hessler að leggja ekki fram kæru en fann manninn þess í stað á samskiptamiðlinum Facebook og sendi honum skilaboð.

Hún gaf honum tvo kosti. Annaðhvort ætlaði hún að leggja fram kæru og þá átti maðurinn yfir höfðu sér eins árs fangelsi eða láta hann standa út á götu með skiltið.

Ofbeldismaðurinn kaus síðari kostinn eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×