Varla kvenfyrirlitning þegar Vigdísi er sagt að þegja Sveinn Arnarsson skrifar 16. maí 2014 13:55 Svo virðist sem Vigdís Hauksdóttir sé ekki inni í dæminu þegar fólk leitar eftir ummerkjum um kvenfyrirlitningu. Áslaug Sigurbjörnsdóttir fyrrverandi formaður Heimdallar segir mikinn tvískinnung ráða og öllu máli skipta hver á í hlut hvort viðkomandi telst sæta kvenfyrirlitningu eða ekki. Þetta kom fram í viðtali við hana á Rás 2 í morgun. Frægt er orðið þegar Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður VG, sagði Vigdísi Hauksdóttur, þingmanni Framsóknarflokksins, að þegja og vera ekki sígjammandi fram í þingræður. Þetta sagði Steingrímur í ræðustól Alþingis í vikunni. Kallaði Steingrímur þingkonuna friðarspilli í þinginu. Vigdís Hauksdóttir, þingkona framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar, sagði í viðtali í bítinu á Bylgjunni að með framferði sínu hefði Steingrímur orðið sjálfum sér til skammar. „Ég fer alveg óskaplega í taugarnar á vinstri mönnum og er bara stolt yfir því. Þeir eiga stundum erfitt með að heyra sannleikann,“ sagði Vigdís.Sigríður Ingibjörg IngadótturVÍSIR/GVABjarni sakaður um kvenfyrirlitningu Ekki er langt síðan sló í brýnu í þinginu milli Katrínar Júlíusdóttur, þingkonu og varaformanns Samfylkingarinnar, og Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra. Bjarni rétti Katrínu blað með dagskrá þingsins meðan hún stóð í ræðustól Alþingis. Katrín tók það óstinnt upp. Bjarni Benediktsson sagði þá Katrínu Júlíusdóttur ítrekað að „róa sig“. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir tók þessi ummæli fjármálaráðherra upp og sakaði hann um kvenfyrirlitningu í þinginu. „Hann leyfði sér það bragð, sem þekkt er gagnvart konum að segja við þær þegar þær eru ósáttar, róaðu þig. Þetta lýsir kvenfyrirlitningu og virðingarleysi fyrir almennum þingmönnum hér og ég ætlast til þess að forseti minn líði ekki slíkt hér í þingsal,“Áslaug Sigurbjörnsdóttir fyrrverandi formaður Heimdallar taldi um mikinn tvískinnung að ræða og gagnrýndi það í morgunútvarpi Rásar 2 í morgun. Sagði hún þá sem hefðu haft hvað hæst um kvenfyrirlitningu í tilfelli Bjarna og Katrínar sætu nú með hendur í skauti og létu ekki heyra í sér. Taldi hún þessi tvö mál nokkurn veginn nákvæmlega eins. Gyða Margrét Pétursdóttir, kynjafræðingur, segir að þar sem konur eru helmingur mannkyns ættu þær að sjálfsögðu að vera helmingur stjórnenda.Mynd/StefánGagnlegt að snúa kynjahlutverkum á haus Gyða Margrét Pétursdóttir, kynjafræðingur við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, telur ekki um augljósan mun að ræða á milli þessara tveggja atburða. Hér sé um að ræða karla sem beini orðum sínum til kvenna. Hins vegar segir Gyða Margrét gott stundum að skoða samhengið í báðum málum og oft gagnlegt að snúa kynjunum við. „En mikilvægt er um leið að vera meðvitaður um að það getur haft ólíka merkingu hvort kynið segir hlutina. Samfélagið er þannig uppbyggt að það hefur ólíka merkingu hvort karl segir konu að þegja eða róa sig, og að kona segir karli sömu hluti.“ Gyða telur að það megi segja að þessi mál séu keimlík. „Hins vegar er alltaf gott að skoða samhengið í báðum atvikum frekar en nákvæmlega það sem sagt er á þessum tveimur tímapunktum.“ Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira
Áslaug Sigurbjörnsdóttir fyrrverandi formaður Heimdallar segir mikinn tvískinnung ráða og öllu máli skipta hver á í hlut hvort viðkomandi telst sæta kvenfyrirlitningu eða ekki. Þetta kom fram í viðtali við hana á Rás 2 í morgun. Frægt er orðið þegar Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður VG, sagði Vigdísi Hauksdóttur, þingmanni Framsóknarflokksins, að þegja og vera ekki sígjammandi fram í þingræður. Þetta sagði Steingrímur í ræðustól Alþingis í vikunni. Kallaði Steingrímur þingkonuna friðarspilli í þinginu. Vigdís Hauksdóttir, þingkona framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar, sagði í viðtali í bítinu á Bylgjunni að með framferði sínu hefði Steingrímur orðið sjálfum sér til skammar. „Ég fer alveg óskaplega í taugarnar á vinstri mönnum og er bara stolt yfir því. Þeir eiga stundum erfitt með að heyra sannleikann,“ sagði Vigdís.Sigríður Ingibjörg IngadótturVÍSIR/GVABjarni sakaður um kvenfyrirlitningu Ekki er langt síðan sló í brýnu í þinginu milli Katrínar Júlíusdóttur, þingkonu og varaformanns Samfylkingarinnar, og Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra. Bjarni rétti Katrínu blað með dagskrá þingsins meðan hún stóð í ræðustól Alþingis. Katrín tók það óstinnt upp. Bjarni Benediktsson sagði þá Katrínu Júlíusdóttur ítrekað að „róa sig“. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir tók þessi ummæli fjármálaráðherra upp og sakaði hann um kvenfyrirlitningu í þinginu. „Hann leyfði sér það bragð, sem þekkt er gagnvart konum að segja við þær þegar þær eru ósáttar, róaðu þig. Þetta lýsir kvenfyrirlitningu og virðingarleysi fyrir almennum þingmönnum hér og ég ætlast til þess að forseti minn líði ekki slíkt hér í þingsal,“Áslaug Sigurbjörnsdóttir fyrrverandi formaður Heimdallar taldi um mikinn tvískinnung að ræða og gagnrýndi það í morgunútvarpi Rásar 2 í morgun. Sagði hún þá sem hefðu haft hvað hæst um kvenfyrirlitningu í tilfelli Bjarna og Katrínar sætu nú með hendur í skauti og létu ekki heyra í sér. Taldi hún þessi tvö mál nokkurn veginn nákvæmlega eins. Gyða Margrét Pétursdóttir, kynjafræðingur, segir að þar sem konur eru helmingur mannkyns ættu þær að sjálfsögðu að vera helmingur stjórnenda.Mynd/StefánGagnlegt að snúa kynjahlutverkum á haus Gyða Margrét Pétursdóttir, kynjafræðingur við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, telur ekki um augljósan mun að ræða á milli þessara tveggja atburða. Hér sé um að ræða karla sem beini orðum sínum til kvenna. Hins vegar segir Gyða Margrét gott stundum að skoða samhengið í báðum málum og oft gagnlegt að snúa kynjunum við. „En mikilvægt er um leið að vera meðvitaður um að það getur haft ólíka merkingu hvort kynið segir hlutina. Samfélagið er þannig uppbyggt að það hefur ólíka merkingu hvort karl segir konu að þegja eða róa sig, og að kona segir karli sömu hluti.“ Gyða telur að það megi segja að þessi mál séu keimlík. „Hins vegar er alltaf gott að skoða samhengið í báðum atvikum frekar en nákvæmlega það sem sagt er á þessum tveimur tímapunktum.“
Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira