Fimm þúsund manns á hættusvæði ef gossprunga opnast við Svartsengi Kristján Már Unnarsson skrifar 27. janúar 2020 21:35 Líklegast er talið að gossprunga opnist norðvestan við Svartsengi, að því er fram kom á íbúafundinum í Grindavík síðdegis. Nokkrar flóttaleiðir eru mögulegar frá Grindavík. HÍ, ÍSOR, Stöð 2/Vincent Drouin, Hafsteinn Þórðarson. Hratt landris í Svartsengiseldstöðinni, milli Grindavíkur og Bláa lónsins, hefur haldið áfram í dag. Fimm þúsund manns gætu verið innan hættusvæðis, fari svo að eldgos brjótist út. Í fréttum Stöðvar 2 var útskýrt með myndrænum hætti hversvegna þessi atburður veldur verulegum áhyggjum. Mynd frá Veðurstofunni sýnir hvar kvikan er að þrýsta á og valda hröðu landrisi. Rauður blettur táknar svæðið þar sem land hefur risið mest síðustu vikuna, samkvæmt mælingum gervitungls. Mestu áhyggjurnar snúa að Grindavík, þar sem búa um 3.500 manns; Bláa lóninu, þar sem kannski 1.500 manns gætu verið hverju sinni, bæði ferðamenn og starfsmenn, og svo einnig orkuverinu í Svartsengi, sem sér Suðurnesjamönnum fyrir bæði rafmagni og heitu vatni. Þekktar sprungur á svæðinu liggja í stefnuna suðvestur-norðaustur.HÍ, ÍSOR, Stöð 2/Vincent Droin, Hafsteinn Þórðarson. Ef gos kæmi upp telja vísindamenn að það yrði hraungos á sprungu í stefnu suðvestur-norðaustur sem gæti orðið nokkurra kílómetra löng, og sú gossprunga gæti lokað Grindavíkurvegi. Sem betur fer Grindvíkinga, þá eru fleiri flóttaleiðir, bæði austur Suðurstrandarveginn en einnig til vesturs í átt að Reykjanesvita, og ef allt um þrýtur hafa þeir einnig höfnina og fjölda báta, rétt eins og íbúar Vestmannaeyja höfðu árið 1973. Landrisið nær yfir stærra svæði en bara rauða blettinn. Svört lína á myndinni táknar hvar þverskurðarmynd er dregin upp af landrisinu og á henni sést að það nær yfir tíu til tólf kílómetra breitt belti, allt vestur frá Eldvörpum og langleiðina austur að Ísólfsskála. En það er líka búið að gefa út gula eldgosaviðvörun gagnvart alþjóðaflugi en loftlínan frá líklegu gossvæði til flugbrauta Keflavíkurflugvallar er bara tólf kílómetrar. Komi til goss miða áætlanir við að flugvellinum verði lokað strax, hugsanlega bara í nokkrar klukkustundir eða fáeina sólarhringa en það réðist af öskufalli og gosmekki. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Grindavík Jarðhiti Jarðhræringar á Reykjanesi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Segir jarðrisið á fleygiferð Landrisið í Svartsengi nálgast þrjá sentímetra á sex dögum. 27. janúar 2020 20:15 Mæling gervitungls skýrir áhyggjur manna af Grindavík og Bláa lóninu Orkuverið í Svartsengi og Bláa lónið eru inni á rauða blettinum og byggðin í Grindavík í jaðrinum á mynd sem unnin er úr gögnum frá gervitungli. 26. janúar 2020 21:42 Bæjarstjórinn lýsir ótta og kvíða í Grindavík Bæjarstjóri Grindavíkur segir bæði ótta og kvíða hjá íbúum vegna óvenjulegs landriss vestan við fjallið Þorbjörn í nágrenni bæjarins. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir mikilvægt að fullorðnir sem börn og unglingar fylgist vel með framvindu mála. Bakarameistarinn í bænum segir fólk skelkað en ánægt með viðbragðsaðila. 27. janúar 2020 13:56 Gul eldgosaviðvörun á flug aðeins tólf kílómetra frá Keflavíkurflugvelli Litakóði alþjóðaflugs fyrir eldfjöll á Reykjanesskaga hefur verið færður yfir á gult. Svæðið er aðeins í tólf kílómetra loftlínu frá flugbrautum Keflavíkurflugvallar, stærsta og mikilvægasta alþjóðaflugvallar landsins. 26. janúar 2020 18:13 Búa sig undir hraungos í Svartsengi á margra kílómetra langri gossprungu Almannavarnir búa sig undir að hraungos geti opnast á sprungu í Svartsengiseldstöðinni milli Grindavíkur og Bláa lónsins. Hratt landris mælist á svæðinu en jarðeðlisfræðingur segir þó algengast að svona atburður endi með kvikuinnskoti. 27. janúar 2020 15:27 Misjöfn viðbrögð íbúa Grindavíkur við jarðhræringunum Flest eru sammála um að staðan sé óþægileg. 27. janúar 2020 20:31 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Fleiri fréttir Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Sjá meira
Hratt landris í Svartsengiseldstöðinni, milli Grindavíkur og Bláa lónsins, hefur haldið áfram í dag. Fimm þúsund manns gætu verið innan hættusvæðis, fari svo að eldgos brjótist út. Í fréttum Stöðvar 2 var útskýrt með myndrænum hætti hversvegna þessi atburður veldur verulegum áhyggjum. Mynd frá Veðurstofunni sýnir hvar kvikan er að þrýsta á og valda hröðu landrisi. Rauður blettur táknar svæðið þar sem land hefur risið mest síðustu vikuna, samkvæmt mælingum gervitungls. Mestu áhyggjurnar snúa að Grindavík, þar sem búa um 3.500 manns; Bláa lóninu, þar sem kannski 1.500 manns gætu verið hverju sinni, bæði ferðamenn og starfsmenn, og svo einnig orkuverinu í Svartsengi, sem sér Suðurnesjamönnum fyrir bæði rafmagni og heitu vatni. Þekktar sprungur á svæðinu liggja í stefnuna suðvestur-norðaustur.HÍ, ÍSOR, Stöð 2/Vincent Droin, Hafsteinn Þórðarson. Ef gos kæmi upp telja vísindamenn að það yrði hraungos á sprungu í stefnu suðvestur-norðaustur sem gæti orðið nokkurra kílómetra löng, og sú gossprunga gæti lokað Grindavíkurvegi. Sem betur fer Grindvíkinga, þá eru fleiri flóttaleiðir, bæði austur Suðurstrandarveginn en einnig til vesturs í átt að Reykjanesvita, og ef allt um þrýtur hafa þeir einnig höfnina og fjölda báta, rétt eins og íbúar Vestmannaeyja höfðu árið 1973. Landrisið nær yfir stærra svæði en bara rauða blettinn. Svört lína á myndinni táknar hvar þverskurðarmynd er dregin upp af landrisinu og á henni sést að það nær yfir tíu til tólf kílómetra breitt belti, allt vestur frá Eldvörpum og langleiðina austur að Ísólfsskála. En það er líka búið að gefa út gula eldgosaviðvörun gagnvart alþjóðaflugi en loftlínan frá líklegu gossvæði til flugbrauta Keflavíkurflugvallar er bara tólf kílómetrar. Komi til goss miða áætlanir við að flugvellinum verði lokað strax, hugsanlega bara í nokkrar klukkustundir eða fáeina sólarhringa en það réðist af öskufalli og gosmekki. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Grindavík Jarðhiti Jarðhræringar á Reykjanesi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Segir jarðrisið á fleygiferð Landrisið í Svartsengi nálgast þrjá sentímetra á sex dögum. 27. janúar 2020 20:15 Mæling gervitungls skýrir áhyggjur manna af Grindavík og Bláa lóninu Orkuverið í Svartsengi og Bláa lónið eru inni á rauða blettinum og byggðin í Grindavík í jaðrinum á mynd sem unnin er úr gögnum frá gervitungli. 26. janúar 2020 21:42 Bæjarstjórinn lýsir ótta og kvíða í Grindavík Bæjarstjóri Grindavíkur segir bæði ótta og kvíða hjá íbúum vegna óvenjulegs landriss vestan við fjallið Þorbjörn í nágrenni bæjarins. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir mikilvægt að fullorðnir sem börn og unglingar fylgist vel með framvindu mála. Bakarameistarinn í bænum segir fólk skelkað en ánægt með viðbragðsaðila. 27. janúar 2020 13:56 Gul eldgosaviðvörun á flug aðeins tólf kílómetra frá Keflavíkurflugvelli Litakóði alþjóðaflugs fyrir eldfjöll á Reykjanesskaga hefur verið færður yfir á gult. Svæðið er aðeins í tólf kílómetra loftlínu frá flugbrautum Keflavíkurflugvallar, stærsta og mikilvægasta alþjóðaflugvallar landsins. 26. janúar 2020 18:13 Búa sig undir hraungos í Svartsengi á margra kílómetra langri gossprungu Almannavarnir búa sig undir að hraungos geti opnast á sprungu í Svartsengiseldstöðinni milli Grindavíkur og Bláa lónsins. Hratt landris mælist á svæðinu en jarðeðlisfræðingur segir þó algengast að svona atburður endi með kvikuinnskoti. 27. janúar 2020 15:27 Misjöfn viðbrögð íbúa Grindavíkur við jarðhræringunum Flest eru sammála um að staðan sé óþægileg. 27. janúar 2020 20:31 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Fleiri fréttir Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Sjá meira
Segir jarðrisið á fleygiferð Landrisið í Svartsengi nálgast þrjá sentímetra á sex dögum. 27. janúar 2020 20:15
Mæling gervitungls skýrir áhyggjur manna af Grindavík og Bláa lóninu Orkuverið í Svartsengi og Bláa lónið eru inni á rauða blettinum og byggðin í Grindavík í jaðrinum á mynd sem unnin er úr gögnum frá gervitungli. 26. janúar 2020 21:42
Bæjarstjórinn lýsir ótta og kvíða í Grindavík Bæjarstjóri Grindavíkur segir bæði ótta og kvíða hjá íbúum vegna óvenjulegs landriss vestan við fjallið Þorbjörn í nágrenni bæjarins. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir mikilvægt að fullorðnir sem börn og unglingar fylgist vel með framvindu mála. Bakarameistarinn í bænum segir fólk skelkað en ánægt með viðbragðsaðila. 27. janúar 2020 13:56
Gul eldgosaviðvörun á flug aðeins tólf kílómetra frá Keflavíkurflugvelli Litakóði alþjóðaflugs fyrir eldfjöll á Reykjanesskaga hefur verið færður yfir á gult. Svæðið er aðeins í tólf kílómetra loftlínu frá flugbrautum Keflavíkurflugvallar, stærsta og mikilvægasta alþjóðaflugvallar landsins. 26. janúar 2020 18:13
Búa sig undir hraungos í Svartsengi á margra kílómetra langri gossprungu Almannavarnir búa sig undir að hraungos geti opnast á sprungu í Svartsengiseldstöðinni milli Grindavíkur og Bláa lónsins. Hratt landris mælist á svæðinu en jarðeðlisfræðingur segir þó algengast að svona atburður endi með kvikuinnskoti. 27. janúar 2020 15:27
Misjöfn viðbrögð íbúa Grindavíkur við jarðhræringunum Flest eru sammála um að staðan sé óþægileg. 27. janúar 2020 20:31