Búa sig undir hraungos í Svartsengi á margra kílómetra langri gossprungu Kristján Már Unnarsson skrifar 27. janúar 2020 15:27 Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Almannavarnir búa sig undir að hraungos geti opnast á sprungu í Svartsengiseldstöðinni milli Grindavíkur og Bláa lónsins. Hratt landris mælist nú á svæðinu en Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir þó algengast að svona atburður endi með kvikuinnskoti neðanjarðar og fjari út. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. Almannavarnir standa að íbúafundi í íþróttahúsinu í Grindavík klukkan fjögur í dag en þær lýstu síðdegis í gær yfir óvissustigi eftir að óvenju hratt landris hafði mælst á stóru svæði í kringum Svartsengi með fjallið Þorbjörn sem miðju. Magnús Tumi Guðmundsson sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að landið rísi um 3-4 millimetra á dag og það virðist eiga upptök á nokkurra kílómetra dýpi. Sennilegt sé að kvika sé að safnast þar fyrir í jarðskorpunni. „En enn sem komið er er þetta orðið mjög lítið. Þessi kvika sem er farin þarna inn dugar nú ekki til að búa til eldgos, svona strax. En ef þetta heldur áfram lengi, þá breytist staðan,“ sagði Magnús. Hann benti hins vegar á að algengast væri að svona atburðarás fjaraði út án þess að til eldgoss kæmi. Mörg dæmi væru um slík kvikuinnskot, síðast í Öræfajökli. Horft frá byggðinni í Grindavík að fjallinu Þorbirni. Orkuverið í Svartsengi sést í krikanum efst til hægri.Vísir/Egill Það sem veldur sérstökum áhyggjum er að þetta er að gerast við Grindavík, þar sem búa um 3.500 manns, og jafnframt við einn fjölsóttasta ferðamannastað landsins, Bláa lónið, en þar áætla menn að allt að 1.500 manns gætu verið á hverjum tíma. Miðja atburðarins er Svartsengiseldstöðin en hún gaus síðast fyrir um 800 árum. „Það urðu þrjú eldgos á árunum 1210 til 1240. Þetta gæti endað með samskonar atburðarás. Það er svona versta tilfellið að þetta leiði með tímanum til þess að þarna verði eldgos á nokkurra kílómetra langri sprungu. Það er svona það sem viðbúnaðurinn, - við þurfum náttúrlega með allan viðbúnað, - þá er miðað við versta tilfelli og allir séu viðbúnir því að það versta gerist.“ Ef gos yrði á annaðborð er talið að það opnist í gossprungu sem lægi í stefnu norðaustur-suðvestur. „Það gæti þá verið gossprunga sem gæti verið nokkrir kílómetrar á lengd, alveg upp í tíu kílómetrar á lengd í upphafi. Og yfirleitt er þá svona gos býsna kröftugt í upphafi og kvikustrókar sem standa kannski hundrað metra í loft upp. En slíkt ástand varir yfirleitt ekki lengi, í nokkra klukkutíma eða sólarhringa eða eitthvað svoleiðis. Og síðan hægir yfirleitt mjög mikið á gosi af þessu tagi og það stendur í einhverja daga eða í mesta lagi vikur.“ Jarðvarmavirkjun HS Orku í Svartsengi. Fjallið Þorbjörn í baksýn.Vísir/Vilhelm Það er einnig áhyggjuefni að orkuverið í Svartsengi er í miðju svæðisins. „Þá er náttúrlega orkuverið í Svartsengi í mikilli hættu og Bláa lónið, ef gosið yrði þarna, en síður Grindavík sjálf.“ Þá má búast við að loka þyrfti Keflavíkurflugvelli, að minnsta kosti í einhverjar klukkustundir eða jafnvel sólarhringa. Þetta er þó ekkert sem virðist vera að bresta á. „Nú er bara að bíða og sjá hvernig þetta þróast á næstu dögum og vikum, eða hvort þetta lognast út af eða heldur áfram,“ sagði Magnús Tumi Guðmundsson í Bítinu á Bylgjunni. Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Mæling gervitungls skýrir áhyggjur manna af Grindavík og Bláa lóninu Orkuverið í Svartsengi og Bláa lónið eru inni á rauða blettinum og byggðin í Grindavík í jaðrinum á mynd sem unnin er úr gögnum frá gervitungli. 26. janúar 2020 21:42 „Þetta heldur áfram með sama hraða að þenjast út“ Það er áframhaldandi landris rétt vestan við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi. Þetta sýna nýjar mælingar úr GPS-mælum Veðurstofu Íslands. 27. janúar 2020 09:58 Óvissustigi lýst yfir vegna mögulegrar kvikusöfnunar við fjallið Þorbjörn Landris hefur mælst frá 21. janúar og virðist miðja þess vera á Reykjanessskaganum rétt vestan við fjallið Þorbjörn. 26. janúar 2020 17:18 Gul eldgosaviðvörun á flug aðeins tólf kílómetra frá Keflavíkurflugvelli Litakóði alþjóðaflugs fyrir eldfjöll á Reykjanesskaga hefur verið færður yfir á gult. Svæðið er aðeins í tólf kílómetra loftlínu frá flugbrautum Keflavíkurflugvallar, stærsta og mikilvægasta alþjóðaflugvallar landsins. 26. janúar 2020 18:13 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Sjá meira
Almannavarnir búa sig undir að hraungos geti opnast á sprungu í Svartsengiseldstöðinni milli Grindavíkur og Bláa lónsins. Hratt landris mælist nú á svæðinu en Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir þó algengast að svona atburður endi með kvikuinnskoti neðanjarðar og fjari út. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. Almannavarnir standa að íbúafundi í íþróttahúsinu í Grindavík klukkan fjögur í dag en þær lýstu síðdegis í gær yfir óvissustigi eftir að óvenju hratt landris hafði mælst á stóru svæði í kringum Svartsengi með fjallið Þorbjörn sem miðju. Magnús Tumi Guðmundsson sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að landið rísi um 3-4 millimetra á dag og það virðist eiga upptök á nokkurra kílómetra dýpi. Sennilegt sé að kvika sé að safnast þar fyrir í jarðskorpunni. „En enn sem komið er er þetta orðið mjög lítið. Þessi kvika sem er farin þarna inn dugar nú ekki til að búa til eldgos, svona strax. En ef þetta heldur áfram lengi, þá breytist staðan,“ sagði Magnús. Hann benti hins vegar á að algengast væri að svona atburðarás fjaraði út án þess að til eldgoss kæmi. Mörg dæmi væru um slík kvikuinnskot, síðast í Öræfajökli. Horft frá byggðinni í Grindavík að fjallinu Þorbirni. Orkuverið í Svartsengi sést í krikanum efst til hægri.Vísir/Egill Það sem veldur sérstökum áhyggjum er að þetta er að gerast við Grindavík, þar sem búa um 3.500 manns, og jafnframt við einn fjölsóttasta ferðamannastað landsins, Bláa lónið, en þar áætla menn að allt að 1.500 manns gætu verið á hverjum tíma. Miðja atburðarins er Svartsengiseldstöðin en hún gaus síðast fyrir um 800 árum. „Það urðu þrjú eldgos á árunum 1210 til 1240. Þetta gæti endað með samskonar atburðarás. Það er svona versta tilfellið að þetta leiði með tímanum til þess að þarna verði eldgos á nokkurra kílómetra langri sprungu. Það er svona það sem viðbúnaðurinn, - við þurfum náttúrlega með allan viðbúnað, - þá er miðað við versta tilfelli og allir séu viðbúnir því að það versta gerist.“ Ef gos yrði á annaðborð er talið að það opnist í gossprungu sem lægi í stefnu norðaustur-suðvestur. „Það gæti þá verið gossprunga sem gæti verið nokkrir kílómetrar á lengd, alveg upp í tíu kílómetrar á lengd í upphafi. Og yfirleitt er þá svona gos býsna kröftugt í upphafi og kvikustrókar sem standa kannski hundrað metra í loft upp. En slíkt ástand varir yfirleitt ekki lengi, í nokkra klukkutíma eða sólarhringa eða eitthvað svoleiðis. Og síðan hægir yfirleitt mjög mikið á gosi af þessu tagi og það stendur í einhverja daga eða í mesta lagi vikur.“ Jarðvarmavirkjun HS Orku í Svartsengi. Fjallið Þorbjörn í baksýn.Vísir/Vilhelm Það er einnig áhyggjuefni að orkuverið í Svartsengi er í miðju svæðisins. „Þá er náttúrlega orkuverið í Svartsengi í mikilli hættu og Bláa lónið, ef gosið yrði þarna, en síður Grindavík sjálf.“ Þá má búast við að loka þyrfti Keflavíkurflugvelli, að minnsta kosti í einhverjar klukkustundir eða jafnvel sólarhringa. Þetta er þó ekkert sem virðist vera að bresta á. „Nú er bara að bíða og sjá hvernig þetta þróast á næstu dögum og vikum, eða hvort þetta lognast út af eða heldur áfram,“ sagði Magnús Tumi Guðmundsson í Bítinu á Bylgjunni.
Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Mæling gervitungls skýrir áhyggjur manna af Grindavík og Bláa lóninu Orkuverið í Svartsengi og Bláa lónið eru inni á rauða blettinum og byggðin í Grindavík í jaðrinum á mynd sem unnin er úr gögnum frá gervitungli. 26. janúar 2020 21:42 „Þetta heldur áfram með sama hraða að þenjast út“ Það er áframhaldandi landris rétt vestan við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi. Þetta sýna nýjar mælingar úr GPS-mælum Veðurstofu Íslands. 27. janúar 2020 09:58 Óvissustigi lýst yfir vegna mögulegrar kvikusöfnunar við fjallið Þorbjörn Landris hefur mælst frá 21. janúar og virðist miðja þess vera á Reykjanessskaganum rétt vestan við fjallið Þorbjörn. 26. janúar 2020 17:18 Gul eldgosaviðvörun á flug aðeins tólf kílómetra frá Keflavíkurflugvelli Litakóði alþjóðaflugs fyrir eldfjöll á Reykjanesskaga hefur verið færður yfir á gult. Svæðið er aðeins í tólf kílómetra loftlínu frá flugbrautum Keflavíkurflugvallar, stærsta og mikilvægasta alþjóðaflugvallar landsins. 26. janúar 2020 18:13 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Sjá meira
Mæling gervitungls skýrir áhyggjur manna af Grindavík og Bláa lóninu Orkuverið í Svartsengi og Bláa lónið eru inni á rauða blettinum og byggðin í Grindavík í jaðrinum á mynd sem unnin er úr gögnum frá gervitungli. 26. janúar 2020 21:42
„Þetta heldur áfram með sama hraða að þenjast út“ Það er áframhaldandi landris rétt vestan við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi. Þetta sýna nýjar mælingar úr GPS-mælum Veðurstofu Íslands. 27. janúar 2020 09:58
Óvissustigi lýst yfir vegna mögulegrar kvikusöfnunar við fjallið Þorbjörn Landris hefur mælst frá 21. janúar og virðist miðja þess vera á Reykjanessskaganum rétt vestan við fjallið Þorbjörn. 26. janúar 2020 17:18
Gul eldgosaviðvörun á flug aðeins tólf kílómetra frá Keflavíkurflugvelli Litakóði alþjóðaflugs fyrir eldfjöll á Reykjanesskaga hefur verið færður yfir á gult. Svæðið er aðeins í tólf kílómetra loftlínu frá flugbrautum Keflavíkurflugvallar, stærsta og mikilvægasta alþjóðaflugvallar landsins. 26. janúar 2020 18:13