Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík 0-4 Keflavík Stefán Hirst Friðriksson á Grindavíkurvelli skrifar 10. maí 2012 18:15 Guðjón Þórðarson, þjálfari Grindavíkur. mynd/daníel Keflvíkingar fóru illa með nágranna sína í Grindavík í fyrsta heimaleik Grindavíkurliðsins undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar. Keflavík vann 4-0 stórsigur eftir að hafa komist í 3-0 í fyrri hálfleik. Keflvíkingar ætla að koma á óvart í upphafi móts en ekki var búist mikið af liðinu í sumar. Bæði lið fóru rólega af stað í leiknum en gestirnir úr Keflavík tóku fljótt við sér og náðu snemma fullri stjórn á leiknum. Miðjumaðurinn, Frans Elvarsson, kom Keflavík yfir þegar tuttugu mínútur voru liðnar af leiknum með skoti fyrir utan vítateig sem fór undir Óskar Pétursson, markvörð Grindavíkur. Frans bætti svo við öðru marki korteri seinna en hann lagði boltann snyrtilega undir Óskar í markinu eftir góða stungusendingu Guðmundar Steinarssonar. Keflvíkingar voru ekki hættir því að fjórum mínútum síðar átti Hilmar Geir Eiðsson góða fyrirgjöf sem lenti beint fyrir fætur Arnórs Ingva Traustasonar sem lét sér ekki segjast og hamraði boltanum upp í þaknetið. Ótrúlegar hálfleikstölur í Grindavík. Ef einhver von var fyrir Grindavík að koma til baka í leiknum var hún endanlega úti í byrjun síðari hálfleiksins. Einar Orri Einarsson skoraði þá gott skallamark, Keflvíkingar komnir fjórum mörkum yfir og leikurinn búinn. Það fjaraði tiltölulega mikið undan leiknum eftir markið enda sigur Keflavík í höfn. Síðari hálfleikurinn var því í rauninni tilþrifalítill og sigldi Keflavík að lokum öruggum 4-0 sigri í hús. Keflvíkingar voru virkilega öflugir í leiknum og geta þeir verið stoltir af frammistöðu sinni. Þeir sundurspiluðu heimamenn í leiknum og stærð sigursins var sanngjarn. Það verður að setja stórt spurningamerki við framgöngu Grindavíkur í leiknum en þeir mættu hreinlega ekki til leiks hér í kvöld. Hrikaleg frammistaða og stórundarleg eftir hetjulega baráttu í síðustu umferð gegn FH-ingum. Zoran: Bara búnir að vinna einn leik„Ég er fyrst og fremst mjög ánægður með þrjú stig hérna í dag. Við spilum virkilega vel í kvöld. Við vorum þolinmóðir á boltann og vorum að skapa okkur fullt af færum," sagði Zoran. „Það var miklu meiri vilji í okkur í leiknum og ætluðum við að bæta fyrir frammistöðu síðasta leiks, sem við klúðruðum. Ég er virkilega ánægður með frammistöðu leikmanna, en þeir voru að leggja sig 100% fram. „Við erum ánægðir með okkar byrjun í mótinu. Það er gott að vera komnir með fjögur stig úr fyrstu tveimur leikjunum en við megum ekki slaka á. Við erum bara búnir að vinna einn leik af tuttugu og tveimur og verðum við að einbeita okkur að næsta leik," sagði Zoran Daníel Ljubicic, þjálfari Keflavík, sáttur í leikslok. Guðjón: Menn eru bara að tipla um„Við vorum bara mjög slakir. Keflvíkingarnir vildu þetta mun meira í öllu sem við kom leiknum. Þeir voru miklu grimmari og vorum við í rauninni bara skugginn af sjálfum okkur frá síðasta leik. Við vorum flatfóta og flatir í vörninni. Við vorum virkilega daprir í allt kvöld," sagði Guðjón. „Þetta virðist vera huglægt mikið frekar en líkamlegt. Menn voru tilbúnir að leggja mikið á sig gegn FH þar sem þeir hræddust leikinn. Svo komum við hingað á heimavöll og menn eru bara að tipla um. Keflvíkingarnir voru mjög fastir fyrir og grimmir í leiknum og svörum við þeim aldrei. Það er mjög alvarlegt að menn séu ekki tilbúnir að mæta almennilega til leiks í svona leik. Ef þetta er það sem menn ætla að bjóða upp á á heimavelli þá er staðan hjá okkur slæm," sagði Guðjón Þórðarson, þjálfari Grindavíkur í leikslok. Frans: Kemur meira frá mér í sumar„Það er mjög skemmtilegt og sérstakt að vinna Grindvík. Þetta var betra en ég bjóst við. Við bjuggumst við þéttum varnarleik þeirra en þetta var allt auðveldara en við bjuggumst við," sagði Frans. Frans skoraði tvö mörk í leiknum og var valinn maður leiksins. Hann var að vonum ánægður með sína frammistöðu. „Ég var nokkuð sáttur með með mína frammistöðu. Ég er ánægður að skora tvö mörk en ég veit að ég get meira. Það kemur meira frá mér í sumar," sagði Frans Elvarsson, leikmaður Keflavík að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Þór/KA - Fram | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sjá meira
Keflvíkingar fóru illa með nágranna sína í Grindavík í fyrsta heimaleik Grindavíkurliðsins undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar. Keflavík vann 4-0 stórsigur eftir að hafa komist í 3-0 í fyrri hálfleik. Keflvíkingar ætla að koma á óvart í upphafi móts en ekki var búist mikið af liðinu í sumar. Bæði lið fóru rólega af stað í leiknum en gestirnir úr Keflavík tóku fljótt við sér og náðu snemma fullri stjórn á leiknum. Miðjumaðurinn, Frans Elvarsson, kom Keflavík yfir þegar tuttugu mínútur voru liðnar af leiknum með skoti fyrir utan vítateig sem fór undir Óskar Pétursson, markvörð Grindavíkur. Frans bætti svo við öðru marki korteri seinna en hann lagði boltann snyrtilega undir Óskar í markinu eftir góða stungusendingu Guðmundar Steinarssonar. Keflvíkingar voru ekki hættir því að fjórum mínútum síðar átti Hilmar Geir Eiðsson góða fyrirgjöf sem lenti beint fyrir fætur Arnórs Ingva Traustasonar sem lét sér ekki segjast og hamraði boltanum upp í þaknetið. Ótrúlegar hálfleikstölur í Grindavík. Ef einhver von var fyrir Grindavík að koma til baka í leiknum var hún endanlega úti í byrjun síðari hálfleiksins. Einar Orri Einarsson skoraði þá gott skallamark, Keflvíkingar komnir fjórum mörkum yfir og leikurinn búinn. Það fjaraði tiltölulega mikið undan leiknum eftir markið enda sigur Keflavík í höfn. Síðari hálfleikurinn var því í rauninni tilþrifalítill og sigldi Keflavík að lokum öruggum 4-0 sigri í hús. Keflvíkingar voru virkilega öflugir í leiknum og geta þeir verið stoltir af frammistöðu sinni. Þeir sundurspiluðu heimamenn í leiknum og stærð sigursins var sanngjarn. Það verður að setja stórt spurningamerki við framgöngu Grindavíkur í leiknum en þeir mættu hreinlega ekki til leiks hér í kvöld. Hrikaleg frammistaða og stórundarleg eftir hetjulega baráttu í síðustu umferð gegn FH-ingum. Zoran: Bara búnir að vinna einn leik„Ég er fyrst og fremst mjög ánægður með þrjú stig hérna í dag. Við spilum virkilega vel í kvöld. Við vorum þolinmóðir á boltann og vorum að skapa okkur fullt af færum," sagði Zoran. „Það var miklu meiri vilji í okkur í leiknum og ætluðum við að bæta fyrir frammistöðu síðasta leiks, sem við klúðruðum. Ég er virkilega ánægður með frammistöðu leikmanna, en þeir voru að leggja sig 100% fram. „Við erum ánægðir með okkar byrjun í mótinu. Það er gott að vera komnir með fjögur stig úr fyrstu tveimur leikjunum en við megum ekki slaka á. Við erum bara búnir að vinna einn leik af tuttugu og tveimur og verðum við að einbeita okkur að næsta leik," sagði Zoran Daníel Ljubicic, þjálfari Keflavík, sáttur í leikslok. Guðjón: Menn eru bara að tipla um„Við vorum bara mjög slakir. Keflvíkingarnir vildu þetta mun meira í öllu sem við kom leiknum. Þeir voru miklu grimmari og vorum við í rauninni bara skugginn af sjálfum okkur frá síðasta leik. Við vorum flatfóta og flatir í vörninni. Við vorum virkilega daprir í allt kvöld," sagði Guðjón. „Þetta virðist vera huglægt mikið frekar en líkamlegt. Menn voru tilbúnir að leggja mikið á sig gegn FH þar sem þeir hræddust leikinn. Svo komum við hingað á heimavöll og menn eru bara að tipla um. Keflvíkingarnir voru mjög fastir fyrir og grimmir í leiknum og svörum við þeim aldrei. Það er mjög alvarlegt að menn séu ekki tilbúnir að mæta almennilega til leiks í svona leik. Ef þetta er það sem menn ætla að bjóða upp á á heimavelli þá er staðan hjá okkur slæm," sagði Guðjón Þórðarson, þjálfari Grindavíkur í leikslok. Frans: Kemur meira frá mér í sumar„Það er mjög skemmtilegt og sérstakt að vinna Grindvík. Þetta var betra en ég bjóst við. Við bjuggumst við þéttum varnarleik þeirra en þetta var allt auðveldara en við bjuggumst við," sagði Frans. Frans skoraði tvö mörk í leiknum og var valinn maður leiksins. Hann var að vonum ánægður með sína frammistöðu. „Ég var nokkuð sáttur með með mína frammistöðu. Ég er ánægður að skora tvö mörk en ég veit að ég get meira. Það kemur meira frá mér í sumar," sagði Frans Elvarsson, leikmaður Keflavík að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Þór/KA - Fram | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sjá meira