Neyddist til að segja konunni þegar tíðindin rötuðu í fjölmiðla Sindri Sverrisson skrifar 20. febrúar 2020 23:30 Martin og Braithwaite og Anne-Laure Louis eiginkona hans voru glaðbeitt á Camp Nou í dag. vísir/getty „Ég heyrði af þessu fyrir viku og hef svo bara beðið. Ég sagði engum frá þessu en ég neyddist til að segja konunni minni þetta þegar fjölmiðlar fóru að fjalla um þetta,“ segir Martin Braithwaite sem þakkar Guði fyrir það að hann skuli öllum að óvörum vera orðinn leikmaður hins eina sanna Barcelona. Braithwaite er 28 ára landsliðsmaður Danmerkur sem skorað hefur sex mörk fyrir Leganes í spænsku 1. deildinni á leiktíðinni. Hann er maðurinn sem Spánarmeistarar Barcelona leituðu til þegar þeir fengu grænt ljós á að sækja sér leikmann í ljósi meiðsla Ousmane Dembélé sem spilar ekki meira á leiktíðinni, en Börsungar eru einnig án Luis Suárez vegna meiðsla. Þannig nýtti Barcelona sér reglu spænsku deildarinnar sem gerir félögum kleift að bregðast við áföllum, en Braithwaite fær ekki að spila í Meistaradeild Evrópu á þessari leiktíð. Daninn var kynntur til leiks á Camp Nou í dag og þakkar almættinu fyrir sinn þátt. „Guð hefur flutt fjöll fyrir mig,“ sagði Braithwaite, og var þá spurður hvað Guð hefði með það að gera að hann væri núna að fara að spila með fótboltaguðinum Lionel Messi: „Guð hefur gefið okkur öllum gjöf. Ef að maður trúir á eitthvað og við segjum okkur það sjálf af fúlustu alvöru að við getum það, þá gerist það. Ef að maður leggur hart að sér og sér fyrir sér markmiðið, þá hefur það verið mín reynsla að maður ræður því ekki hvað gerist, hann sér um það fyrir mann,“ sagði Braithwaite. Martin Braithwaite lék listir sínar á Camp Nou eins og hefð er fyrir þegar nýir leikmenn eru kynntir til leiks.vísir/getty Hann er þakklátur Leganes fyrir tækifærið til að spila í efstu deild Spánar, eftir misheppnaða dvöl hjá Middlesbrough, en Leganes þarf nú að heyja sína fallbaráttu án mikilvægs leikmanns: „Mér datt ekki í hug að ég væri á leiðinni í burtu. Ég var nýbúinn að kaupa hús og hafði reiknað með að búa þar. En núna gafst mér möguleiki sem býst bara einu sinni á ævinni og ég gat ekki sagt nei. Það skildu allir hjá félaginu.“ Spænski boltinn Tengdar fréttir Segja Barcelona búið að kaupa danska framherjann Martin Braithwaite verður kynntur sem leikmaður Barcelona á morgun. 19. febrúar 2020 16:45 Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Körfubolti Fleiri fréttir Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Sjá meira
„Ég heyrði af þessu fyrir viku og hef svo bara beðið. Ég sagði engum frá þessu en ég neyddist til að segja konunni minni þetta þegar fjölmiðlar fóru að fjalla um þetta,“ segir Martin Braithwaite sem þakkar Guði fyrir það að hann skuli öllum að óvörum vera orðinn leikmaður hins eina sanna Barcelona. Braithwaite er 28 ára landsliðsmaður Danmerkur sem skorað hefur sex mörk fyrir Leganes í spænsku 1. deildinni á leiktíðinni. Hann er maðurinn sem Spánarmeistarar Barcelona leituðu til þegar þeir fengu grænt ljós á að sækja sér leikmann í ljósi meiðsla Ousmane Dembélé sem spilar ekki meira á leiktíðinni, en Börsungar eru einnig án Luis Suárez vegna meiðsla. Þannig nýtti Barcelona sér reglu spænsku deildarinnar sem gerir félögum kleift að bregðast við áföllum, en Braithwaite fær ekki að spila í Meistaradeild Evrópu á þessari leiktíð. Daninn var kynntur til leiks á Camp Nou í dag og þakkar almættinu fyrir sinn þátt. „Guð hefur flutt fjöll fyrir mig,“ sagði Braithwaite, og var þá spurður hvað Guð hefði með það að gera að hann væri núna að fara að spila með fótboltaguðinum Lionel Messi: „Guð hefur gefið okkur öllum gjöf. Ef að maður trúir á eitthvað og við segjum okkur það sjálf af fúlustu alvöru að við getum það, þá gerist það. Ef að maður leggur hart að sér og sér fyrir sér markmiðið, þá hefur það verið mín reynsla að maður ræður því ekki hvað gerist, hann sér um það fyrir mann,“ sagði Braithwaite. Martin Braithwaite lék listir sínar á Camp Nou eins og hefð er fyrir þegar nýir leikmenn eru kynntir til leiks.vísir/getty Hann er þakklátur Leganes fyrir tækifærið til að spila í efstu deild Spánar, eftir misheppnaða dvöl hjá Middlesbrough, en Leganes þarf nú að heyja sína fallbaráttu án mikilvægs leikmanns: „Mér datt ekki í hug að ég væri á leiðinni í burtu. Ég var nýbúinn að kaupa hús og hafði reiknað með að búa þar. En núna gafst mér möguleiki sem býst bara einu sinni á ævinni og ég gat ekki sagt nei. Það skildu allir hjá félaginu.“
Spænski boltinn Tengdar fréttir Segja Barcelona búið að kaupa danska framherjann Martin Braithwaite verður kynntur sem leikmaður Barcelona á morgun. 19. febrúar 2020 16:45 Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Körfubolti Fleiri fréttir Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Sjá meira
Segja Barcelona búið að kaupa danska framherjann Martin Braithwaite verður kynntur sem leikmaður Barcelona á morgun. 19. febrúar 2020 16:45